Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019
LÍFSSTÍLL
Hvað heillar þig við tísku?Tíska er svo lifandi og persónuleg.Það eru auðvitað ákveðnar stefnur:
eins og allir sem horfðu á The Devil Wears
Prada lærðu er ekki til neitt sem heitir „bara
blá peysa“. Allur fatnaður er hannaður út frá
straumum sem eru í gangi í samfélaginu. En
hverju þú ákveður að klæðast og hvernig þú
setur það saman getur verið frábær leið til að
tjá persónuleika þinn.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða
mottó þegar kemur að fatakaupum?
Kauptu það sem þú fílar og passaðu að
skoða úr hvernig efni
flíkin er. Efnið segir til
um hvernig flíkin kem-
ur til með að haga sér.
Góð efni endast oft á
tíðum betur og þér líður
yfirleitt betur í flíkinni ef
hún er unnin úr vönduðum efn-
um. Ódýr föt geta í raun verið dýr-
ari ef endingin er stutt og
því getur verið betra að
fjárfesta í gæðum. Flík
sem þú sérð fyrir þér að
þú getir klæðst við ólík
tilefni er líka gott að eiga
í fataskápnum.
Hvað hefurðu helst í
huga þegar þú velur föt?
Að þetta sé flík
sem ég get hugsað
mér að eiga lengi.
Hvernig mynd-
irðu lýsa þínum
fatastíl?
Kjólar, sólgler-
augu, húfur og
strigaskór eru lýs-
andi fyrir minn stíl.
Ég keypti mér þó
gallabuxur síðasta
sumar en þá var ég
ekki búin að eiga
buxur í mörg ár. Ég
er alltaf í kjól! 90%
af fataskápnum mín-
um eru svört. Ég hef
í gegnum tíðina
fengið mörg kom-
ment á það að klæð-
ast svörtu og var
skömmuð á Valsleik um daginn og
spurð hvort ég væri að fara í jarð-
arför. Ég er samt farin að kaupa ögn
meiri liti en þá aðallega hlébarða-
munstur og antíkbleikt. Ég elska
samt liti í öllu öðru samhengi en að
klæðast þeim. En hver veit, stíllinn
getur breyst eins og tískan.
Áttu þér einhverja tísku-
fyrirmynd?
Ég á í rauninni ekki
neina eina tískufyrirmynd
en hef gaman af að skoða
hverju aðrir klæðast og öll
verðum við fyrir innblæstri
hvert frá öðru.
En uppáhaldshönnuð?
Já nokkra. Sumir þeirra gefa
mér tískuinnblástur, aðrir inn-
blástur í hönnuninni minni og
öðrum finnst mér bara gaman að
fylgjast með. Iris Apfel, Henrik
Vibskov, Meadham Kirchhoff,
Andrea Magnúsdóttir, Coco Chanel,
Alexander McQueen og Ganni eru
meðal þeirra sem ég fylgist með.
Hver er þín uppáhaldsárstíð
varðandi tísku og hvers vegna?
Haustið er án efa mín uppá-
haldsárstíð því ég elska „layers“
og prjónaflíkur. Ég er lærður fatahönnuður úr
Listaháskóla Íslands og fór til Borås í skipti-
nám. Borås er sænskur textílbær og þar
kynntist ég prjóni enn betur. Ást mína á prjóni
hef ég þó sennilega fengið með móðurmjólk-
inni en það eru eintómir prjónasnillingar í fjöl-
skyldunni og lærði ég því snemma að prjóna.
Haustið er líka nýtt upphaf, alveg eins og
þegar maður byrjaði á ný í skólanum eftir gott
sumar í nýjum fötum. Ég allavega elska að
bæta einhverju nýju fallegu í skápinn með
haustinu.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Ætla að byrja á því að
viðurkenna að snyrtitask-
an mín er aðeins of stór.
Áður en ég fór í Listahá-
skólann vann ég sem förð-
unarfræðingur og elska
snyrtivörur. Ég elska merkið
Hourglass og finnst mjög
gaman að bæta í Hour-
glass-safnið þegar ég fer í
Sephora erlendis. Ambient lig-
hting-pallettan þeirra er dásam-
leg og Ambient-púðrið í litnum
Ethereal light verður að vera til.
Sensai er annað af mínum uppá-
haldsmerkjum. Ég nota Sensai-
dagkremið með spf 25. Það gefur
góðan raka, er með miklum
ljóma og verndar húðina. Hylj-
arinn frá þeim er besti hyljari
sem ég hef prófað og ég hef
prófað þá nokkra. Brúnkugel-
ið þeirra er líka í snyrtitöskunni
minni. Einnig CC-kremið frá Es-
tee Lauder, Essie-
naglalakk í litnum Lady-
like og yfirlakk frá þeim,
Marc Jacobs-maskari,
Mac-augnblýantur í litn-
um Prunella og Mac-paintpot. Ég
elska húðvörurnar frá Chanel og
á alltaf allavega eitt krem frá
þeim. Síðan er nauðsynlegt að
eiga fallegan highlighter en ég er
núna að nota Becca. Já, það má
segja að þetta séu helstu nauð-
synjar!
Áttu þér
uppáhaldsflík?
Ég á alveg nokkrar
uppáhaldsflíkur. Gam-
all svartur Andreu-kjóll
sem virkar við öll tilefni
og mér finnst ég alltaf
fín í en hann er hægt
að dressa upp og nið-
ur eftir tilefni. Geysis-
lopapeysan mín er síð-
an möst í útilegurnar,
loðhárband sem strák-
arnir mínir gáfu mér í
jólagjöf fyrir nokkrum
árum, dragsítt svart
poncho sem ég fann í
rauðakrossbúð fyrir
mörgum árum og Marc
Jacobs-sólgleraugun mín.
Sólgleraugu eru ekki beint
flík en ég elska fylgihluti.
Hvað er á óskalistanum þessa
stundina?
Það eru aðeins of margir hlutir á
óskalistanum. Mig langar í nýja húfu
fyrir veturinn, sá hálsmen hjá Hlín
Reykdal eftir By Lovisa jewellery
sem mig langar mikið í, nýjan hlé-
barðakjól, Geysisullarsokka,
Andreukjól og hálsmen, nýja
Nikeskó og North face- eða 66-úlpu
fyrir veturinn.
Linda Jóhannsdóttir
hönnuður er ávallt
flott til fara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haustið uppáhaldsárstíðin
Linda Jóhannsdóttir hönnuður rekur eigin hönnunarmerki, Pastelpaper. Linda, sem hefur skemmtilegan stíl,
velur gæðafatnað og lífgar upp á einfaldar samsetningar með vönduðum fylgihlutum.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Fiskifléttuháls-
menið eftir By
Lovisa jewellery
er á óskalistanum.
Marc Jacobs-sólgleraugun
standa alltaf fyrir sínu.
Iris Apfel er
ein sú
flottasta.
Fallegir bleikir
ullarsokkar úr
Geysi.
Ambient-púðrið í litnum
Ethereal light verður að
vera til í snyrtitöskunni.