Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 48

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 48
Hljómsveitin Mosi frændi heldur tónleika á Hard Rock Café í kvöld kl. 20 ásamt hljómsveitunum Blóð- mör og Saktmóðigum. Mosi frændi sendi frá sér sér fyrstu stúdíóplötu sína, Óbreytt ástand, fyrir tveimur árum og hyggur á útgáfu nýrrar plötu á næstunni sem mun bera titilinn Aðalfundurinn og verða lög- in á henni harðari og pönkaðri en fyrri lög sveitarinnar. Platan verður frumflutt í kvöld. Mosi frændi, Blóðmör og Saktmóðigur rokka LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er með barn og fjölskyldu og núna fer maður að sinna því. Núna verður maður heima hjá sér seinni partinn og notar svo kvöldin í það að skella sér á leiki og horfa á úr stúkunni, sem verður ágætis til- breyting,“ segir Bryndís Guð- mundsdóttir, landsliðskona í körfu- knattleik, um þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. »39 Landsliðskona lætur staðar numið Hljómsveitin Gaukshreiðrið leikur á fjórtándu og síðustu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu í dag kl. 15. Hljómsveitina skipa Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu, Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Anna Gréta Sigurðardóttir á píanó, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur. Gaukshreiðrið á Jómfrúartorgi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Edinborgarhátíðin er stærsta listahátíð heims sem haldin er árlega í ágúst hér í Edinborg. Innan hennar eru margir flokkar, meðal annars Edinburgh Fringe sem inniheldur jaðarlistir og stór hluti af því er uppi- stand. Núna vorum við nokkur ís- lensk sem komum þar fram, Ari Eld- járn, Bylgja Babýlons, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Laufey Haralds- dóttir,“ segir Ingibjörg Rósa Björns- dóttir uppistandari, sem býr í Edin- borg og var á hátíðinni með níu sýningar á Sense of Tumour, uppi- standi þar sem hún deilir með fólki ýmsum skondnum hliðum þess að greinast með krabbamein og því að fara í gegnum krabbameinsmeðferð. Ingibjörg Rósa lauk lyfjameðferð um miðjan júní, var í geislameðferð allan júlímánuð og fór í síðustu geisl- ana í byrjun ágúst, daginn sem Edin- borgarhátíðin hófst. „Ég tók tvær vikur í að hvíla mig aðeins en steig svo á svið með fyrstu sýninguna mína á afmælisdegi móð- ur minnar 17. ágúst,“ segir Ingibjörg Rósa sem greindist um síðustu jól með brjóstakrabbamein og hóf með- ferð í janúar. „Áður en ég byrjaði í lyfjameðferð var ég farin að hugsa alls konar fyndna krabbameinsbrandara, en ég fékk þessa brjálæðislegu hugmynd í byrjun febrúar að halda eina sýn- ingu. Ég prófaði að fara í það sem kallað er „open mic“, en þá fær mað- ur aðeins 5 mínútur, sem er of stutt, því fólk fær svo mikið sjokk um leið og ég byrja að tala um að ég sé með krabbamein. Það þarf lengri tíma og atrennu til að fá fólk til að slaka á og fá það til að hlæja að krabbameininu mínu, því ég er auðvitað að gera grín að mínu krabbameini og minni með- ferð, mínum viðbrögðum og hugs- unum. Ég er ekki að gera grín að krabbameini yfirhöfuð, enda ekkert fyndið við það.“ Hjálpaði í veikindunum Ingibjörg vildi líka í sýningunni sinni koma á framfæri ýmsum upp- lýsingum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir sem hefur ekki farið í gegnum þá reynslu að greinast með krabbamein. „Mér finnst að aðstandendur þurfi að vita hvað maður er að pæla þegar maður er staddur í þessu ferli, til dæmis hvaða aukaverkanir geta komið upp í lyfjameðferð aðrar en hárlos og uppköst. Sýningin mín er því ekki hefðbundið uppistand held- ur flokkast hún sem uppistand með frásögn. Það koma nokkrir kaflar þar sem fólk er ekki að hlæja heldur er ég að segja frá því á léttan hátt í hverju ég lenti og hvað ég upplifði. Eitt af því sem ég þurfti að pæla í var hvernig ég gæti undirbúið það að segja mögulega skilið við þetta jarð- líf. Þá komu upp mjög furðulegar hugsanir, og sumar ekkert rökréttar. Ég geri mér grein fyrir að þessi sýn- ing inniheldur mjög svartan húmor, en þannig er ég,“ segir Ingibjörg og bætir við að það hafi klárlega hjálpað henni heilmikið í því að takast á við veikindin að velta fyrir sér skondnu hliðunum á þeim og semja efni fyrir sýninguna Sense of Tumour. »12 Ingibjörg Rósa Með auglýsingamiðana sína fyrir uppistandssýninguna. Ég veit þetta er svartur húmor, þannig er ég  Kemur með sýningu sína Sense of Tumour til Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.