Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 29
Ljósmynd/Warner Bros. Entertainment
Field of Dreams
fylgir manni sem legg-
ur stóran hluta maí-
sakurs síns undir
hafnaboltavöll.
„Byggðu hann og þeir
munu koma,“ heyrir
hann rödd eina segja
og hlustar að sjálf-
sögðu. Flestir halda
auðvitað að maðurinn
sé gjörsamlega geng-
inn af göflunum en
hann bugast ekki og
heldur sínu striki.
Robert DeNiro vann Óskarinn sem
besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik
sinn í Raging Bull. Myndinni er leik-
stýrt af Martin Scorsese og segir frá
sögu fyrrverandi heimsmeistarans í
millivigt í boxi, Jake LaMotta, sem
gerði sér erfitt fyrir í samskiptum við
aðra með reiðiköstum og tilheyrandi.
Ljósmynd/United Artists
Moneyball er gerð eftir
samnefndri bók Michael
Lewis og er byggð á sannri
sögu. Hún fjallar um stjórn-
anda hafnaboltaliðs í Oakl-
and í atvinnumannadeildinni
í Bandaríkjunum sem
ákveður að nota töl-
fræðigreiningu við val á leik-
mönnum liðsins. Hann mæt-
ir mikilli mótspyrnu af hálfu
annarra innan hafnaboltans
áður en allir neyðast til að
taka upp sömu aðferðafræði.
Sylvester Stallone lagði allt undir svo að
hann gæti leikið aðalhlutverkið í Rocky
en hann skrifaði handritið og neitaði að
selja það án þess að fá að leika. Myndin
segir frá hinu sígilda öskubuskuævintýri
boxarans sem fær tækifæri gegn heims-
meistaranum. Myndin hlaut Ósk-
arsverðlaun sem besta mynd árið 1977.
Ljósmynd/United Artists
18.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
STJÖRNUSTRÍÐ Eftir dræma aðsókn kvik-
myndarinnar Solo: A Star Wars Story, sem kom
út í fyrra, í kvikmyndahúsum hefur Disney
neyðst til að breyta um stefnu og falla frá svo-
kölluðum „spinoff“ myndum úr Stjörnustríðs-
heiminum og gefa þess í stað út þáttarað-
ir á streymisveitu sinni Disney+. Ein
slíkra er ný þáttaröð sem fjallar um
hinn geðþekka Jedi-meistara, Obi-Wan
Kenobi. Segja gárungar vestanhafs að
Ewan McGregor sem lék Kenobi í
Stjörnustríðsþríleiknum sem kom út
um síðustu aldamót muni mæta aftur
með bláa geislasverðið.
Kenobi í sjónvarpið
McGregor
mun munda
sverðið á ný. AFP
BÓKSALA Í JÚLÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Svört perla Liza Marklund
2 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir
3 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan
4 Keto Gunnar Már Sigfússon
5
Óvænt endalok
– bernskubrek
Ævar Þór Benediktsson
6 Móðir Alejandro Palomas
7 Gullbúrið Camilla Läckberg
8 Qaanaaq Mo Maloø
9 Mótíf X Stefan Ahnhem
10 1793 Niklas Natt och Dag
11
Morgunblaðið
– krossgátur
Ýmsir
12 Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson
13
Konungur ljónanna
– þrautabók
Walt Disney
14 Ósköp venjuleg fjölskylda Mattias Edvardsson
15 Annabelle Lina Bengtsdotter
16 Brandarar fyrir grínendur Ýmsir
17 Boðun Guðmundar Eiríkur Stephensen
18 Barist í Barcelona Gunnar Helgason
19 Þórður kakali Ásgeir Jakobsson
20 Kortabók 2019-2020 Örn Sigurðsson ritstj.
Allar bækur
Í bók sinni Thinking in Bets: Making Smarter Dec-
isions When You Don’t Have All the Facts fer fyrr-
verandi pókermeistarinn Annie Duke yfir það
hvernig fólk getur tekist á við óvissu í lífi sínu. Hún
notar dæmi úr viðskiptum, íþróttum, stjórn-
málum og, eðli málsins samkvæmt, póker til að
leiða lesendur í gegnum það hvernig best sé að
taka ákvarðanir við óvissu. Að mati Annie er mik-
ilvægt að átta sig á því að góðar ákvarðanir leiða
ekki alltaf til góðra niðurstaðna því lukka spilar ávallt stóra rullu
þegar óvissa er til staðar. Við eigum auk þess ekki að stefna að því
að útiloka alla óvissu heldur reyna að öðlast vitneskju um það hvað
við vitum og hvað ekki. Þannig verðum við ekki jafn háð hugs-
anavillum og öðru sem geti skemmt fyrir okkur.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Ég fékk smá stéttaskiptingar-æði
eftir að ég flutti til Bretlands. Nú á
dögum er ég heltekinn af því
hversu mikinn sykur fólk setur út í
teið sitt. Þess vegna lét ég það
flakka að kaupa inn og lesa Re-
spectable: Crossing the Class Di-
vide. Bókin fjallar um upplifun höf-
undarins við að umbreyta sér úr
fátækri-en-sniðugri
stúlku úr útjaðri
Birmingham yfir í
millistéttarkonu.
Hún lýsir tilfinning-
unni sem því fylgir
að passa ekki inn
neins staðar og
mig grunar að tilfinningin sé svipuð
því og að vera innflytjandi. Í útlönd-
um breytist þú ósjálfrátt til þess að
passa inn í hópinn og einn daginn
passar maður ekki alveg inn neins
staðar. Til dæmis, nú þegar ég kem
heim finnst mér Íslendingar dóna-
legir. Á sama hátt finnst mér óþol-
andi hversu kurteisir Bretar eru.
Respectable lýsir svipuðu ferli og
hvernig það hindrar marga í því að
tryggja sér betri framtíð.
Ef þú vilt setja nútímann í sam-
hengi verður þú helst að vita eitt-
hvað um fortíðina. Með þetta í
huga, ákvað ég að fjárfesta í Post-
war: A History of Europe Since
1945 á Audible. Eftir 30 tíma
hlustun finnst mér ég skilja minna
um Evrópusögu en
ég gerði áður.
Hingað til hefur
þessi „þekking“
fyrst og fremst skil-
að sér í því að með
bros á vör tókst
mér að leiðrétta
bresku kærustu mína um Thatc-
her. Í kjölfarið stal ég upp úr bók-
inni samanburði milli þróunar
breskra verkalýðsfélaga og sænska
verkalýðskerfisins á 20. öldinni.
Þetta var eins og „How do ya’ like
them apples“ senan úr Good Will
Hunting – nema ég var leiðinlegi
gæinn og hún varnarlaus. Ég mæli
sterklega með þessari bók.
FREYR ER AÐ LESA
Óþolandi kurteisi
Freyr Þor-
valdsson er
forritari og
fyrirtækja-
eigandi.
... stærsti uppskriftarvefur landsins!