Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 30

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 ✝ Einar Þor-steinsson, héraðsráðunautur og bóndi, fæddist 31. ágúst 1928 í Holti í Mýrdal. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hjallatúni í Vík 24. ágúst 2019. Foreldrar Ein- ars voru hjónin Þorsteinn Ein- arsson, f. 25.9. 1880, d. 7.1. 1943, bóndi í Holti í Mýrdal, og Jóhanna Margrét Sæmundsdóttir, f. 14.8. 1895, d. 1.7, 1982, húsfreyja í Holti og síðar í Nikhól. Systkini Einars: Sæmundur, f. 24.8 1918, d. 22.4. 2016, bóndi á Hryggjum í Mýrdalshreppi; Elín, f. 24.8. 1918, d. 11.7. 2012, húsfreyja í Skógum undir Eyjafjöllum; Hörður, f. 8.10. 1920, d. 6.10. 2018, fv. bóndi í Nikhól í Mýr- dal, og Vilhjálmur, f. 15.3. 1923, d. 16.11. 1987, rafvirki í Reykjavík. Eiginkona Einars er Eyrún Sæmundsdóttir, f. 6.6. 1934, á Hvolsvelli. 4) Elín, f. 8.3 1967, skólastjóri og ferðaþjónustu- bóndi, búsett í Sólheimahjá- leigu en maður hennar er Jón- as Marinósson ferðaþjónustu- bóndi, börn þeirra Jóna Sól- veig, Einar Freyr, Snorri Björgvin, Jóhann Bragi, Jónas Orri og Brynjar Darri og barnabörnin átta. 5) Unnur Björk Arnfjörð, f. 1.5. 1976, kennari í Hafnarfirði, en maður hennar er Páll Sæmundsson viðskiptafræðingur og börnin Sæmundur Petr, Einar Jón og Jóhann Elí Pálssynir. Einar ólst upp í Holti. Hann lauk námi frá Samvinnuskólann í Reykjavík og Bændaskólanum á Hvanneyri. Þaðan lá leiðin i framhaldsnám til Danmerkur og lauk Einar kandidatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1956. Hann starfaði sem héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands alla sína starfsævi, alls 41 ár. Jafnframt stóð hann fyrir búi í Sólheimahjáleigu ásamt eiginkonu sinni. Útför hans fer fram frá Skeiðflatarkirkju í dag, 31. ágúst 2019, klukkan 13.30. Jarðsett verður í Sólheima- kapellugarði. húsfreyja og ferða- þjónustubóndi, þau gengu í hjónaband í Danmörku 24. september 1955. Foreldrar Eyrúnar voru hjónin Sæ- mundur Elías Jóns- son, f. 31.12. 1897, d. 29.1. 1984, bóndi í Sólheimahjáleigu, og Áslaug Magnús- dóttir, f. 9.12. 1905, d. 27.8. 1969, húsfreyja. Börn Einars og Eyrúnar eru: 1) Áslaug, f. 13.10. 1958, þroskaþjálfi í Vík í Mýrdal en maður hennar er Sigurður Hjálmarsson, fyrrverandi sjúkraflutningamaður, og börn þeirra Kristín Jóna, Sæunn Elsa og Eiríkur Vilhelm, barna- börnin eru sjö talsins. 2) Jó- hanna Margrét, f. 15.11. 1959, blaðamaður í Reykjavík, en maður hennar er Þórður Grétarsson, fararstjóri og fast- eignasali, og börn þeirra Jón Einar og Brynhildur. 3) Jón Bragi, f. 6.4. 1963, verkamaður Lítil hönd í stórum lófa á leið heim í hús úr fjárhúsunum. Nokk- ur valhoppsspor tekin á leiðinn, pabbi þreyttist aldrei á að val- hoppa með mér. Ég valhoppa líka stundum með mínum strákum, það þurfa jú allir að kunna það, enda kenndi hann pabbi mér það ásamt svo mörgu öðru mikilvægu í lífinu eins og að fara með bæn- irnar, smala kindum, hvað bæirn- ir í kring hétu, fjöllin og árnar. Pabbi var einstakur maður. Hann var fylginn sér, fór sér hægt en ákveðinn í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur að kenna öðrum bændum að rækta landið sitt, græða upp rofa- börð, skera njóla eða halda Þjóð- vegi 1 austan Jökulsár lúpínulaus- um. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin fullorðin hversu merkilegur maður hann pabbi var, í mínum huga var hann bara pabbi minn, stór og sterkur sem vissi svo margt. Hann var heldur ekkert að flíka afrekum sínum. Ég var orðin hálffullorðin þegar ég vissi að hann hefði fæðst í torfbæ og búið þar til ársins 1940. Mér fannst ekkert nema sjálfsagt að hann væri hámenntaður en það var svo sannarlega ekki sjálfsagt mál fyrir ungan sveitapilt. Þá fengust enginn námslán og þeir sem ætluðu að mennta sig þurftu að hafa mikið fyrir því. En eins og allt annað sem pabbi ætlaði sér þá vann hann hörðum höndum og braust til menntunar, ekki bara á Íslandi heldur fór hann alla leið til Danmerkur. Heimilið okkar í Sól- heimahjáleigu var alltaf pínulítið danskt, þangað komu danskir gestir og Danmörk og danska tungan var í hávegi höfð. Það var hluti af lífinu. Pabbi fór sér hægt en hann var lúmskt ákveðinn. Ég gleymi ekki þegar hann króaði mig af inn í glugghúsi og fékk mig til að skrifa undir meðmæli fyrir ákveðinn forsetaframbjóðanda sem ég ætl- aði mér alls ekki að kjósa. Sumir hefðu sagt nei, en ég hefði aldrei getað sagt nei við hann pabba. Ég sagði honum hins vegar að ég ætl- aði mér ekki að kjósa viðkomandi þó svo ég hefði skrifað undir með- mælabréfið og tók hann því vel. Það var alltaf gaman að vera ná- lægt pabba í kringum kosningar og var oft líf og fjör í símanum hjá honum þegar hann var að afla at- kvæða, hann átti greiða inni hjá mörgum og veit ég að Framsókn naut góðs af því. Lengi vel fékk hann mig til að kjósa Framsókn og í hvert sinn sem ég var búin að því hringdi ég í hann og lét hann vita að ég hefði kosið og kosið rétt. Ekki var verra að geta sagt honum að ég hefði farið í kosningakaffi og hitt fram- bjóðendur. Ég var sannarlega heppin að fá að verða dóttir hans pabba míns. Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hversu mikil áhrif hann hafði á mig. Hann kenndi mér að elska land og þjóð, taka þátt í samfélaginu, vera góð við menn og dýr og hann lagði mikið upp úr því að koma vel fram og vera kurteis. Pabbi lagði mikið upp úr snyrtimennsku og vildi hafa hlutina í röð og reglu í kring- um sig enda var bærinn okkar fal- legur. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur pabba í bili, en ég veit að það er tekið vel á móti honum á nýjum stað. Hann er örugglega farinn á fullt í félagsmálin og byrj- aður að gera heiminn hinumegin aðeins betri. Unnur Björk. Ég er ættaður úr Mýrdalnum. Afi minn, Haukur Magnússon, var fæddur í Reynishverfinu og ein systra hans, Áslaug, bjó ásamt Sæmundi manni sínum í Sól- heimahjáleigu. Sem lítill strákur heyrði ég ýmsar sögur úr Mýr- dalnum, m.a. þegar mamma var send 5 ára gömul í sveit, þar sem hún dvaldi næstu sumur, fyrst hjá Áslaugu og Sæmundi og síðar hjá Eyrúnu dóttur þeirra og Einari. Sögurnar heilluðu og síðar þegar við fjölskyldan ferðuðumst um landið var oft komið við hjá frændfólkinu í Sólheimahjáleigu. Allt var þar með myndarbrag. Eftir sveigju á veginum blasti við nýleg stór vélageymsla og fjár- hús. Því næst lítil brú og túnin. Á vinstri hönd gamaldags stílhreinn bóndabær, en til hægri nútíma- legt íbúðarhús með fallegum gróðursælum garði. Uppi á hól sást fjárhús með torfþaki. Heildarmyndin afar falleg og bar vott um virðingu fyrir umhverf- inu. Ég óskaði eftir að fá að dvelja hjá þeim og var það auðsótt. Vist- in hjá þessu góða fólki, í alls fjög- ur sumur, varð mér dýrmæt. Einar var myndarbóndi og framsýnn í verkum sínum, óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Eflaust tengdust mörg til- raunaverkefnin í Sólheimahjá- leigu starfi hans sem landbúnað- arráðunautur. Það þótti í frásögur færandi, þegar þau ásamt ná- grönnum réðust í að rækta tún á Sólheimasandi. Tilraunir voru gerðar með skjólbelti, þar sem græðlingar voru settir niður svo auka mætti skjól á túnum. Það var eitt fyrsta verkefni mitt í sveitinni að reyta gras í kringum litlu plönturnar. Fyrir 12 ára gutta virtust girðingarnar með skjólbeltunum óendanlega langar og var ég sannfærður um að græðlingarnir myndu aldrei ná sér á strik. En Einar vissi betur. Um það vitnar ræktunin í dag. Mörg verkefnin snérust um að viðhalda fallegri ásýnd á bænum, svo sem að mála fjárhús, hlöðu og vélageymslu. Einar fól mér einnig að laga girðingar og bera möl í heimkeyrsluna, auk þess að hugsa um skepnurnar á bænum: kálfa, heimalninga, hænsni og kýr. Þessi reynsla kenndi mér að gef- ast ekki upp þó að verkefnin virt- ust stór. Lífið í sveitinni var þó fjarri því að vera bara vinna. Þau Eyrún og Einar sáu m.a. til þess að ég hefði hest til umráða. Fyrst gamla gæð- inginn hann Fálka, keppnishest sem ég held að Einar hafi átt sjálfur. Dóttirin Elín hafði mikinn áhuga á hestum og þau hjónin hvöttu okkur til að fara á bak. Minningar um útreiðatúra á fal- legum sumarkvöldum gleymast seint. Eitt sinn fengum við að fara í ævintýralega ferð með hesta- mannafélaginu og vorum þau yngstu í hópnum. Þegar fram liðu stundir gerði ég mér æ betur grein fyrir því mikilvæga frumkvöðlastarfi sem Einar vann sem ráðunautur. Og er það mun víðfeðmara en ég næ að lýsa hér. Þar hefur vafalítið munað um kandídatsnámið hans við Landbúnaðarháskólann í Danmörku og þær hugmyndir og framsýni sem hann kynntist þar. Einar, Eyrún og börnin þeirra hafa alltaf sýnt mér og mínum mikla tryggð, sem ég er afar þakklátur fyrir. Það var mikil gæfa að hafa kynnst þessum heið- urshjónum og eignast vináttu þeirra. Ég votta Eyrúnu og fjöl- skyldu hennar einlæga samúð mína. Megi minningin um mætan mann lifa. Rúnar Birgisson. Einar Þorsteinsson, ráðunaut- ur, er genginn. Það var sumarið 1958 að haldin var landbúnaðar- sýning á Selfossi. Búnaðarsam- band Suðurlands stóð fyrir sýn- ingunni. Það vakti nokkra athygli, að framkvæmdastjóri sýningarinnar var ungur ráðu- nautur nýkominn heim frá námi í landbúnaðarfræðum í Dan- mörku. Undirbúningur og stjórn sýningarinnar var hans frumraun og hún tókst með ágætum að öllu leyti. Einar Þorsteinsson var hug- sjónamaður, sívinnandi eljumað- ur, unni sínu héraði og vann því og bændum sérstaklega alla sína tíð. Einar var líka ræktunarmað- ur og lagði sitt af mörkum til að klæða landið gróðri, ekki bara sem ráðunautur. Hann vann líka að þessu hugðarefni sínu í Lions- hreyfingunni með uppgræðslu í Mýrdal og víðar. Ég kynntist Einari vel síðustu ár mín sem ráðunautur, og síðar, þegar við unnum saman að verkefni með bændum í Meðallandi, feldfjár- rækt. Einar hugsaði alltaf um hvað gæti gagnast bændum, ekki sinn hag, eða tímana sem hann vann. Það fór ekki hjá því að ég var oft gestur á heimili Einars. Það var reisn og myndarbragur á öllu hjá þeim hjónum. Gestrisni þeirra, Einars og Eyrúnar, var viðbrugðið. Fyrir nokkrum dög- um sótti ég fund með feldbænd- um, sem haldinn var í Sól- heimahjáleigu á heimili dóttur Einars og dóttursonar. Veiting- arnar voru í boði þeirra. Þar var Einar heiðraður fyrir störf sín að feldræktinni. Hann gat ekki veitt viðurkenningunni viðtöku, það gerði Eyrún. Táknrænt fyrir starf Einars, Eyrúnar og fjöl- skyldu þeirra. Við Gerður vottum minningu Einars virðingu og þökkum störf hans, vottum Eyrúnu og fjöl- skyldu samúð og þökkum ánægjulega viðkynningu og gest- risni. ... orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sveinn Hallgrímsson Ég hef átt góðu að mæta í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal í fulla sex áratugi, fyrst hjá sómahjónunum Sæmundi Jónssyni og Áslaugu Magnúsdóttur og síðar hjá arf- tökum þeirra, Einari Þorsteins- syni og Eyrúnu Sæmundsdóttur. Þaðan varðveiti ég margar minn- ingar um notalegar samveru- stundir við samræður og veiting- ar. Nú er vinur minn Einar horfinn heimi, sá síðasti af systk- inahópnum frá Holti og Nikhól. Systirin Elín, nágranni til margra ára í Skógum, hlý og hugulsöm, gleymist ekki. Safnarinn í Skóg- um naut hjá öllu þessu góða fólki skilnings og velvildar. Einar Þorsteinsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær stjúpsonur okkar, bróðir og stjúpbróðir, EYMUNDUR SNATAK MATTHÍASSON KJELD, er látinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 15 þriðjudaginn 3. september. Þórir Bjarki Matthíasson Halldór Blöndal Marcella Iñiguez Pétur Blöndal Matthías Kjeld Ragnhildur Blöndal Alfred Jens Kjeld Stella Blöndal Alexandra Kjeld Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, BJARNI GÍSLASON málarameistari, til heimilis á dvalarheimilinu Grund, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 25. ágúst. Útförin fer fram í Vídalínskirkju miðvikudaginn 4. september klukkan 13. Þórir Bjarnason Sigrún Gunnlaugsdóttir Anna Kristín Bjarnfoss Carsten Frøslev afabörn og langafabörn Trausti Gíslason Svava S. Gestsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, fv. hæstaréttardómari, lést á Landspítalanum 29. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Fríða Halldórsdóttir Jón Guðmundsson Kristín Björk Gunnarsdóttir Halldór Guðmundsson Valrós Sigurbjörnsdóttir Árni Guðmundsson Guðrún Hannesardóttir Einar Rúnar Guðmundsson Hildur Elín Vignir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR AÐALSTEINSSON, Stekkjarholti 20, Akranesi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þriðjudaginn 20. ágúst. Útför fer fram í Akraneskirkju þriðjudaginn 3. september. Guðrún Jónatansdóttir Aðalsteinn Haraldsson Edda Bachmann Haraldur Már Haraldsson Hugrún Eva Haraldsdóttir Hörður Helgason og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR, Borgarvegi 36, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 6. september klukkan 13. Magnús Þór Sigmundsson Jenný Borgedóttir Brynar Sigmundsson Anne Sigmundsson Ósk Sigmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, LÚÐVÍK GIZURARSON hæstaréttarlögmaður, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir Dóra Lúðvíksdóttir Einar Lúðvíksson tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.