Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Ég fylgdist ekkert
með orkupökkum 1 og
2 en vissi að verð á
umframrafmagni
hækkaði og einkaaðili
hagnaðist vel á að
kaupa mæla Orkuveit-
unnar. Mest áberandi
var að glugga-
umslögum með
greiðsluseðlum fjölg-
aði um helming. Nú
þurfti tvö fyrirtæki til að inn-
heimta það sem áður gerði ein
stofnun. Á greiðsluseðlunum stóð
að orkan sem ég keypti væri fram-
leidd með kjarnorku og brennslu
jarðefnaolíu. Þá skildi ég ekki
þetta bull en nú skil ég að þetta
var útspekúlerað og miðaðist við
að í framtíðinni kæmi allt rafmagn
úr orkubanka ESB. Kannski fá
þeir sem keyptu aflátsbréfin for-
kaupsrétt að grænna rafmagni.
Orkupakka 3 (OP3) fylgdist ég
vel með eftir að hófust umræður,
sem stjórnarflokkarnir kölluðu
málþóf, sem þeir tóku ekki þátt í
og töfðu þannig störf þingsins.
OP3 var frestað í tvo mánuði. Það
sem síðan hefur komið fram sýnir
að farsælast sé að hafna OP3. Með
pakkanum fáum við ekkert. Ekki
neitt, en afsölum okkur stjórn á
orkuauðlindinni.
Í Sviss kjósa íbúarnir oft um
þjóðar- og borgarmál. Fyrir at-
kvæðagreiðslur eru þeir vel upp-
lýstir á hlutlausan hátt um hvað
málið snýst.
Nú er einn mánuður liðinn frá
því ákvörðun um pakkann (OP3)
var frestað í tvo mánuði. Ekkert
hefur verið gert af
hálfu hins opinbera í
að kynna fyrir al-
menningi á hlutlausan
hátt hvað í pakkanum
felist. Það er skiljan-
legt því fylgi við OP3
mun minka þeim mun
meir sem almenn-
ingur er betur upp-
lýstur um innihald
pakkans. Við höfum
fyrst og fremst séð og
heyrt skoðanir þeirra
sem eru með og þeirra sem eru á
móti OP3.
Rök þeirra sem vilja samþykkja
pakkann eru ekki sterk og ótrú-
verðug. Þeir hafa haldið fram að
OP 3 skipti engu máli. Hvorki fyr-
ir okkur né EES. Hvers vegna þá
að samþykkja hann? Þeir segja
hækkun raforku til heimila og fyr-
irtækja neytendavernd og að ekk-
ert afsal felist í því að fela EES og
þar með ESB yfirstjórn orkumála
Íslands.
Nýjasta útspilið er að það sé
misskilningur að nú sé verið að
samþykkja OP3. Hann hafi verið
samþykktur fyrir tíu árum. Það
sem nú sé í gangi sé bara upp-
færsla á pökkum eitt og tvö. Verði
OP3 samþykktur munu þeir segja
Eftir Sigurð
Oddsson
» Greinar Arnars Þór
Jónssonar eru svo
rökfastar og skýrar að
þeir sem vilja sam-
þykkja OP3 eiga ekkert
annað svar en reyna að
þagga niður í honum.
Sigurður Oddsson
Mega þingmenn
gefa orku-
auðlindina?
Að nýloknu Reykja-
víkurmaraþoni við
upphaf skólaárs er
gaman að bera saman
hlaupaþjálfun og lestr-
arþjálfun. Margt er
líkt með þessu tvennu,
þar sem undirbún-
ingur og árangur helst
í hendur. Fáeinar æf-
ingar fyrir hlaupið
geta komið manni í gegnum það, en
eru ekki vænlegar til mikils árang-
urs. Þeir sem settu upp og fylgdu
þrautreyndri æfingaáætlun upp-
skáru betur, hlupu hraðar og fengu
meiri ánægju út úr hlaupinu. Í því
felast engir töfrar, heldur er þetta
rökrétt afleiðing og allir skilja
formúluna. Þú uppskerð eins og þú
sáir!
Yfirfærslan á lestrarþjálfun er
heldur engin geimvísindi; því betur
sem þú sinnir henni því betri verð-
ur árangurinn í lestri! Sannarlega
hafa ýmsir þættir áhrif á niðurstöð-
una hverju sinni. Hlaupaleiðir eru
misjafnar, ýmist hæðóttar eða flat-
ar, veður og vindar skipta máli,
mataræði, skóbúnaður o.fl. Rétt
eins og í lestri, þar sem þyngd
texta, leturstærð, birta, þreyta o.fl.
hefur áhrif. Æfingin er þó mikil-
vægust af öllu, að rækta þá færni
barnanna okkar að lesa fyrirhafnar-
laust, að skynja og skilja texta á
auðveldan hátt svo þau fái sem
mesta ánægju og gagn út úr lestri.
Líkams- og erfðaþættir hafa líka
áhrif, bæði í hlaupi og lestri. Lík-
amsbygging hlaupara getur ýmist
hjálpað honum eða minnkað lík-
urnar á góðum árangri. Rétt eins
og lesblint barn þarf að hafa meira
fyrir því að lesa en þeir sem ekki
eru lesblindir. Ólíkar aðstæður,
erfðaeiginleikar eða aðrir þættir
breyta ekki þeirri staðreynd að
eljusemi og úthald er það sem skil-
ar bæði langhlauparanum og les-
aranum góðum árangri. Sumir
þurfa að leggja meira á sig – stund-
um miklu meira á sig – en allir geta
Lestrarþjálfun
er langhlaup
Eftir Heiðrúnu
Scheving Ingvars-
dóttur og Katrínu
Ósk Þráinsdóttur
»Hvatningin frá
klappliðinu á hliðar-
línunni skiptir sköpum,
hvort sem þú hleypur í
gegnum maraþonbraut
eða ert að þjálfa lestrar-
færni og skilning.
Heiðrún Scheving
Ingvarsdóttir
Katrín Ósk
Þráinsdóttir
ergmann
islustjórn
Berg
flytur h
Hlökkumtilmorgundagsins!
Fundir formanna og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í tilefni af 90 ára afmæli
flokksins verða haldnir á Hilton ReykjavíkNordica (Hótel Esju) laugardaginn
14. september.
Formannafundurinn hefst kl. 9 ummorguninn. Þar munu formenn aðildarfélaga
og ráða flokksins stilla saman strengi sína, fara yfir stjórnmálaviðhorfið, félagastarfið
og það sem þar skarar fram úr.
Sameiginlegur fundur formanna og flokksráðs hefst kl. 11, en seturétt eiga allir
flokksráðsmenn og allir formenn félaga og ráða í flokknum.
Afmælishátíð í tilefni 90ára
afmælis Sjálfstæðisflokksins
Um kvöldið heldur Sjálfstæðisflokkurinn glæsilega afmælishátíð í kjölfar flokksráðs- og
formannafundar laugardagskvöldið 14. september, en hún hefst kl. 19:30 á Hilton
ReykjavíkNordica. Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir til að fagna saman 90 ára afmæli
Sjálfstæðisflokksins.
Dúndurfjör þar sem hin goðsagnakennda hljómsveit Stjórnin leikur fyrir dansi á Sjallaballi
aldarinnar ásamt valinkunnum gestasöngvurum eins ogBjarnaAra og Stefaníu Svavars
aukmagnaðra leynigesta. Hinnmergjaði grínistiBergur Ebbi verður með uppistand,
en veislustjóri er Logi Bergmann. Ljúffengar veitingar innifaldar og aðrar veitingar á
boðstólum enmiðaverð afar hóflegt. Nánari upplýsingar á xd.is.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
LogiB
annast ve
urEbbi
ugvekju
Sjallaball aldarinnar!
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is