Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 13
því hvort þeir fuglar nýti sér þessi sömu fæðu-
svæði, sem gefur um leið ómetanlegar upplýs-
ingar sem nýtast til verndar og sjálfbærrar
nýtingu sjávar.
Freydís hefur stundað kríurannsóknir í
meira en áratug og segir þær afar spennandi.
„Út frá vísindalegum sjónarhóli er krían af-
skaplega áhugaverð vegna þess að spurning-
arnar sem vakna þegar horft er á lífsferil
fugls eins og kríu eru svo margþættar. Það
eru til dæmis grunnvísindaspurningar, eins
og hvernig er mögulegt fyrir svona lítinn fugl
að fara yfir svona langan veg? Hvaða sér-
stöku tækni beitir krían? Er hún að nýta sér
einhverja sérstaka háloftavinda eða annað
slíkt? Er eitthvað sérstakt í líkamsbyggingu
og lífeðlisfræði kríunnar sem gerir henni
kleift að fara alla þessa leið? Og svo fram-
vegis. Það er líka ótvíræður kostur við kríuna
að hún er mjög fljót að gefa okkur vísbend-
ingar um það sem er að gerast í hafinu í
kringum okkur. Það skiptir svo miklu máli að
fá upplýsingar hratt og skilmerkilega um
strandsvæði sjávarins.“
Staðan heldur að skána
Krían hefur verið friðuð tegund á Íslandi frá
árinu 1882. Hrun í sandsílastofninum, sem
mjög lélegur í meira en áratug og sam-
kvæmt válista Náttúrufræðistofnunarinnar
frá árinu 2018 er krían nú metin í nokkurri
hættu.
„Þegar stórt er spurt,“ dæsir Freydís þegar
spurt er hvernig stofninum reiði af. „Mér
þætti afskaplega gaman að hafa svarið við því
og hef í nokkur ár reynt að afla rannsókna-
styrkja til að geta skoðað það betur. Það er
erfitt að segja til um þetta með einhverri ná-
kvæmni þegar engar slíkar rannsóknir eru í
gangi á landinu í heild.“
Hún segir kríurnar hafa verið viku seinna í
álegu á suðvesturhluta landsins í ár en í
fyrra, bæði á Seltjarnarnesi og eins suður
með sjó. Best sé þó að spyrja að leikslokum
hvað þetta varðar enda skipti höfuðmáli að
upp komi eitthvert æti meðan þær eru með
ungana. „Það virtist ganga mun betur núna á
Suðvesturlandi en í fyrra og fleiri ungar
komust á legg; þannig að þetta virðist ekki
hafa verið eins bagalegt og undanfarin ár.
Ungavöxtur var víða nokkur þrátt fyrir að
álegan hafi byrjað seint; það heyrir maður í
fréttum og sér á myndum á samfélags-
miðlum. Það eru í það minnsta ungar í ár,
sem var alls ekki raunin mörg árin sem ég
var við mælingar víða á Vestur- og
Norðvesturlandi. Þá drápust þeir hreinlega
áður en þeir komust á legg. Eigum við því
ekki að segja að staðan virðist víða hafa verið
heldur skárri en undanfarin ár, svo ég reyni
nú að svara spurningunni. Það eru góðar
fréttir og vonandi heldur sú þróun áfram. Við
höfum þó engar vísbendingar um að þessu
sjófuglakrepputímabili, sem við höfum búið
við um langa hríð, sé lokið og því er nauðsyn-
legt að fylgjast áfram með og sinna rann-
sóknum og vöktun á þessu sviði.“
Dr. Freydís Vigfúsdóttir sleppir
kríu með GPS-tæki að loknum
mælingum og merkingum.
Dr. Freydís Vigfúsdóttir sýnir réttu handbrögðin við að sleppa kríu að mælingum loknum. Jo Morten doktorsnemi, Nicole Parr doktorsnemi, dr. Lucy
Hawkes, Sólveig barnabarn hjónanna í Norðurkoti, sem er sérleg aðstoðarkona og upprennandi vísindakona, dr. Freydís og dr. Sara Maxwell.
’Út frá vísindalegum sjón-arhóli er krían afskaplegaáhugaverð vegna þess að spurningarnar sem vakna þegar
horft er á lífsferil fugls eins og
kríu eru svo margþættar.
meðal annars má trúlega rekja til lofts-
lagsbreytinga, hefur haft neikvæð áhrif á
afkomu kríunnar á Íslandi á umliðnum
árum. Varpárangur kríunnar hefur verið
18.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13