Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 12
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019 Kría með GPS-tæki ásett með svokölluðu lærabelti. Tækið er síðar endurheimt af kríunni er hún kemur á sama varpblett að ári. Aðferðinni hefur verið beitt með góðum árangri í Bandaríkjunum. Fylgst er grannt með öllum kríum sem mældar og merktar eru, einkum þeim sem fá ásettan GPS tækjabúnað og til að auðvelda þá vöktun fá kríurnar örlítinn lit á háls sem þvæst af þeim innan tveggja vikna. Auk þess fá þær hefðbundin fuglamerki á fætur til auðkennis. tækið skaði fuglana, en þeir fuglar sem þegar hafa verið endurheimtir voru vel á sig komnir og sýndu engin ummerki um að tækið hefði teljanleg áhrif á þá. „Fuglarnir sem við merkt- um á prufutímabilinu í fyrra litu ljómandi vel út. Hafa ber þó í huga að lítil reynsla er komin á þetta og betur á eftir að koma í ljós hvernig fuglunum vegnar yfir árið.“ Leita mikið í stuttar ferðir Um tuttugu fuglar voru merktir á síðasta ári og um sextíu í ár. Þegar hefur tekist að endur- heimta nokkra fugla en gleggri mynd fæst væntanlega á næsta ári, þegar fuglarnir sem merktir voru nú snúa aftur til Íslands. Engar bráðabirgðaniðurstöður liggja enn fyrir varð- andi farið en á hinn bóginn eru komnar bráða- birgðaniðurstöður sem snúa að fæðuferðum kríunnar meðan á varpi stendur, sem er hlið- arverkefni rannsóknarinnar. „Meðan við vorum að prófa nýju tækin sett- um við þau út og tókum þau til baka nokkrum dögum síðar. Við erum líka með aðra týpu af tækjum, VMS, sem hlaða upplýsingum niður í beini og í gegnum þau fengum við gögn úr fæðuferðum um tíu fugla meðan á varptíma og álegu stóð. Kríurnar leituðu mikið í stuttar ferðir beint vestur af Sandgerði en líka mark- vert inn á Faxaflóa, sem er afskaplega fróð- legt. Þetta gefur okkur ekki bara vísbendingu um hegðun kríunnar heldur felst einnig í þessu tækifæri til að skoða notagildi hafsvæðisins í kringum okkur með hliðsjón af sjálfbærri auð- lindanýtingu sjávar. Eins möguleg verndar- svæði í hafi. Þetta er raunar með sterkari tækjum í því sambandi vegna þess að fuglarnir eru svo góðir áttavitar á lífríki hafsins og segja okkur mjög fljótt hvar æti er að hafa, en þeir leita oftar en ekki í sama æti og fiskarnir okk- ar og hvalirnir. Þess vegna hefur þessi rann- sókn heilmikla þýðingu fyrir okkur Íslend- inga.“ Í því sambandi nefnir hún að sjaldgæft sé að vísindamenn hafi upplýsingar um líffræði far- dýra á borð við sjófugla yfir vetrartímann eins og í þessari rannsókn enda bera fuglarnir tæk- ið allt árið um kring. „Fyrir vikið gerir þessi nýja tækni okkur kleift að spyrja spurninga sem annars væri ekki hægt að spyrja.“ Freydís bendir á að tækni sambærileg við þá sem stuðst er við í þessari rannsókn muni nýtast við rannsóknir á mun fleiri dýrateg- undum en fuglum og fyrir vikið séu góðar líkur á því að þekkingu manna á hegðun dýra muni fleygja hratt fram. „Sérstaklega vegna þess að þessi tækni nýtist ekki bara í stórum rann- sóknum, heldur ekki síður í smærri rann- sóknum sem hafa ekki margar milljónir króna á bak við sig.“ Langar að færa verkefnið út Freydís hefur væntingar til þess að fleiri rann- sóknarstyrkir fáist á komandi árum og miss- erum svo að færa megi kríuverkefnið enn frek- ar út. Með því að setja fleiri tæki út á öðrum varpsvæðum og fleiri tegundum fáist svör við Stöllurnar Nicole Parr, dr. Lucy Hawkes og Jo Morten glaðbeittar við skráningu gagna inni í rann- sóknabílnum í Norðurkoti. Margvísleg rannsóknatæki og búnað má greina á myndinni. Krían er einkar fimur og fagur flugfugl. Þessi kría gerði sig tilbúna að reka ljós- myndarann burt enda átti hún dýrmæt egg í hreiðri sem þarfnast verndar hennar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.