Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Niehoff stólar með
svörtu PU leðri
Þola allt að 140 kg
Verð frá 39.900 kr.
»Tríóið Hot Eskimos
lék sumardjass fyrir
gesti Salarins í fyrradag
og var ekki annað að sjá
en þeim væri vel tekið.
Tríóið lék útsetningar á
íslenskri popp-, rokk- og
pönktónlist auk er-
lendra laga og frum-
samins efnis. Tríóið
skipa Karl Olgeirsson
píanóleikari, Jón Rafns-
son kontrabassaleikari
og Kristinn Snær Agn-
arsson trommuleikari.
Þeir hafa starfað saman
í níu ár.
Hot Eskimos fluttu sjóðandi heitan sumardjass í Salnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heitir Hinir fingrafimu og sjóðheitu Hot Eskimos, Karl, Jón og Kristinn, léku af fingrum fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.
Lófatak Gestir voru hæstánægðir með tríóið og klöppuðu því lof í lófa. Tónleikarnir voru í röðinni Sumarjazz.
Heimildarmyndin Varda par Agnés
eftir kvikmyndagerðarkonuna Agn-
ési Varda verður sýnd á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík,
RIFF, sem fram fer 26. september til
6. október.
Varda lést í mars á þessu ári og
þótti með merkari kvikmynda-
gerðarmönnum sinnar kynslóðar.
Hún var frönskumælandi Belgi og
hluti af frönsku nýbylgjunni. Hún
hlaut á seinni hluta ævi sinnar marg-
vísleg verðlaun fyrir framlag sitt til
kvikmynda og tók við heiðursverð-
launum á kvikmyndahátíðinni í
Berlín í febrúar á þessu ári.
Merkiskona Agnés Varda heitin.
Varda par Agnés
verður sýnd á RIFF
The Man Who Killed Don Quixote,
eða Maðurinn sem myrti Don Kí-
kóta, var frumsýnd í Bíó Paradís í
gær. Kvikmyndin er ástríðuverkefni
leikstjórans Terry Gilliam og eitt
mesta álagaverkefni kvikmyndasög-
unnar. Gilliam margreyndi að gera
kvikmyndina á um 29 ára tímabili
og tókst loks að frumsýna hana í
fyrra á kvikmyndahátíðinni í Can-
nes. Gilliam hófst handa árið 1989
en tókst ekki að fjármagna myndina
að fullu. Árið 1998 hófst framleiðsla
á ný og voru þá í aðalhlutverkum
þeir Jean Rochefort og Johnny
Depp. Tökur hófust árið 2000 en af
ýmsum ástæðum þurfti að stöðva
þær, m.a. vegna flóða sem eyðilögðu
leikmyndir og tæki. Þá varð Roche-
fort að hætta vegna veikinda og ým-
is fjárhagsleg vandræði komu upp
á. Gilliam reyndi ítrekað að hefja
tökur á ný með leikurum á borð við
Depp, Ewan McGregor, Jack
O’Connell, Robert Duvall, Michael
Palin og John Hurt. Alltaf var þó
hætt við. Í mars 2017 tókst loks að
hefja tökur og lauk þeim 4. júní það
ár.
Kvikmyndin er lauslega byggð á
sögu Cervantes um Don Kíkóta og
segir af Toby nokkrum, auglýsinga-
leikstjóra með allt á hornum sér,
sem kemst í kynni við spænskan
skósmið sem heldur að hann sé Don
Kíkóti.
Ævintýri Adam Driver og Jonathan Pryce leika Toby og Don Kíkóta.
Ástríðu- og álagaverkefni
Gilliam í Bíó Paradís
Klassíski list-
dansskólinn
Dansgarðurinn
tekur yfir Mjódd
í dag með við-
burði sem nefnist
Mjóddamamma.
Dagskráin stend-
ur til kl. 13 og
munu ungir
dansarar leiða
viðburðinn að
mestu. Kl. 11 verður sýnd dans-
innsetning eftir Sögu Sigurðar-
dóttur með Forward Dance-hópn-
um og kl. 11.50 verður opinn dans-
tími í ballett og nútimadansi undir
leiðsögn ungra dansara. Frá kl. 11
til 13 verða sýndar dansstutt-
myndir í Bakarameistaranum.
Saga
Sigurðardóttir
Dansinn dunar á
Mjóddamömmu