Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 ✝ Lilja Sigurðar-dóttir fæddist á Litla Hóli við Dal- vík 2. október 1925. Hún lést á Hrafn- istu Reykjavík 11. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jón Guðjónsson, sjómaður og for- maður í Mói, Dal- vík, f. 9. desember 1885, d. 7. janúar 1943, og Anna Sigurðardóttir, húsmóðir frá Hæringsstöðum, f. 17. október 1883, d. 7. júní 1971. Lilja var yngst í röð 11 systkina en hin eru: Kristján Jón Helgi, f. 1907, d. 1934, Guðjón Sigurvin, f. 1908, d. 1988, Rósa, f. 1910, d. 1995, Jóhann Sævaldur, f. 1912, d. 2001, Hallgrímur Friðrik, f. 1913, d. 1967, Jón Kristinn, f. 1915, d. 1992, Sigrún, f. 1916, d. 1996, Albert, f. 1918, d. 2007, Jakob Þorsteinsson, þeirra börn: Anna Lilja, Guðbjörg Guð- rún, Auður og Jakob Símon. 3) Sigurjóna Margrét, f. 3. júlí 1951, maki Guðmundur Skarp- héðinsson, þeirra börn: Skarp- héðinn og Margrét. 4) Tryggvi Jóhannsson, f. 18. águst 1953, fyrrverandi maki Ingrid Hagen. 5) Gísli Viðar, f. júlí 1966, hans sonur: Andri Emil. Barnabörn Lilju eru 11, barnabarnabörn eru 24 og barnabarnabarnabörn eru 5. Lilja fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hún var í barnaskóla á Dalvík og stundaði síðar nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Lilja starfaði við bóka- verslun Hannesar á Siglufirði um skeið. Hún og Sigmann hófu sinn búskap á Siglufirði. Þau fluttu síðan til Hríseyjar og bjuggu þar til 1998. Þá fluttu þau að Ási í Hveragerði og síðan á Hrafnistu í Reykjavík og bjuggu þar til dauðadags. Fyrir utan það að vera húsmóðir vann hún við afgeiðslustörf og fisk- verkun í Hrísey. Útförin fer fram í Hríseyjar- kirkju í dag, 31. ágúst 2019, klukkan 13. Laufey, f. 1920, d. 1998, Sigurður Marinó, f. 1922, d. 2010. Lilja giftist hinn 28. desember 1946 Sigmanni Tryggva- syni frá Syðri-Vík í Árskógshreppi, f. 19. september 1917 en Sigmann lést 28. október 2007. For- eldrar hans voru hjónin Tryggvi Ágúst Jóhanns- son frá Galmarsstöðum í Arnar- neshreppi í Eyjafirði og Mar- grét Gísladóttir frá Ytri-Haga í Árskógshreppi. Börn Lilju og Sigmanns eru 1) Sigurður Draupnir, f. 10. maí 1947, maki Magnea Henný Pétursdóttir, þeirra börn: Hendrik Pétur og Hulda Hlín. Fyrri maki Guðrún E. Aradóttir og þeirra börn: Anna Sigrún og Lilja. 2) Hanna Kristín, f. 27. ágúst 1948, maki Elsku mamma mín. Nú ertu farin í ferðina löngu eins og ein frænkan sagði þegar ég sagði henni frá andlátinu, og erum við viss um að það eru nokkrir sem taka vel á móti henni hin- um megin. Hennar verður sárt saknað, hún var kletturinn minn og annarra líka veit ég. Mamma var fluggáfuð og minn- ugri en flestir í fjölskyldunni og voru margir sem höfðu sam- band við hana til að fá upplýs- ingar um löngu liðna atburði, hún mundi flest. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd og var mjög stolt af sínum. Hún var afskaplega gjafmild við alla. Hún kenndi okkur margt sem við höfum reynt að hafa að leiðarljósi, svo sem að bera virðingu fyrir sjálfum sér og ekki síst öðrum. Hún var af- skaplega myndarleg til munns og handa. Við eigum margar góðar minningar, svo sem um ferða- lögin með þeim báðum, henni og pabba og svo henni einni, heimsókn til Noregs að heim- sækja strákana eða til Kanarí í skemmtiferð og til Ameríku að heimsækja barnabarn sem þar býr. Þau höfðu mjög gaman af að ferðast, fóru í margar ferðir innanlands með góðum ferða- félögum. Elsku mamma mín, ég gæti haldið endalaust áfram því margs er að minnast, en ég vil þakka þér fyrir alla þína leið- sögn í gegnum lífið því þú hef- ur ávallt verið mín fyrirmynd. Að endingu vil ég þakka starfs- fólki á Hrafnistu Reykjavík á þeim deildum sem sinntu henni og starfsfólki kaffihússins á Hrafnistu fyrir góða umönnun og gott viðmót. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. (Sigurbjörn Þorkelsson) Fyrir hönd systkina, Margrét Sigmannsdóttir. Nú er hún elsku tengdamóð- ir mín, hún Lilja, búin að kveðja þetta jarðlíf eftir erfið veikindi undanfarið ár. Ég veit fyrir víst að hún hef- ur orðið hvíldinni fegin eftir erfiða baráttu frá því að hún veiktist. Ég er þess fullviss að Sig- mann, tengdafaðir minn sem lést árið 2007, stendur á bryggjusporðinum og tekur á móti Lilju sinni á öðru tilveru- stigi, og verða þau þar ham- ingjusöm ásamt áður gengnum ástvinum. Ég er búinn að þekkja Lilju í hartnær 48 ár, frá því að ég kom sem ungur maður haustið 1971 útí Hrísey til að kynna mig fyrir væntanlegum tengda- foreldrum mínum, Lilju og Sig- manni, óneitanlega var kvíði í mér að hitta þau, en sá kvíði reyndist óþarfur. Mér var ákaf- lega vel tekið og ekki spillti fyrir að vera Siglfirðingur en þangað höfðu væntanlegir tengdaforeldrar mínir sterkar taugar, þar höfðu þau hafið sinn búskap og stofnað sitt fyrsta heimili og áttu þar sína vini og skyldmenni. Á þessum tíma starfaði ég hjá KEA á Akureyri og var að huga að breytingum í starfi, en hlutir æxluðust svo að ég var beðinn um að fara tímabundið til starfa hjá útibúi KEA í Hrísey, yfirmönnum mínum hjá KEA var kunnugt um tengsl mín við eyjuna þar sem unnustan væri þaðan og ætti þar foreldra. Þar sem að við áttum von á okkar fyrsta barni var þetta ágætis úrræði fyrir unga foreldra. Í Hrísey stofnuðum við Margrét okkar heimili og ílengdumst þar í hartnær sex ár. Á þessum árum í Hrísey voru kynni mín við tengdaforeldrana mína mik- il og náin, en aldrei man ég eft- ir því að þar hafi borið skugga á frekar en hingað til. Lilja gekk til allra starfa í Hrísey, ásamt því að sjá um stórt heim- ili af þvílíkum myndarskap sem eiginkona mín hefur ríkulega erft frá móður sinni, hún starf- aði bæði í frystihúsinu, versl- uninni og við það sem til féll í fámennu samfélagi. Ég ætla ekki að skrifa neina lofræðu um hana Lilju, það væri ekki að hennar skapi né vilja. En að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir góða samfylgd öll þessi ár og elskulegheitin og umhyggjuna við okkur, börnin okkar og fjöl- skyldur þeirra. Nú er hún Lilja komin í höfn hjá honum Sigmanni sínum eft- ir langa gæfuríka ævi, örugg- lega sátt við sitt lífsskeið sem hún og afkomendur hennar mega vera stoltir af. Að lokum vil ég votta börn- um þínum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og þakka fyrir lánið á Möggu öll þessi 48 ár, megi góðar minn- ingar styrkja þau öll í sorginni, hvíl í friði, Lilja mín. Þinn tengdasonur, Guðmundur Skarphéðinsson. Amma Lilja. Amma í Hrísey. Það á eftir að venjast seint að eiga þig ekki lengur að. Geta ekki átt við þið spjall um lífið og tilveruna. Segja þér frá því hvað á daga okkar hefur drifið. Hvað strákarnir mínir hafi verið að bardúsa. Þú varst svo áhugasöm um hagi okkar fjölskyldunnar og hafðir alltaf verið. Allt síðan ég var smápatti að skottast í kringum þig í eldhúsinu á Austurveginum. Þar var sko gott að vera. Þú hlustaðir alltaf. Sýndir því áhuga sem maður var að aðhafast og hafði að segja. Hafðir líka skoðun á og hikaðir ekki við að deila henni með manni. En réðst manni líka heilt. Þú varst nefnilega hrein- skiptin. Annað kom ekki til greina. Það var hluti af ein- stökum og einlægum heiðar- leika þínum. Sem var allar göt- ur þitt aðalsmerki. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd. Varst hrein og bein. Stund- um þannig að maður áttaði sig ekki á hvað þú meintir, hvað þér gekk til og hversu vel þú vildir fyrr en síðar – þegar á reyndi og meira vit var komið í kollinn. Og þannig vissi maður alltaf hvar maður hafði þig – og vildi hafa þig. Gat treyst því að þú réðir manni ávallt heilt og inni- lega – án allrar meðvirkni eða meðaumkunar. Þannig varstu alltaf. Svo traust og heiðarleg í öllu þínum orðum og gjörðum. Skjól, skjöldur og hlíf. En þú varst líka hæverskari en aðrir og hlédrægari. Lagðir þig eftir að láta sem minnst fyrir þér fara. Sem kom litla galgopanum sem hvarf alltof fljótt suður svolítið spánskt fyrir sjónir – satt best að segja. En eftir því sem árin færð- ust yfir áttaði hann sig betur á það var einfaldlega einn af mörgum mannkostum sem þú bjóst yfir og lærði vonandi eitt- hvað, þó ekki nema smáræði af. En nú ertu horfin á braut, loksins og sem betur fer búin að sameinast afa á ný, sem beð- ið hefur lengi eftir kaffiboll- anum sínum. Þú manst vonandi eftir kúm- enbætinum. Það sefar líka og færir ró að vita af ykkur sam- an, umvafin englum, ástkærum ættingjum og ástvinum, sötr- andi kaffisopann, að taka í spil; vist, kana eða jafnvel manna. Að rifja glaðhlakkalega upp gamlar og góðar stundir úr Perlunni góðu. Takk fyrir allt, amma Lilja. Kysstu afa Manna frá okkur. Skarphéðinn. Lilja Sigurðardóttir AKUREYRARKIRKJA | Þakkar- gjörðarmessa kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Klassíski kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Hversvegna- messa kl. 11 þar sem farið er í gegn- um messuliði með útskýringum. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szkláner og sr. Petr- ína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheim- ilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helga- dóttur og Kristínar Jóhannesdóttur. Kaffisopi og samfélag eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sig- urður Jónsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Kór Áskirkju syngur. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. BESSASTAÐAKIRKJA | Vetrar- starfið í Bessastaðasókn hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Læri- sveinar hans og aðrir leiðtogar safn- aðarins leiða stundina og gesta- hljóðfæraleikari að þessu sinni er Eyþór Kolbeins. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalar- nesi | Messa í Brautarholtskirkju kl. 11. Notaleg og róleg íhugunartónlist (Taize). Fermingarbörn vetrarins og fjölskyldur boðin velkomin. Skrán- ingarblöð á staðnum. Predikunin mun fjalla um von og vöxt. Kynning á Messy Church á Kjalarnesi. Sóknar- prestur þjónar. Sunnudagaskólinn hefst 15. september kl. 11 í Hreppnum. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnu- dagaskólinn hefst 1. september kl. 11 með fjölskylduguðsþjónustu. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir eru leiðtogar og kennarar eins og undanfarin ár. Sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon, organisti, eru þeim til halds og trausts. Alþjóðlegi söfnuðurinn. Bæna og lof- gjörðarstund kl. 14. Prestur er Tos- hiki Toma. ICB prayer and worship service at 14. Pastor rev. Toshiki Toma. Fundir um fermingarfræðslu kl. 12.30 og 13.30. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Jónas Þórir og félagar úr Kór Bú- staðakirkju leiða söng. Messuþjónar þjóna ásamt sr. Pálma Matthíassyni. Heitt á könnunni eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fjölskyldumessa kl. 11, upphaf fermingarstarfsins og sunnudagaskólans. Sr. Sveinn Val- geirsson og séra Elínborg Sturlu- dóttir. Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Fundur með fermingar- börnum og forráðamönnum þeirra. Messukaffi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna. Organisti Torvald Gjerde. Væntanleg fermingarbörn á Héraði og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta og boðin til kynning- arfundar eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Sunnudag- inn 1. september hefst barnastarfið aftur eftir sumarfrí. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur er Guð- mundur Karl Ágústsson, en með honum verða Marta og Ásgeir leið- togar æskulýðsstarfsins. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Hljómsveit kirkj- unnar leiðir sönginn. Kvöldvaka kl. 20. Upphaf fermingarstarfs. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs- þjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Umfjöll- unarefni: Farísei og tollheimtumaður. Barn verður borið til skírnar. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunn- ari Gunnarssyni, organista. Ferm- ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Þjóð- kirkjan fagnar upphafi vetrarstarfs- ins með útvarpsguðsþjónustu frá Grafarvogskirkju þar sem biskup Ís- lands, Agnes M. Sigurðardóttir, préd- ikar. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjón- ar fyrir altari. Kórar kirkjunnar syngja, organisti er Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi barnakórs Grafarvogs- kirkju er Margrét Pálmadóttir. Hjör- leifur Valsson leikur á Fiðlu og Þor- geir Jónsson á kontrabassa. Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg og undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Fyrsta Selmessan eftir sumarfrí. Messan er kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Vetrarstarfið kynnt. Organisti er Ásta Haraldsdóttir, félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng- inn. Sr. María Ágústsdóttir þjónar ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki safnaðarins. Fermingarbörn 2020 boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Stuttur fundur eftir guðs- þjónustu og gott með kaffinu/ djúsnum á eftir. Þriðjudagur: Kyrrð- arstund kl. 12, samvera með bingói kl. 13. Fimmtudagur: Núvitund kl. 18.15-18.45, 12 spora kynningar- fundur kl. 19.15-21.15. Öllum opið. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Karl V. Matthíasson. Tón- listarflutningur í umsjá barnakór- stjóranna Sigríðar Soffíu og Svan- fríðar Gunnarsdóttur. Þær munu kynna starf barnakórsins í vetur. Mömmur, pabbar, afar og ömmur velkomin. Kaffisopi í boði eftir messuna. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsti sunnudagaskólinn á þessu hausti og sér Bylgja Dís og hennar fólk um fjölbreytta dagskrá, skemmtilega og uppbyggjandi fyrir börnin. Foreldrar og afar og ömmur hvött til að koma með börnum sín- um. Sr. Þórhildur Ólafs messar. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Hressing eftir stundirnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Dagskrá fyrir börnin í umsjá Ragnheiðar Bjarnadóttur og Rósu Árnadóttur. Fermingarbörn og foreldrar/forráðafólk þeirra eru sér- staklega boðin velkomin. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30. Messa miðvikudag kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía, kór Háteigskirkju leiðir messusöng. Organisti Guðný Einarsdóttir. Prestur Eiríkur Jó- hannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Kl. 11 hefst sameiginlegur sunnudaga- skóli Digranes- og Hjallakirkju með fjölskyldumessu í Hjallakirkju. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir og sr. Helga Kolbeinsdóttir æskulýðsprestur sjá um stundina ásamt leiðtogum sunnudagaskólans, þeim Bryndísi, Söru Lind og Höllu Marie. Hoppu- kastali og kanilsnúðar. Öll börn fá Kærleiksbókina mína í gjöf frá kirkj- unni. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Fjöl- skyldusamvera kl. 13 með áherslu á dagskrá fyrir alla aldurshópa. Gleði og gaman, lofgjörð og fyr- irbænir. Hugleiðing, orð og bæn. At- hugið að vetrarstarfið hefst form- lega þennan dag og munu samkomur framvegis vera á sunnu- dögum kl. 13. Heitt á könnunni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 20 með Vox Felix. Arnór organisti leiðir þennan ungmennakór í söng. Fermingarbörn vetrarins og fjöl- skyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að koma. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson leiðir ásamt sunnudagaskólakennurum. Mál dagsins hefst þriðjudaginn 3. september kl. 14.30. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, söngur, gildin í lífinu hugleidd og sunnudagaskóli. Léttur hádegis- verður í boði. Félagar úr Fílharm- óníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur þjónar ásamt messuþjón- um og kirkjuverði. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarneskirkju leiða tónlistarflutning. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Þriðjudagur 3. september kl. 20. Kyrrðarbæn. Kristin íhugun. LÁGAFELLSKIRKJA | Fögnum bæjarhátíð í Mosfellsbæ, Í túninu heima. Guðsþjónusta í Lágafells- kirkju kl.11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Þorvaldur Örn Davíðs- son organisti spilar og stjórnar al- mennum söng og kórsöng kirkju- kórs Lágafellssóknar. Meðhjálpari Hildur Salvör Backman. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Fyrsti sunnudaga- skóli vetrarins. Söngur, leikur, sögur. Umsjón hafa: Katrín H. Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnars- son sem leikur undir söng. Í mess- unni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar organista. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir og um- ræðuefnið er óvæntar uppákomur í veislum. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristins- sonar organista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Óli og Jóhanna leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predik- ar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti: Tómas Guðni Egg- ertsson. Barn verður borið til skírn- ar í athöfninni. SELTJARNARNESKIRKJA | Söngstund barnanna á bæjarhátíð í Albertsbúð í Gróttu laugardag kl. 12-12.30. Sveinn Bjarki mætir með gítarinn. Uppskeruguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 í græna hverfinu á bæjarhátíð. Sóknar- prestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið og flygilinn. Sveinn Bjarki, Erla María, Þórdís og Tómas sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffi- veitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Grænmet- ismarkaður til styrktar Innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt fræðurum sunnudagaskól- ans. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíðs Sig- urgeirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 17. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Máls- verður á 1.000 kr. í safnaðarsal að messu lokinni. „Guð stendur gegn dramblátum en auð- mjúkum veitir hann náð.“ (1Pét 5.5b) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Lágafellskirkja í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.