Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 40
ÍBV. Við spilum hann fyrst og sjáum svo til hvernig staðan verður. En jú, Blikaleikurinn verð- ur mikilvægur og ég hef verið mjög spennt fyrir lokakafla deild- arinnar nú seinni hluta sumars. Við mætum í leikina með því hugarfari að vinna. Við erum sam- stilltar í Valsliðinu hvað það varðar,“ sagði Elín, en Valsliðið var ekki í þessari stöðu í fyrra þrátt fyrir að vera með öfluga leik- menn. Í síðustu umferðunum í fyrra átti liðið ekki möguleika á titlinum. Nú er allt annað uppi á teningnum. „Við höfum slípað okkur betur saman enda höfum við haft lengri tíma sam- an. Pétur (Pétursson þjálfari) hefur fundið rétta taktinn fyrir liðið og mér finnst liðsheildin vera orð-  Landsliðskonan Elín Metta Jensen fékk fjögur M í þremur leikjum í ágúst ÁGÚST Kristján Jónsson kris@mbl.is Elín Metta Jensen er leikmaður ágústmánaðar í Morgunblaðinu, en hún fékk M fyrir frammistöðu sína með Val í öllum þremur leikjum liðsins í mánuðinum og alls fjögur M. Blaðið náði í gær tali af Elínu, sem nú er í miðju landsliðsverk- efni og skoraði einmitt tvö mörk og lagði upp eitt gegn Ungverjum. Valur er í efsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir og á eftir að mæta ÍBV heima, Breiðabliki úti og Keflavík heima. Valur er með 43 stig og hefur tveggja stiga forskot á Breiðablik. „Ég hef verið mjög ánægð með okkur í sumar. Ég er hrikalega ánægð með spila- mennsku liðsins og vona bara að það haldi áfram. Enn eru þrír leikir eftir og eins og allir vita er toppbaráttan mjög spennandi. Við þurf- um að halda rétt á spilunum á lokametr- unum,“ sagði Elín, sem óttast ekki sérstaklega að Valsliðið missi taktinn á meðan gert er hlé á deild- inni vegna landsleikja. Liðið spilaði virkilega vel í í síðustu leikjunum fyrir hlé. „Ég held að það sé jafn krefjandi fyrir öll lið. Slíkt getur gerst en leikmennirnir eru að æfa á fullu meðan á þessu stendur. Ég held að biðin eftir næsta leik reyni mest á hjá leik- mönnum allra liða. Þetta er ekkert sérstakt áhyggjuefni, held ég.“ Styttist í leikinn í Smáranum Valur og Breiðablik gerðu 2:2 jafntefli í fyrri umferðinni. Eru það einu stigin sem Valur hefur tapað á Íslandsmótinu. Þau mæt- ast í næstsíðustu umferð á Kópa- vogsvelli og er sá leikur nánast eins og bikarúrslitaleikur miðað við stöðuna í Pepsi Max deildinni. „Við eigum nú leik fyrst á móti in mjög góð. Hún hefur verið ótrúlega góð í sumar og með því besta sem ég hef upplifað hjá Val. Það skiptir mjög miklu máli. Við erum já- kvæðar inni á vellinum og hrósum hver annarri. Í liðinu eru sterkir per- sónuleikar og frábært að fá Lillý (Rut Hlyns- dóttur), Guðnýju (Árna- dóttur) og Öddu (Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur) inn í hópinn. Ég er mjög ánægð með þessa viðbót sem við feng- um ofan á þessa flottu leikmenn sem voru fyrir.“ Er markahæst Elín Metta hefur verið mjög ógnandi í sókninni hjá Val og er markahæst í deildinni með 15 mörk ásamt samherja sínum Hlín Eiríksdóttur. Er þetta besta sum- ar Elínar til þessa á ferlinum? „Já ég held að þetta sé með betri tíma- bilum hjá mér. Ég er ánægð með spilamennsku mína yfir höfuð og er að nýta færin mín vel. Mér finnst einnig gaman að geta lagt upp mörk fyrir liðsfélaga mína. Það verður skemmtilegra og skemmti- legra með aldrinum. Þetta snýst um að vinna leiki og ef maður getur spilað liðsfélaga sína uppi er það ógeðslega gaman. Eins og í leiknum í gær á móti Ung- verjalandi naut ég þess að leggja upp mark fyrir Hlín.“ Engin áform um að leika erlendis Elín stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Það að hún er að sækja sér góða menntun hér heima er það væntanlega vísbend- ing um að hún muni ekki spila með félagsliði erlendis næstu árin eða hvað? „Ég hef ekki verið að velta því fyrir mér. Til að byrja með vildi ég byrja í læknisfræðinni og athuga hvernig gengi að vera í boltanum samhliða náminu. Ég útiloka svo sem ekkert en mér líður voðalega vel í Val,“ sagði Elín Metta Jensen í samtali við Morgunblaðið. 3-4-3 Lið ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu Pepsi Max-deild kvenna 2019 Kelsey Wys Selfossi Ída Marín Hermannsdóttir Fylki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Breiðabliki Allison Murphy Selfossi Margrét Björg Ástvaldsdóttir Fylki Katrín Ómarsdóttir KR Elín Metta Jensen Val Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Guðný Árnadóttir Val Fanndís Friðriksdóttir Val Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum 5 Varamenn: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lilja Dögg Valþórsdóttir, KR Dóra María Lárusdóttir, Val Karólína Jack, HK/Víkingi Clara Sigurðardóttir, ÍBV Hlín Eiríksdóttir, Val 2 3 3 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3 3 3 3 3 4 Ein besta liðsheild sem Elín hefur upplifað hjá Val 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Það styttist í annan endann á knattspyrnusumrinu en heilt yfir hefur þetta sumarið verið hin mesta skemmtun. Það er ótíma- bært að fara að veita verðlaun fyrir allt milli himins og jarðar enda ennþá spenna á bæði toppi og botni í efstu deild karla og kvenna. Lesendur Morgunblaðs- ins þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur, ég mun dæla út mis- góðum verðlaunum í Bakverði dagsins, þegar tímabilinu lýkur í lok september. Það er hins vegar vert að nefna að aðeins hafa tvö lið gefið þjálf- ara sínum rauða spjaldið í sumar. Karlalið ÍBV lét Pedro Hipólito fara í lok júní og kvennalið HK/ Víkings rak Þórhall Víkingsson úr starfi um miðjan júlí. Það er óhætt að segja að þessar brott- vísanir hafi gert sama og ekkert, þar sem liðin sitja bæði pikkföst á botni úrvalsdeildar karla og úr- valsdeildar kvenna. Frá því að Hipólito var látinn fara frá ÍBV hefur liðið fengið 1 stig úr níu leikjum. Liðið hefur með öðrum orðum tapað átta leikjum og gert eitt jafntefli, gegn KA. Þá hafa Eyjamenn skor- að sex mörk og fengið á 16 mörk á sig. Frá því að Þórhallur var rekinn frá HK/Víkingi hefur liðið fengið eitt stig úr sex leikjum. Liðið hefur skorað fimm mörk og fengið á sig 21 mark þrátt fyrir að fimm leikmenn liðsins sitji alltaf til baka þegar liðið er í sókn. Hvort bæði lið væru á leið í 1. deildina ef þau hefðu ekki látið þjálfara sína fara skal látið ósagt en gengið gæti að minnsta kosti ekki verið mikið verra. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fjölnismenn eru með pálmann í höndunum í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso- deildarinnar, eftir stórsigur gegn Þrótti á Extra-vellinum í Grafarvogi í 19. umferð deildarinnar gær. Leiknum lauk með 6:0-sigri Fjölnis en staðan í hálfleik var 4:0, Graf- arvogsliðinu í vil. Albert Brynjar Ingason og Orri Þórhallsson skor- uðu báðir tvívegis fyrir Fjölnismenn í leiknum. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ígnacio Anglada voru á skotskónum þegar Leiknir fékk Hauka í heim- sókn á Leiknisvöll í Breiðholti en bæði mörkin í 2:0-sigri Leiknis komu í fyrri hálfleik. Þá gerðu Fram og og Víkingur Ólafsvík markalaust jafntefli á Framvelli. Úrslitin þýða að Ólsarar eru svo gott sem úr leik í baráttunni um sæti í efstu deild en liðið er með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppliði Fjölnis. Þegar rúmlega þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu berjast þrjú lið um það að fylgja Fjölnismönnum upp um deild. Grótta er með 34 stig og Þór er með 33 stig en bæði lið hafa leikið átján leiki. Leiknir er í fjórða sætinu með 33 stig eftir nítján leiki. Þá stefnir í harða baráttu milli Magna, Hauka og Aftureldingar um það hvaða lið fylgir Njarðvík niður um deild. Njarðvík er í neðsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir átján umferðir, Magni og Haukar eru með 16 stig, en Magnamenn eiga leik til góða á Hauka. Þá er Afturelding í ní- unda sæti með 18 stig eftir átján leiki. Línur farnar að skýrast á toppi jafnt sem botni Morgunblaðið/Arnþór Efstir Fjölnismenn sitja á toppi 1. deildarinnar með 38 stig. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla: Mustad völlurinn: Grindavík – KA ........L16 Samsung völlurinn: Stjarnan – FH ..L19:15 Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur ...................S16 Kórinn: HK – Víkingur R........................S16 Meistaravellir: KR – ÍA ..........................S17 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir S19:15 1.deild karla: Afturelding – Njarðvík ...........................L14 Keflavík – Þór ..........................................L16 Magni – Grótta.........................................L16 2.deild karla: Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – Vestri.L14 Nesfisk-völlurinn: Víðir – FjarðabyggðL14 Hertz völlurinn: ÍR – Þróttur V .............L16 Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – SelfossL16 HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar karla: Ásvellir: Haukar – Talent Plzen.............S16 GOLF Reykjavík Junior Open, tveggja daga viða- mikið opið mót fyrir ungmenni yngri en 21 árs, verður haldið í fyrsta skipti af Golf- klúbbi Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Leikið verður laugardag og sunnudag. Stefnt er að því að mótið verði árlegur við- burður. UM HELGINA! Elín Metta Jensen » Fædd 1. mars 1995 og er því 24 ára gömul » Leikur sem mið- herji með Val og landsliðinu » Er uppalin í Val og hefur leikið 132 leiki fyrir fé- lagið í efstu deild og skorað 100 mörk » Hefur leikið 43 A-landsleiki og skorað 12 mörk Marksækin Miðherjinn Elín Metta Jensen hefur hrellt markverði í allt sumar og hélt því áfram í leikjum Vals í ágústmánuði. Ljósmynd/Víkurfréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.