Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Frétt mánaðarins er
á vefslóðinni:
https://www.mbl.is/
frettir/innlent/2019/08/
18/hafa_sinnt_verk-
efnum_vegna_sae-
strengs/
Vefútgáfa Morgun-
blaðsins þ. 18.8. 2019:
„Hafa sinnt verk-
efnum vegna sæ-
strengs.“
Fréttin er um tvö íslensk al-
mannatengslafyrirtæki, KOM og
ATON, sem eru í vinnumennsku hjá
erlendum fjárfestum, sem ætla að
leggja sæstreng milli Íslands og
Bretlands. Á heimasíðu breska
fyrirtækisins Atlantic Superconn-
ection (AS) er íslenskum fjölmiðlum
vísað á Friðjón R. Friðjónsson hjá
KOM. Ekki þarf að efast um ætlan
hins erlenda fyrirtækis, því heima-
síðan er prýdd með íslensku lands-
lagi og textum um tilgang fyrir-
tækisins, þar sem segir m.a. að
markmiðið sé að skila sjálfbærri,
kolefnisorku frá Íslandi til Bret-
lands, eða „Our mission is to deliver
sustainable, low carbon energy
from Iceland to the UK through
world-leading HVDC cable techno-
logy and energy infrastructure.“
Friðjón var áður aðstoðarmaður
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra.
Hitt fyrirtækið, ATON, hefur
einnig tekið að sér verkefni fyrir er-
lenda fjárfesta vegna sæstrengs.
Framkvæmdatjóri og annar eigandi
er Ingvar Sverrisson. Hann var að-
stoðarmaður tveggja ráðherra í
ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri
grænna. Ingvar vildi
ekki tjá sig um sæ-
strengsmál.
Hjá Aton starfar
einnig Huginn Freyr
Þorsteinsson, annar
eigenda fyrirtækisins,
hann var aðstoðar-
maður Steingríms Joð
árum saman. Hjá
ATON er einnig Elías
Jón Guðjónsson en
hann var aðstoðarmaður Katrínar
Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta-
málaráðherra.
Það er allt lúsugt af aðstoðar-
mönnum eða fyrrverandi aðstoðar-
mönnum ráðherra í orkupakkamál-
inu. Hér hafa verið upp taldir fjórir.
Við þá tölu má bæta lögmönnunum
Borgari Þór Einarssyni og Diljá
Mist Einarsdóttur, sem bæði eru
aðstoðarmenn Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Borgar og Diljá ásamt sex öðrum
lögmönnum, birtu þ. 19.6. 2019
grein „Um lagalega óvissu sem
fylgir orkupakkanum“. Þar segja
lögmennirnir m.a. að „hugar-
burður“ sé að óttast bótakröfur
þeirra sem ekki fengju að leggja
sæstreng.
Á eftirfarandi vefsíðu eru fullyrð-
ingar um áralangar viðræður milli
Breta og Íslendinga um sæstreng
sem lesa má á þessari slóð:
http://www.atlanticsuperconnec-
tion.comSætta Íslendingar sig við
ofbeldi einkavæðingar, sem fær
fjárstyrk frá ríkisvaldi? Ekki hef ég
heyrt því mótmælt að afleiðingar
sæstrengs yrði dýrara rafmagn á
Íslandi.
Svo eru það ráðherrarnir og
vinna aðstoðarmannanna sex. Það
er augljóst mál að Bretarnir hafa
lengi sótt á um lagningu sæstrengs.
Málið hefur sennilega ratað á skrif-
borð nokkurra íslenskra ráðherra
síðasta ártuginn – allavega sem
vangaveltur. Greinilegt er að að-
stoðarmenn, sumir, hafa heillast
nóg, til að fá sér vinnu við að und-
irbúa lagningu strengsins.
Það eru auðvitað engin landráð
þótt flottur ráðherra eins og Bjarni
Benediktsson veiti svör í blaða-
viðtali í The Telegraph þ. 23.6. 2018
og segir á þá leið að Íslendingar
hvetji bresk stjórnvöld til að koma
með tilboð í verð á rafmagni um sæ-
streng á milli landanna, eða: „Ice-
land’s finance minister has called on
the UK Government to offer a fixed
energy price to enable plans for an
undersea electricity cable between
the two countries to move ahead.“
Hér eru aðeins kurteislegar
ábendingar ráðherrans, ekkert afsal
sjálfstæðis eða orkulinda. Það er
svo annað mál hvað mikið af áætl-
unum eru tilbúið í tölvum í Bret-
landi. Og með vitund ráðandi fólks á
Íslandi.
Í veffrétt Morgunblaðsins frá
Times kemur fram að samsteypan
AS hefur lagt í 1,5 milljarða króna
fjárfestingu vegna sæstrengs til Ís-
lands. Áætlaður heildarkostnaður
er um 377 milljarðar króna. Bret-
arnir yrðu ekki ánægðir með að 1,5
milljarðar ISK sé tapað fé.
Fyrir ári lýsti Bjarni Benedikts-
son yfir undrun sinni á þrýstingi
ESB um að íslensk stjórnvöld inn-
leiddu orkupakka 3. Árum saman
stóð Steingrímur Joð vaktina gegn
orkupökkunum. Nú eru þessir tveir
valdamenn í forystu um innleiðingu
pakkans. Hvað veldur breyttri
stefnu þeirra?
Kannanir sýna að meirihluti
landsmanna vill hafna orkupakka 3.
Samt horfir í að Alþingi muni sam-
þykkja pakkann. Það er undarlegt
að valdamenn landsins skuli hafa
svo einbeittan brotavilja gegn þjóð
sinni. Hvað veldur? Er það ávinn-
ingur fárra?
Sögur ganga af nytsömum sak-
leysingjum á Alþingi Íslendinga.
Þingmönnum sem hafi sagt: „okkur
er sagt að þetta sé allt í lagi“. Ef
satt er, hefur þetta fólk fyrirgert
rétti sínum. Það er vandasamt að
setja lög. Hver sá er á Alþingi situr
þarf að leggja sig allan fram.
Í þessu máli þarf að leita upplýs-
inga um þau öfl, sem hafa áhrif á
fjármál innan lands og erlendis.
Nota allt sitt vit til að hugsa rök-
rétt. Leyfa sér að efast. Líka að
efast um að ganga gegn þjóð sinni.
Hvenær er refsivert að vera nyt-
samur sakleysingi?
Þau brot heimilda, sem hér hafa
verið tilgreind og framganga Al-
þingis vekja grunsemdir. Eru ein-
hverjir að selja auðlindir Íslands?
Orkupakkinn og frétt mánaðarins
Eftir Tómas
Ísleifsson
» Sögur ganga af nyt-
sömum sakleys-
ingjum á Alþingi Íslend-
inga. Þingmönnum sem
hafi sagt: „okkur er sagt
að þetta sé allt í lagi“.
Tómas Ísleifsson
Höfundur er líffræðingur.
linekra@simnet.is
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Fasteignir