Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 45

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. »Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst 28. ágúst með pomp og prakt og lýkur 7. september. Að vanda eru margar kvikmyndir þar heimsfrumsýndar og mæta stjörnurnar á rauða dregla að vanda. Tvær þeirra, Marriage Story og Ad Astra, voru frumsýndar í upphafi hátíðar og skarta báðar þekktum leikurum. Brad Pitt, aðalleikari Ad Astra, er þeirra á meðal og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum og sitja fyrir í myndatökum. Scarlett Johansson og Adam Driver, aðalleikarar Marriage Story, voru líka kát og prúðbúin á dreglinum. Stjörnurnar njóta sín á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum AFP Vinalegur Leikarinn Brad Pitt heillaði unga sem aldna fyrir frumsýningu á Ad Astra, nýjustu kvikmynd sinni, og sat góðfúslega fyrir með aðdáendum. Sjóuð Bandaríska leikkonan Scarlett Johans- son hefur gengið margan rauðan dregilinn. Glæsileg Ísraelska samkvæmisljónynjan Hofit Golan mætti til frumsýningar á Marriage Story í sínu fínasta pússi. Reffilegur Leikarinn Adam Driver fyrir frumsýningu Marriage Story. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari heldur tónleika í Þórs- hafnarkirkju í dag og í Raufar- hafnarkirkju á morgun. Tónleik- arnir eru í þremur lotum og geta gestir mætt kl. 16, 16.40 eða 17.10 eða á allar loturnar, að því er greint er frá í tilkynningu. Á dag- skrá eru 5. og 6. sellósvíta Bachs, leiknar á fjögurra og fimm strengja selló, sem og lög og ljóð eftir Stein- unni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. 8. september leikur Stein- unn svo í Ólafsfjarðarkirkju. Þrenna Steinunn Arnbjörg heldur tónleika í þremur lotum í þremur kirkjum. Heldur tónleika í þremur lotum Anna Jónsdóttir sópran, Þóra Pass- auer kontraalt, Friðrik Vignir Stef- ánsson orgelleikari og Páll Einars- son sellóleikari flytja Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi á tónleikum í Stykkishólmskirkju í dag kl. 16. „Í verkinu skiptast á ein- söngs- og tvísöngskaflar sem lýsa í tali og tónum þjáningu Maríu þar sem hún stendur við kross sonar síns og frelsara þar sem hann er píndur til dauða,“ segir í tilkynn- ingu. Flytja Stabat Mater í Stykkishólmskirkju Listafólk Hópurinn sem fram kemur. „Hvernig er Árnessýsla á bragðið?“ er heiti gjörnings sem framinn verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 14-16. Lista- mennirnir Tinna Ottesen og Gosie Vervloessem munu bjóða til sam- tals og smökkunar eftir að hafa ferðast um Hornafjörð og Árnes- sýslu á höttunum eftir náttúrulegu bragði þessara svæða, eins og segir í tilkynningu. „Þær hafa rýnt í sög- ur, skoðanir, hugmyndir og fleira sem hefur áhrif á bragð og bragð- skynjun og velt fyrir sér spurn- ingum eins og hvernig eru hug- myndir og skoðanir á bragðið? Getur matur verið ógeðslegur vegna þess að innihald hans stend- ur fyrir eitthvað sem þér líkar ekki?“ segir þar m.a. Vervloessem er belgískur gjörn- ingalistamaður sem fæst við lögmál eðlisfræðinnar til heimilisnota og skoðar náttúrufyrirbæri gagn- rýnum augum. Tinna fæst við rýmistengda frásögn innan hönn- unar, leikhúss, dans, gjörnings og kvikmyndar. Samstarfskonur Myndlistarkonurnar Gosie Vervloessem og Tinna Ottesen. Hvernig bragðast Árnessýsla?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.