Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Heimsmeistaranum Magn-úsi Carlsen hefur senni-lega fundist nóg komiðþegar hann gerði sitt
níunda jafntefli á stórmótinu í St.
Louis sem kennt er við aflvaka
þess og kostanda, Rex Sinquefield.
Jafnteflunum hafði rignt niður og
Norðmaðurinn jafn sekur og aðrir í
þeim efnum. En hann hristi af sér
okið og vann tvær síðustu skákir
sínar, í tíundu umferð var Wesley
So lagður að velli og í lokaumferð-
inni Vachier-Lagrave. Lokaniður-
staðan varð þessi: 1.-2. Carlsen og
Ding Liren 6½ (af 11) 3.-4. Anand
og Karjakin 6 v. 5.-8. Nepomni-
achtchi, Caruana, Giri og Mame-
dyarov 5½ v. 9.-10. Nakamura og
Vachier-Lagrave 5 v. 11.-12. Aronj-
an og So 4½ v.
Efstu menn tefldu svo styttri
skákir um sigurinn. Tveimur at-
skákum lauk með jafntefli en síðan
vann Ding Liren báðar hraðskák-
irnar og telst því sigurvegari Sin-
quefield-bikarsins. En Magnús,
sem hefur nú teflt 90 kappskákir
án taps, eygir þann möguleika að
geta slegið við Kínverjanum, sem
tefldi nýlega 100 kappskákir í röð
án þess að tapa.
Í síðustu umferð varð Magnús að
vinna með svart. Hann vissi að
undir þeim kringumstæðum er það
hæpin hernaðaráætlun að ráðast
fram strax í byrjun tafls; hann
skipaði liði sínu fram á rólegan og
yfirvegaðan hátt og beið færis.
Nokkrir leikir hans í miðtaflinu eru
sérstaklega athyglisverðir:
St. Louis 2019; 11. umferð:
Maxime Vachier-Lagrave –
Magnús Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
Sneiðir hjá afbrigði Svesnikovs.
3. … g6 4. Bxc6 bxc6 5. d4 cxd4
6. Dxd4 f6 7. O-O d6 8. c4 c5 9.
Dd3 Bg7 10. b3 Rh6 11. Rc3 Hb8
12. Bd2 O-O 13. Hae1 Rf7 14. h4
Hb7!?
Hróksleikurinn lætur ekki mikið
yfir sér en á eftir að koma að not-
um síðar.
15. h5 g5 16. Rh2 Re5 17. Dg3
Kh8 18. f4 gxf4 19. Bxf4 Hg8 20.
He3 Rc6 21. Df2 f5 22. Rf3
Hvítur átti tvímælalaust að leika
22. exf5 þótt svarta staðan sé lipr-
ari eftir 22. … Bxf5. En næsti leik-
ur svarts er bráðsnjall.
(Sjá stöðumynd)
22. … Bxc3! 23. Hxc3 e5
Opnar fyrir hrókinn á b7 og
hyggst svara 24. Bc1 með 24. … f4
og sóknin eftir g-línunni verður
ekki stöðvuð.
24. Hd3!?
Ekki verra en hvað annað og
Magnús kvaðst ekki hafa tekið
þenn leik með í reikninginn. Nú
strandar 24. … fxe4 á 25. Rxe5! og
hvítur vinnur.
24. … exf4 25. Db2+ Hbg7 26.
h6 fxe4 27. Hd2 exf3 28. hxg7+
Hxg7 29. Hxf3 Dg5
Þrátt fyrir leppunina eru varnir
svarts tryggar og hann er með
unnið tafl. Úrvinnslan er fumlaus.
30. Hdf2 Rd4 31. Hxf4 Bf5 32.
b4 Be6 33. Hf8+ Bg8 34. bxc5
dxc5 35. Db8 De3 36. Dd6 Dc1+
37. Kh2 Dg5 38. Dd5 Dh4+ 39.
Kg1 De7 40. Dh5 De3 41. Dh4
Re2+ 42. Kh1 Dc1+ 43. Hf1 Rg3+
44. Kg1 De3+
– og hvítur gafst upp.
Pal Benkö
Pal Benkö, sem lést hinn 26.
ágúst sl., 91 árs að aldri, var mikið
í fréttum hér á landi eftir að Stúd-
entamótinu í Reykjavík lauk sum-
arið 1957. Hann hafði teflt fyrir
ungversku skáksveitina en sótti um
hæli sem pólitískur flóttamaður.
Um haustið hélt hann vestur um
haf og varð síðar bandarískur ríkis-
borgari. Benkö var frábær skák-
maður en samdi einnig ógrynnin öll
af skákdæmum og sagan segir að
Bobby Fischer hafi veðjað við hann
um að honum tækist að finna lausn
eftirfarandi dæmis á innan við hálf-
tíma – en ekki tekist. Getur þú
betur, lesandi góður?
Hvítur leikur og mátar í 3. leik.
Lausn í næsta pistli.
Taplaus í 90
kappskákum
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Pal Benkö t.v. og Boris Spasskí var boðið til dagskrár tileinkaðrar minningu
Bobbys Fischers í mars 2018. Hér ræða þeir málin í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Nýlokið er fundi for-
sætisráðherra Norður-
landanna hér á landi.
Eftir fréttum að dæma
var þetta jákvæð og
virðuleg samkoma
samherja og vina.
Eitt aðalviðfangsefni
ráðstefnunnar var
hlýnun jarðar. Nú á að
hætta að tala og taka til
hendinni. Markmiðið,
metnaðarfullt og göf-
ugt, er sett: Árið 2030 skulu Norður-
löndin vera sjálfbærasta svæðið í
heiminum. Einmitt það sem kjós-
endur umræddra ráðherra eru taldir
vilja heyra. En Norðurlöndin eru
ekki einangrað svæði á hnettinum,
heldur hluti, reyndar mjög lítill hluti,
hans sem og af lofthjúpnum, sem um-
lykur jörðina þannig, að bein áhrif
okkar á hann eru vart merkjanleg.
Mannfjöldinn á jörðinni er talinn
vera um 7.500.000.000 (sjö og hálfur
milljarður). Á Norðurlöndum búa um
það bil 25 milljónir manna eða ná-
lægt 1/300.000, eða einn þrjú hundr-
uð þúsundasti af íbúafjölda jarðar-
innar, þannig að það þarf fleira að
koma til en breyting á lifnaðarhátt-
um okkar Norðurlandabúa til þess að
draga úr hlýnuninni, svo merkjan-
legt sé.
Í Skáldamálum Snorra-Eddu er
ásinn Þór látinn segja þegar tröll-
konan gerði flóðið: Á skal at ósi
stemma. Eins er það með hlýnun
jarðarinnar. Ef árangur á að nást
þarf að stöðva stóru fljótin, sem
mestri menguninni valda. Allir vita
hvar þau eru, en enginn dirfist að
nefna það, vegna pólitískra, hern-
aðarlegra og/eða efnahagslegra
ástæðna.
Lausnirnar, sem nefndar eru, virð-
ast fyrst og fremst miðast við að
draga úr áhrifum mengunarinnar
frekar en að stöðva upprunann: að
stífla ósinn. Menn keppast við að inn-
leiða rafbíla og er það frábært fyrir
okkur Íslendinga, sem gefst tækifæri
til þess að aka um á vistvænni inn-
lendri orku. En rafbíllinn er ekki
lausn fyrir allan
fjöldann. Hann er að-
eins vistvænn ef hann
er hlaðinn með raf-
magni sem framleitt er
á vistvænan hátt. Mér
telst svo til, að það séu
aðeins um fimm lönd í
Evrópu sem geta boðið
upp á vistvæna orku
svo nokkru nemi; Aust-
urríki, Ísland, Noregur,
Sviss og Svíþjóð.
Og hvar er aðal-
uppspretta meng-
unarfljótsins? Jú, hún er hjá stóriðn-
aðinum, sem í fæstum tilfellum býr
við sjálfbæra orkugjafa. Þar við bæt-
ast þarfir heimila milljarða manna,
sem ekki eiga kost á öðru en meng-
andi orkugjöfum til hitunar, eldunar
og lýsingar.
Lýðræðiskjörnir stjórnendur nú-
tímans eru ekki eins valdamiklir og
fyrirrennarar þeirra voru enda oft
studdir hervaldi, sem voru þá hinir
eiginlegu stjórnendur. Núna virðist
það vera fjármagnið sem fer með
völdin, kannski meira óbeint. Ráð-
endur fjármagns eru einkum bankar,
fjárfestingasjóðir, vogunarsjóðir
o.s.frv. Þeir hafa allir hið sama mark-
mið: að hagnast og auka eignir sínar.
Við slík markmið skortir löglega
kjörnar ríkisstjórnir oft nauðsynleg
vopn til varnar. Baráttan gegn hlýn-
uninni verður aðeins unnin með sam-
eiginlegu átaki allra jarðarbúa. Stóra
vandamálið eru fjárhagslegir hags-
munir voldugra ríkja sem hafa ólíkra
hagsmuna að gæta, því enginn vill
tapa.
En almenningur ber líka mikla
sök. Iðnaðurinn framleiðir aðeins það
sem markaður er fyrir. Og hverjir
eru þeir sem kaupa? Jú, almenn-
ingurinn.
Á skal at ósi
stemma
Eftir Werner Ívan
Rasmusson
»Ef árangur á að nást
þarf að stöðva stóru
fljótin, sem mestri
menguninni valda.
Werner Ívan
Rasmusson
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Björn Sveinbjörnsson fædd-
ist 1. september 1919 á Hegg-
stöðum í Andakíl, Borg. For-
eldrar hans voru Sveinbjörn
Björnsson og Margrét Hjálms-
dóttir.
Björn lauk prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið
1939 og frá lagadeild Háskóla
Íslands árið 1945. Á náms-
árunum var hann formaður
Félags frjálslyndra stúdenta
frá 1940-1941 og formaður
Orators 1943-1944.
Að loknu lögfræðiprófi varð
Björn fulltrúi sýslumannsins í
Gullbringu- og Kjósarsýslu og
var sýslumaður þar og bæjar-
fógeti í Hafnarfirði 1956-1966.
Árið 1966 stofnaði hann ásamt
fleirum lögmannsskrifstofu í
Reykjavík og rak hana uns
hann var skipaður hæsta-
réttardómari árið 1973. Hann
lét af því embætti í árslok
1985. Þá sat hann um tíma á
Alþingi haustið 1971 sem vara-
þingmaður Reykjaneskjör-
dæmis fyrir Framsóknar-
flokkinn og var í stjórn Lög-
mannafélags Íslands
1971-1973.
Eiginkona Björns er Rósa
Loftsdóttir, f. 13.11. 1930, fyrr-
verandi ritari, bús. í Hafnar-
firði. Björn átti eina dóttur
sem ólst upp í Bandaríkjunum.
Björn lést 10.2. 1988.
Merkir Íslendingar
Björn Svein-
björnsson
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ER08 hægindastóll
Leður – verð 285.000,-