Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 15
18.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 fjörð, Dalvík og Akureyri en við breytinguna bættist við Þingeyjarsýslan, bæði suður og norður, þannig að nú nær umdæmið allt frá Siglufirði til Bakkafjarðar auk mikils hálendis. Þetta er næststærsta umdæmið hvað flatar- mál snertir,“ segir Halla og segir að á svæðinu búi um þrjátíu þúsund manns. Að ná til þolenda ofbeldis Hvaða vandamál fyrirfinnast hér? „Það eru nákvæmlega sömu vandamál og í höfðuborginni, bara í minna mæli. Allt sem fylgir mannlegri hegðun. Líkamsárásir, kyn- ferðisbrot, fíkniefnamál og heimilisofbeldi. Samfélagið hér er minna og hvað varðar heim- ilisofbeldi þá held ég að fólk sæki sér síður hjálp,“ segir Halla og segir ekki hafa gengið nægilega vel að ná til þessara þolenda. „Við vorum að opna Bjarmahlíð núna í apríl, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er- um að vonast til að ná til fólks, en það gæti tek- ið tíma. Bjarmahlíð er byggð að bandarískri fyrirmynd en ég hef lengi velt fyrir mér hvern- ig við gætum mætt þessari þörf. Ég vil ná til fólks í viðkvæmri stöðu,“ segir Halla og segist hafa lagt áherslu á þessi málefni síðan hún tók við. Bjarmahlíð er samstarfverkefni margra aðila; ríkisstofnana, ráðuneyta, sveitarfélags og frjálsra félagasamtaka. Þetta verkefni sýnir að þegar aðilar sameina krafta sína er hægt að gera svo miklu meira og betur fyrir þá sem á þurfa að halda. „Margir eiga erfitt með að ganga inn á lög- reglustöð og við sjáum fólk koma í Bjarmahlíð sem hefði kannski aldrei komið til okkar,“ seg- ir hún. „Svo þurfum við að fara að hugsa betur um ungt fólk sem á í fíkniefnavanda og er jafnvel líka með geðsjúkdóma. Við erum dálítið aft- arlega á merinni hérna á Íslandi varðandi þessi mál og margir að hugsa um að það þurfi að gera betur. Það eru of fá almennileg úrræði hér en oft endar fólk í þessum vanda í klefa hjá okkur þar sem við teljum að það eigi ekki heima. Við erum byrjuð að skoða hugmyndir um hvað sé hægt að gera. Sjúkrahúsið hér á Akureyri er ekki með lokaða öryggisdeild til að hýsa fólk sem er hættulegt sjálfu sér og öðrum og þarf þá að senda það suður. Fólk þarf þá að bíða hjá okkur og sama gildir um ungt fólk í fíknivanda,“ segir Halla og nefnir að í Bretlandi hafi mikið áunnist í þessum mál- um og vill hún gjarnan koma á verklagi sem virkar. „Í Bretlandi voru þau í sömu aðstöðu og við; að vera með fólk í klefunum sem átti ekki heima þar. Þar var tekin ákvörðun um að þrjá- tíu mínútum eftir að lögreglan tekur andlega veikan einstakling, eða einhvern í viðkvæmri stöðu vegna fíkniefnavanda, á heilbrigðiskerfið að taka við honum. Þar voru sköpuð úrræði, en við erum auðvitað fá og þetta eru dýr úrræði. Það eru allir sammála um að bæta þetta.“ Aldrei dauð stund Halla hefur nú gegnt embætti lögreglustjór- ans á Norðurlandi eystra frá 1. janúar 2015. Um sextíu manns vinna hjá embættinu og þar af eru rúmlega fimmtíu lögregluþjónar, lang- flestir þeirra karlar. „Fyrst þegar ég kom hingað voru mjög fáar konur í lögreglunni en þeim hefur mikið verið að fjölga. Nú í fyrsta skipti í september verður kona í rannsóknardeildinni hjá okkur og við erum að tala um árið 2019,“ segir Halla. Sjálf segist hún aldrei hafa fundið fyrir því að fólki finnist eitthvað athugavert við það að kona sé í stöðu lögreglustjórans og finnur að- eins fyrir velvild og virðingu. Hvernig er vinnudagur lögreglustjórans á Akureyri? „Ég mæti og kanna hvað hefur verið að ger- ast daginn áður eða helgina áður. Svo er fundað og fjöldinn allur af tölvupóstum sem þarf að svara. Við höfum engan starfs- mannastjóra þannig að ég sé um alls kyns mál- efni varðandi starfsfólkið, ásamt öðrum. Um- dæmið er stórt þannig að ég fer reglulega til Húsavíkur og heimsæki lögregluna þar og á fleiri stöðum. Oft fer ég suður á samráðsfundi og svo er líka mikil vinna í sambandi við til- raunaverkefni, eins og með miðstöðina Bjarmahlíð. Það er oft mjög mikið álag og áreiti, allan sólarhringinn. Starfið er mjög fjöl- breytt og aldrei dauð stund. Svo eru þúsund símtöl,“ segir hún og hlær. „Nýlega var opnað útibú Barnahúss hér á Akureyri. Það er mjög gaman að taka þátt í svona verkefnum,“ segir Halla. „Ég er líka að fara að berjast fyrir því að fá viðbyggingu við lögreglustöðina á Akureyri, hún er alltof lítil, enda byggð í kringum 1960. Það er mjög þröngt um okkur. Þá er mik- ilvægt að efla og fjölga lögreglumönnum hjá almennu deildinni og held ég að það þurfi ekki bara í mínu umdæmi heldur meira og minna á öllu landinu. Ég þarf að tala við fjár- málaráðherra.“ Spurð um erfiðustu mál sem koma inn á borð lögreglustjórans svarar Halla: „Mér finnst allt- af erfiðust málin sem tengjast börnum.“ Viljum þjónusta fólk Eftir að Halla tók við hafa verið settar upp eft- irlitsmyndavélar á Akureyri sem hafa komið að góðum notum. Nefnir hún dæmi þar sem tveir ungir bræður týndust og var þá hægt að rekja ferðir þeirra með því að skoða mynd- bönd úr vélunum. Eins koma þær að gagni þegar glæpagengi mæta í bæinn, en auk þess hafa þær forvarnargildi. „Nú hugsa ég að hinir bæirnir skoði þetta, eins og Siglufjörður, Dalvík og Húsavík. Ný- lega opnuðum við nýja aðgerðarstjórn í al- mannavörnum hér á Akureyri; þar eru stórir skjáir og þar er hægt að koma saman ef eitt- hvað stórt gerist. Þetta er mikilvægt sam- vinnuverkefni okkar og sveitarstjórnanna hér í kring,“ segir Halla og augljóst er að hún hefur sett sitt mark á umdæmið eftir að hún tók við embættinu. „Það er heilmikið búið að gerast hér eftir að ég tók við. Það er svo margt hægt að gera ef maður hefur svona mikinn áhuga á öllu sem tengist löggæslu. Til að ná árangri er mikil- vægt að hafa gott og hæft starfsfólk en einnig að vera í góðu samstarfi almennt. Ég bý svo vel að það er til staðar.“ Almannavarnamál eru einnig á könnu lög- reglunnar á Norðurlandi eystra og eftirlit með hálendinu. „Þegar ég byrjaði hér var eldgos í Holu- hrauni. Það voru þá margir sem spáðu í hvern- ig myndi takast að sameina lögregluna í Þing- eyjarsýslu og lögregluna í Eyjafirði af því að í gamla daga var rígur á milli þessara sýslna. En það gekk mjög vel því eldgosið sameinaði fólk; það þurfti alltaf að vera vakt við Holu- hraun. Tveir og tveir lögreglumenn voru sam- an í kofa við gosið í viku í senn,“ segir hún en stöðug löggæsla var við gosið svo fólk færi sér ekki að voða. „Þetta er lengst í burtu; það er um átta tíma keyrsla þangað. Það er mjög mikið há- lendi í okkar umdæmi og við erum einnig með hálendislöggæslu. Það var eitt af því sem við þurftum að berjast fyrir að fá og gekk í gegn. Það kom líka í ljós að þörfin var mikil því að ástandið á hálendinu varð allt miklu betra. Miklu meiri agi. Það eru alltaf tveir lögreglumenn í senn á vakt yfir sum- artímann og búa þeir í Dreka þar sem er mið- stöð ferðamanna. Þetta hefur líka gott for- varnargildi, að vita af þeim þarna,“ segir Halla. Lögreglan á Akureyri sinnir einnig landa- mæragæslu á flugvellinum á Akureyri því flog- ið hefur verið beint frá Bretlandi til Akureyr- ar, þótt það gæti orðið hlé á því núna eftir að ferðaskrifstofan Super Break varð gjaldþrota. Aukinn straumur ferðamanna kallar á aukna löggæslu og fjölgar oft verulega í bænum þeg- ar skemmtiferðaskipin leggjast að bryggju. „Það er alltaf einhver þjónusta við ferða- menn; það er stolið af þeim, þeir lenda í slysum eða bílslysum. Svo týnast þeir og þá þarf að leita. Það er heilmikil vinna í kringum ferða- menn,“ segir Halla. „Við viljum þjónusta fólk og vera nær því. Lögreglan er fyrir fólkið, eitt, tvö og þrjú. Við erum til staðar fyrir fólkið sem er hérna, bæði fólkið sem býr hér og hina sem eiga leið í gegn. Það er grundvallaratriðið; ekki að vera valda- stofnun, heldur að þjóna fólki,“ segir Halla og bætir við: „Ég vil mæta öllum á jafnréttis- grundvelli. Maður þarf að sýna öllum virðingu. Það er ekki mitt að dæma, það eru aðrir sem sjá um það.“ Er alltaf hægt að ná í lögreglustjórann? „Já, það er alltaf hægt.“ Morgunblaðið/Ásdís ’ Við viljum þjónusta fólk ogvera nær því. Lögreglan er fyr-ir fólkið, eitt, tvö og þrjú. Við erumtil staðar fyrir fólkið sem er hérna, bæði fólkið sem býr hér og hina sem eiga leið í gegn. Það er grund- vallaratriðið; ekki að vera valda- stofnun heldur að þjóna fólki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.