Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is VELKOMIN Á NÝJU VEFSÍÐUNA OKKAR Uppgötvaðu vörurnar okkar og kosti þess að versla á netinuað númer fjögur og fimm séu upp- færsla á OP3. Ögmundur Jónasson og Arnar Þór Jónsson hafa sett sig vel inn í málin eins og kemur fram í greina- skrifum þeirra. Í nýlegum greinum kemur Arnar Þór beint að kjarna málsins og útskýrir á auðskiljan- legan hátt hverju við megum eiga von á verði OP3 samþykktur. Greinar Arnars eru svo rökfastar og skýrar að þeir sem vilja sam- þykkja OP3 eiga ekkert svar ann- að en reyna að þagga niður í hon- um. Arnar megi ekki tjá sig sig um málið stöðu sinnar vegna. Væri ekki nær að kanna og birta hverjir hafi hagsmuni af samþykki OP3? Verði OP3 samþykktur þá mun- um við í framtíðinni sjá einkaaðila braska með orkuauðlindina líkt og með fiskiauðlindina og kvótann. Þeir munu selja hver öðrum hluta- bréf og greiða sér háar arð- greiðslur, eins og fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki hafa gert. Með því að gefa ESB yfirráð yf- ir orkuauðlind þjóðarinnar afsölum við okkur að ráða hverjum við selj- um okkar orku, sem þá væri græn og ekki eins og nú stendur á greiðsluseðlunum, og ekki þörf á aflátsbréfum. Við gætum valið um- hverfisvæn fyrirtæki sem geta og vilja kaupa græna orku á hærra verði. Að afsala sér þessu og taka í staðinn áhættuna á afleiðingum þess að samþykkja pakkann. Við höfum reynsluna af fyrirvörunum sem áttu að tryggja að innflutt kjöt væri frosið. Ljóst er að engin miskunn er hjá EES og ESB, sem nú hefur kært Belgíu. Sektirnar fyrir að hindra innflutning á ófrosnu kjöti eru smáaurar miðað við sektirnar sem við gætum feng- ið fyrir t.d. að skipta Landsvirkjun ekki upp. Lesi þingmenn greinar Arnars Þórs og láti samviskuna ráða hljóta þeir að hafna OP3 strax. Það er óþarfi að eyða tíma og pen- ingum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. náð árangri og staðið uppi góðir í langhlaupum og lestri, jafnvel sem sigurvegarar! Aðallestrarþjálfari barns er oft- ast foreldri, eða sá sem aðstoðar barnið flesta daga og getur veitt því óskipta athygli. Kennari barns er yfirþjálfari, sá sem er ábyrgur fyrir æfingaáætluninni, smíðar hana og breytir eftir þörfum til að viðhalda áhuga og búa til nýjar áskoranir. Yfirþjálfarinn getur hins vegar aldrei verið aðal-þjálfari allra, því hann hefur einfaldlega ekki tíma til að sinna þjálfun allra einstaklinga alla daga. Sjálf æfingaáætlunin er ekki sú sama fyrir alla: Hlauparar hafa hlaupið mislengi, eru í misgóðu formi og aðstæður þeirra eru ólík- ar. Þess vegna þarf að laga æfinga- áætlunina að hverjum og einum. Þar er mikilvægast af öllu að við- halda áhuga á verkefninu og skapa réttu stemninguna. Að kveikja neista í brjósti og fylla fólk eldmóði. Sumir þeirra sem hlupu í Reykja- víkurmaraþoni á dögunum byrjuðu að æfa sig með hálfum hug, en fyllt- ust eldmóði á leiðinni samhliða því að formið varð betra og árangurinn meiri. Það sama á við um lestur, þar sem lesari velur sér lesefni sem höfðar til hans; ævintýri, spennu- sögur, myndasögur, dagblöð eða annað. Áhugavert lesefni kveikir meiri áhuga, skapar ánægju, eykur þroska og ýtir undir frekari lestur. Hvatningin frá klappliðinu á hlið- arlínunni skiptir sköpum, hvort sem þú arkar í gegnum maraþonbraut eða ert að þjálfa lestrarfærni og skilning sem skapa þér tækifæri í lífinu. Við erum öll í klappliði ungra lesara og það þarf ekki mikið til að kveikja neistann. Sameinumst á hliðarlínunni og hvetjum börn til lestrar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Menntamálastofnun. heidrun.scheving.ingvars- dottir@mms.is, katrin.osk.thrainsdottir@mms.is Nú um nokkra hríð hefur staðið almenn umræða um innleiðingu orkupakka 3 í íslenska löggjöf og sitt sýnist hverjum. Af um- ræðunni má ætla að ríkisstjórninni sé um- hugað um að pakkinn verði samþykktur og verði hann ekki sam- þykktur mundum við hafa af illt verra og yrði okkur spark- að út úr Evrópska efnahagssvæðinu. Undirrituðum finnst að á ríkisstjórn- inni hvíli sú skylda að útskýra annars vegar með skýrum hætti að höfnun leiði til brottvikningar úr sambandinu og hins vegar að ábatagreining á inn- leiðingunni sýni það svart á hvítu að skynsamlegt sé vegna þjóðarhags- muna að samþykkja orkupakkann. Ábatagreiningin innihéldi að sjálf- sögðu áhrif sagðra áhrifa útskúfunar úr sambandinu kæmi til höfnunar á pakka 3. Nú kunna talsmenn samn- ingsins og einkum og sér í lagi ríkis- stjórnin að halda því fram að bæði ofangreindra atriði hafi þegar verið kynnt alþjóð, ef svo er þá verður að viðurkennast að kynningin hefur farið fram hjá neðangreindum og mögu- lega öðrum. Það ætti því að vera ríkis- stjórninni hægt um vik að opinbera rökin og sýna fram á að afstaða þeirra byggist á einhverju haldbæru en ekki af því bara. Nú er viðbúið að flestir séu þeirrar skoðunar að helsta skylda og réttur ríkisins sé að gæta hags- muna þegnanna, um- hverfisins og hagkerf- isins. Á þeim grunni er það skylda ríkisvaldsins að taka sjálfstæða af- stöðu til hvernig af- greiða eigi orkupakk- ann, samþykkja eða hafna en ekki vera tagl- hnýtingar erlendrar for- skriftar. Því er fleygt að þau lög og reglugerðir sem ná til framleiðslu og sölu raforku á Íslandi verði að eiga rætur sínar utan lands, þar eð það sé okkur ofviða að ráða þessum málum sjálf. Slík afstaða er alveg út í hött, það er ekkert sjálfsagðara en að við mótum umhverfi raforkumála sjálf og eftir at- vikum breytum því, auðviðað að bestu manna yfirsýn sem kunna skil á stað- háttum og leggja á ráðin með þá meg- inforsendu að leiðarljósi að hagur Ís- lendinga sé hafður í fyrirrúmi og alla tíð sem mestur. Það er okkar gæfa að verðlagning á raforku og heitu vatni til húshitunar er í ráðandi höndum hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) sem hafa það að leiðarljósi að hvort tveggja sé landsmönnum til nota á því sem næst kostnaðarverði, þ.e. hagnaðarsjónar- mið eru ekki ráðandi. Slíkt sjónarmið leiðir til lægra verðs að því gefnu að ýtrustu hagkvæmni sé gætt og minnkar líkur á að almenningur verði leiksoppur afla sem hugsa um eigin hagi fremur en þjóðarhag. Núverandi rekstrar- og eignarhaldskerfi á raf- orkumarkaðinum skilar auðlinda- rentunni til almennings í meira mæli en fyrirhuguð tenging við Evrópu í gegnum þriðja orkupakkann. Átök um lagatæknileg flækjustig eiga ekki að ráða hvort við sam- þykkjum þriðja orkupakkann heldur á samþykki eða synjun hans að byggjast á eins vel unnu hag- kvæmnismati og kostur er þar sem fyrst og fremst er horft til þjóðhags- legrar niðurstöðu. Það getur aldrei verið að samþykkið hangi á því frem- ur öllu öðru að í orkupökkunum, sem samþykktir hafa verið af Íslendingum og nú í framhaldinu þriðji pakkinn, tryggi einvörðungu erlend forskrift að skilið sé á milli framleiðslu og dreifingar. Þar sem framleiðslan sé á svokölluðum samkeppnismarkaði og samkeppnisaðilar hafi allir jafnan að- gang að dreifikerfinu sem af hag- kvæmisástæðum sé að einokunar- fyrirkomulagi. Þetta fyrirkomulag er talið tryggja neytendum afurðina (rafmagnið) á sem hagkvæmastan hátt og hagkvæmustu verði. (Svo- kölluð neytendavernd). Okkur er í lófa lagið að skipa mál- um með ofangreindum hætti hvort sem við fylgjum fyrirskipunum frá meginlandinu eða finnum upp á því sjálfir og því ekki nauðsyn á er- lendum fyrirskipunum til að koma á æskilegu framleiðslu- og dreifingar- kerfi. Hvort og hvenær sæstrengur verð- ur lagður milli meginlandsins og Ís- lands ræðst annars vegar af því að verð á kílóvattstund í Evrópu mínus rekstrarkostnaður sæstrengsins, þar með talið orkutap við flutning mínus arðsemiskrafa fjárfestingarinnar, hvort tveggja umreiknað á kílóvatt- stund, skili ásættanlegu verði til framleiðenda raforkunnar á Íslandi og því hins vegar hvort tilskilin leyfi frá hinu opinbera fáist. Hvort tveggja tengist ekki samþykki eða höfnun þriðja orkupakkans. Það er jafn aug- ljóst að sæstrengur verður ekki lagð- ur nema þeir sem standa að þeirri framkvæmd nái að dekka allan rekstrarkostnað og ásættanlegan af- rakstur (hagnað) af fjárfestingunni miðað við líklegt framboð af raforku um strenginn. Samþykkið virðist þá grundvallast á þeirri forsendu einni að við verðum að fylgja erlendum fyrirmælum hvort sem okkur geðjast þau eða ekki, þ.e. án tillits til hagsmuna þjóðarinnar. Nefndur réttur og skylda ríkisins eru látin fyrir róða vegna einhverrar er- lendrar lagalegrar garnaflækju. Svona í lokin má láta það koma fram að verð á rafmagni til almenn- ings á Íslandi á öðrum ársfjórðungi 2018 var 0,1457 evrur/kwst, meðaltal ESB (28 þjóðir) 0,213, Danmörk 0,3123, Þýskaland 0,31, Svíþjóð 0,199, Noregur 0,197 og Finnland 0,1698 (heimild Eurostat Electricity Price Statistics). Sem sagt meðalverð til al- mennings 46% hærra í Evrópusam- bandinu en á Íslandi. Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Það er óskiljanlegt að nauðsyn sé að samþykkja orkupakka 3 sé það rétt að samþykki hans breyti engu á Íslandi. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand oecon. maggysvavars@gmail.com Enn um orkupakka 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.