Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 10
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019 F ram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæm- lega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið,“ segir dr. Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Háskóla Íslands og einn umsjónarmanna alþjóðlegrar rannsóknar á farhegðun kríunn- ar, en tækin sem nýtt eru til rannsóknarinnar eru nýkomin á markað. „Eftir því sem við vitum best erum við fyrst til að setja þessi nýju tæki út til að kanna þetta langa árlega far kríunnar. Þetta eru GPS-ritar sem taka staðsetningu á klukkutíma fresti með GPS-nákvæmninni. Fram að þessu hefur þetta far verið kannað með svokölluðum ljósrita, sem er með um það bil 200 kílómetra ná- kvæmni og mælir hvorki hæð né hraða. Þetta er því mikil framför og vonandi fáum við fyrir vikið nákvæmari og betri svör við spurningum okkar um hegðun tegundarinnar. Það yrði mjög mikilvægt fyrir verndarlíffræði kríunnar og álíka tegunda,“ segir Freydís. „Fylla á tankinn“ úti á reginhafi Hún segir vísbendingar úr téðum ljósritum benda til þess að kríurnar nýti ákveðin æti- svæði úti á reginhafi, til dæmis suður af Græn- landi og austur af Nýfundnalandi, síðla sumars eða snemma á haustin til að nema staðar og „fylla á tankinn“ áður en þær halda för sinni áfram. Þá verði spennandi að sjá hvort þær komi við á fleiri stöðum, en vísbendingar eru um það; sem dæmi hafa hefðbundin fugla- merki af kríum endurheimst og kríur sést á fartíma við Afríkustrendur og strönd Brasilíu. „Við vitum afskaplega lítið um þetta í dag, til dæmis hvort fuglarnir eru að lenda á strönd- um þar sem lítið er um fólk, hvað þá rann- sóknafólk,“ segir Freydís. Rannsóknin er unnin í samstarfi Háskóla Ís- lands, háskólans í Exeter á Englandi og Wash- ington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum, en auk Freydísar og kollega hennar í hinum há- skólunum hafa nemendur þeirra tekið virkan þátt í verkefninu. Merkingarnar fóru fram fyrr í sumar í landi æðarbýlisins Norðurkots á Suðurnesjum, rétt við Sandgerði, en bændurnir, Sigríður Hanna Sigurðardóttir og Páll Þórðarson, voru svo al- mennileg að leyfa vísindafólkinu að athafna sig þar og veittu ómetanlega aðstoð. Freydís segir merkingarnar hafa gengið vonum framar. „Þetta heppnaðist ljómandi vel og hópurinn vann sem ein manneskja. Aðferð- in sem við beitum til að setja tækin á fuglana gekk ótrúlega vel. Við notum það sem við köll- um lærabelti, en bandarísk samstarfskona mín, dr. Sara Maxwell, hefur beitt þeirri að- ferð við að merkja sílaþernur og skyldar teg- undir með góðum árangri í Bandaríkjunum.“ Að sögn Freydísar bendir ekkert til þess að Dr. Freydís Vigfúsdóttir sækir hér kríu úr hreiðurgildru á meðan samstarfskonur hennar mæla hreiður og egg kríunnar. Með henni á myndinni eru Jo Morten doktorsnemi og dr. Lucy Hawkes dósent og samstarfskona frá Exeter Háskóla. Krían er ókrýndur heimsmeistari í ferðalögum; ferðast allra dýra lengst á jörðinni, allt að 80 þúsund kílómetra á ári, ef marka má vísbendingar. Vísindamenn vita þetta þó ekki fyrir víst og höfuðmarkmið alþjóðlegrar rannsóknar, sem hleypt var af stokkunum í fyrra, er að kanna þetta mikla far á kríunni. Myndir: Kristinn Ingvarsson kri@hi.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Í Norðurkoti er verndað æðavarp og fólk beðið um að fara varlega enda verpa þar þúsundir kría og aðrar tegundir. Aðgangur að æðarvarpinu er lokaður enda fer þar fram dúntekja snemmsumars. Kortleggja ferðir kríunnar Hreiðurgildra fellur yfir kríu. Gildrurnar eru afar fljótvirkar og meinlausar fyrir fuglana enda velferð fuglanna ávallt í forgangi. Slíkur búnaður er notaður með sérstöku leyfi og aðeins af vísindafólki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.