Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Körfuknattleikskonan Bryndís Guð- mundsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir afar farsælan feril með Keflavík, KR, Snæfelli, belgíska liðinu Royal Charleroi og íslenska landsliðinu en hún er 31 árs gömul. Hún á að baki 44 landsleiki fyrir Ísland en gömul krossbandsslit hafa dregið ákveðinn dilk á eftir sér og eru ein ástæða þess að hún hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna á þessum tímapunkti. „Þetta var erfið ákvörðun að taka og mann kítlar alveg vel í puttana núna þegar tímabilið er að fara af stað,“ sagði Bryndís í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að sama skapi þarf maður líka að hugsa um heils- una enda er hún númer eitt tvö og þrjú. Ég er með barn og fjölskyldu og núna fer maður að sinna því. Núna verður maður heima hjá sér seinni partinn og notar svo kvöldin í það að skella sér á leiki og horfa á úr stúkunni sem verður ágætis til- breyting. Þó það sé erfitt að kveðja körfuboltann er kannski kominn tími á að fara að snúa sér að ein- hverju öðru og finna sér kannski ný áhugamál.“ Tvennurnar eftirminnilegar Bryndís sleit krossband árið 2007 og gáfu læknar henni fimm til fimm- tán ár í körfuboltanum eftir það. Hún var í leikmannahóp íslenska landsliðsins sem tók þátt á Smá- þjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar þar sem Ísland hreppti silfur en Bryndís fór að finna fyrir meiðslum í hné í aðdraganda móts- ins. „Ég fann mjög lítið fyrir þessum meiðslum á síðasta tímabili enda dreifist álagið jafnt og þétt yfir vet- urinn. Ég fór í myndatöku í janúar á þessu ári og eftir hana var mér tjáð af læknum að það væri kominn tími til þess að huga að því að draga að- eins úr hlaupunum og álaginu. Dag- inn áður en við förum svo út á Smá- þjóðaleikana þá byrja ég að finna fyrir eymslum í hnénu og þetta versnaði mikið eftir því sem leið á keppnina. Það var læknir þarna úti sem skoðaði myndirnar aftur af hnénu á mér og eftir samtal við hann var ákvörðunin um að hætta ekki erfið heldur meira leiðinleg.“ Ferill Bryndísar er afar glæstur en sex sinnum hefur hún orðið Ís- landsmeistari og fjórum sinnum bik- armeistari. Þá hefur hún átta sinn- um verið valin í úrvalslið efstu deildar. „Það er alltaf gaman að vinna titla en tímabilið 2010-2011 með Keflavík var ákveðinn hápunktur. Þegar að við urðum bikarmeistarar það ár var ansi langt síðan Keflavík vann þann titil síðast, sem gerði sigurinn ennþá sætari fyrir vikið. Við unnum auðvit- að tvöfalt það ár og urðum Íslands- meistarar líka þannig að það var frá- bært ár fyrir mig, sem og tímabilið 2015-2016 með Snæfelli þar sem við urðum einnig Íslands- og bik- armeistarar en það var í fyrsta og eina skiptið sem kvennalið Snæfells hampar bikarmeistaratitlinum.“ Framtíðin björt í Keflavík Bryndís eignaðist sitt fyrsta barn í janúar 2018 og viðurkennir að það hafi stundum verið erfitt að skipu- leggja sig á síðustu leiktíð en þrátt fyrir það er hún sátt með árangur Keflavíkurliðsins á síðasta tímabili. „Þetta hefur verið ákveðið púslu- spil, undanfarin ár, sérstaklega eftir að maður hætti í skóla og byrjaði að vinna fulla vinnuviku. Tímabilið í fyrra gekk vel enda voru æfing- artímarnir oftast þannig að ég komst heim í kvöldmat og gat háttað barnið og komið því í svefninn og það hjálpaði mikið. Þetta hefði verið annað ef ég hefði verið á æfingum á kvöldin og þá hefði þetta eflaust ver- ið erfiðara. Heilt yfir er ég mjög sátt með síðasta tímabil þótt það hefði verið gaman að verða meistarar en við stóðum okkur mjög vel og annað sætið á Íslandsmótinu er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Per- sónulega gekk mér mjög vel að vera valin í lið ársins, nýkomin úr barn- eignarfríi, er eitthvað sem ég get verið mjög stolf af.“ Keflavík fór alla leið í úrslit Ís- landsmótsins á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði 3:0-fyrir Val í úrslit- um. Þá endaði liðið í öðru sæti deild- arkeppninnar en Bryndís gengur sátt frá borði og ítrekar að framtíðin sé björt í Keflavík. „Ég tel að framtíðin sé björt í Keflavík og ég vona bara núna að aðrir leikmenn stígi upp og taki við keflinu af mér og gerist leiðtogar innan vallar sem utan. Það er fullt af leikmönnum í liðinu sem hafa allt til bruns að bera til þess að vera frá- bærir leiðtogar fyrir Keflavík um ókomin ár. Það vantaði aðeins upp á það hjá okkur í vetur að einhver væri tilbúin að taka af skarið þegar mest á reyndi en ég hef mikla trú á þessum stelpum og óska þeim alls hins besta,“ sagði Bryndís í samtali við Morgunblaðið. Nýtt áhugamál á döfinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex Bryndís er sexfaldur Íslandsmeistari og fjórfaldur bikarmeistari.  Fimmtán ára körfuknattleiksferill Bryndísar Guðmundsdóttur á enda Ásdís Hjálmsdóttir tryggði sér í gær gullverðlaun í spjótkasti á sænska meist- aramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Karlstad í Svíþjóð. Ásdís kastaði 57,49 metra, tæplega fimm metrum lengra en Anna Wessman sem varð önnur. Spjótkastarinn var nokkuð frá sínu besta í gær, en Íslandsmet hennar í greininni er 63,43 metrar. Þrátt fyrir það hefðu öll þrjú köstin hennar á mótinu dugað til sigurs. Ásdís hefur lengst kastað 59,27 metra á þessu ári. Það hefur verið nóg að gera hjá Ásdísi síðustu vikur, en hún var hluti af íslenska landsliðshópnum sem vann til gull- verðlauna í Evrópubikar landsliða fyrir þremur vikum. Krækti í gull í Svíþjóð Ásdís Hjálmsdóttir Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar verða bæði í eldlínunni á morgun þegar þau hefja leik í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik. Haukar taka á móti tékkneska liðinu Talent Plzen á Ásvöllum á meðan FH heimsækir Belgíu þar sem liðið mætir Visé. Mótherjar Hauka, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, Talent Plzen, urðu tékkneskir meistarar síðasta vor. Þetta er sjötta ár- ið í röð sem tékkneska liðið tekur þátt í EHF-bikarnum. Á þess- um sex árum hefur liðið fimm sinnum fallið úr leik í annarri um- ferð keppninnar og einu sinni hefur liðið komist áfram í þriðju umferðina. Mótherjar FH, Visé, tóku þátt í Áskorendakeppni Evrópu á síðustu leiktíð þar sem liðið fór alla leið í sextán liða úrslit keppninnar. Þar féll Vise úr leik fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda en takist FH að slá Visé úr leik í fyrstu umferðinni mætir liðið Arendal í annarri umferð keppninnar. Evrópuslagur í Firðinum Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson setti í fyrradag nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi á Opna franska meistaramótinu sem nú stendur yfir í París í Frakklandi. Patrekur kom í mark á 58,28 sekúndum en hann keppir í flokki T11 (alblindir) þar sem keppendur eru með svo- kallaðan meðhlaupara sem tryggir að kepp- andi hlaupi innan sinnar línu. Meðhlaupari Patreks er Helgi Björnsson, en ekki er langt síðan þeir byrjuðu að hlaupa saman. Patrekur setti met í þessari vegalengd fyrir rúmu ári sem þá var 1:02,80 mínútur og því hefur hann bætt sig um meira en fjórar sekúndur síðan þá, en lágmarkið fyrir HM í Dubai sem fram fer í nóvember á þessu ári er 57,00 sekúndur. Patrekur hefur til 30. september til þess að ná lágmarkinu. Setti Íslandsmet í París Patrekur Andrés Axelsson  Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einu höggi frá því að fara í gegnum niðurskurðinn á Scandic PGA-meistaramótinu á LET- Access-mótaröðinni, þeirri næststerk- ustu í Evrópu, í Svíþjóð í gær. Guðrún lék fyrsta hringinn í gær á 71 höggi, einu höggi undir pari, og stefndi í gegnum niðurskurðinn. Hún lék hins vegar á 75 höggum í dag og lauk leik á tveimur höggum yfir pari.  Enski knattspyrnumaðurinn Chris Smalling er genginn í raðir Roma á Ítalíu frá Manchester United á láns- samningi sem gildir út tímabilið. Roma greiðir United tæpar þrjár milljónir punda fyrir lánssamninginn. Smalling hefur leikið 323 leiki með United síðan hann kom til félagsins frá Fulham fyrir níu árum. Hann hefur orð- ið enskur meistari tvisvar og auk þess unnið bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina. Smalling er fjórði leikmaður United til að fara til Ítalíu upp á síðkastið. Romelu Lukaku og Alexis Sánchez fóru til Inter Mílanó og Matteo Darmi- an til Parma.  Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hring sinn á Cambia Portland-Classic mótinu í golfi aðfaranótt föstudags, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía spil- aði flott golf og lék á 71 höggi, einu höggi undir pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og var í 68.-103. sæti. Fyrir annan dag mótsins miðaðist niðurskurðarlínan við tvö högg undir par. Ólafíu hefur aðeins einu sinni tekist að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim átta LPGA-mótum sem hún hefur tekið þátt á í ár en þá endaði hún í 74. sæti. Eitt ogannað Morgunblaðið/Eggert Ferna Rúnar Kárason var atkvæðamikill fyr- ir Ribe-Esbjerg og skoraði fjögur mörk. Í gær var dregið í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Nokkur Íslendingalið voru í hattinum og voru helstu tíðindin þau að tvö þeirra drógust saman í riðil með Manchester United. Það voru AZ Alkmaar, lið Alberts Guðmunds- sonar, og Astana, lið Rúnars Más Sigurjónssonar. Liðin eru í L-riðli ásamt Partizan frá Serbíu. Af hinum Íslendingaliðunum eru Jón Guðni Fjólu- son og lið Krasnodar frá Rússlandi í C-riðli með Basel frá Sviss, Getafe frá Spáni og Trabzonspor frá Tyrklandi. CSKA Moskva, lið Arnórs Sigurðssonar og Harð- ar Björgvins Magnússonar, er í H-riðli ásamt tveim- ur andstæðingum sem slógu út íslensk lið. Annars vegar er það Ludogorets frá Búlgaríu, sem sló út Val í 2. umferð undankeppninnar, og Espanyol frá Spáni sem sló út Stjörnuna í sömu umferð. Fjórða liðið í riðlinum er svo Ferencváros frá Ungverja- landi. Arnór Ingvi Traustason og lið Malmö eru í B-riðli með Dynamo Kíev frá Úkraínu, FC Kaupmannahöfn frá Danmörku og Lugano frá Sviss. yrkill@mbl.is Albert og Rúnar á Old Trafford Ljósmynd/@EuropaLeague Eftirvænting Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í AZ Alkmaar eru á leið til Manchester.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.