Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 6
Streita – viðbrögð og varnir Námskeið á vegum Forvarna – Streituskólans www.stress.is Markmið námskeiðsins er að þátttakendur átti sig á hvað veldur þeim streitu og öðlist færni í að bregðast við með uppbyggilegum hætti. Fjallað er um leiðir til að ná jafnvægi og blómstra í starfi og einkalífi. Fjallað verður m.a. um - Áhrif mikillar streitu - Gagnleg viðbrögð - Markvissar streituvarnir Námskeiðið er samtals sex klst. og fer fram miðvikudagana 16., 23. og 30. október, kl 16-18. Kenndar verða mismunandi aðferðir sem byggja á rannsóknum um árangursríkar leiðir til að vinna gegn streitu og ná jafnvægi. Kennarar eru reyndir sérfræðingar á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði og streituráðgjafar. Skráning og nánari upplýsingar á anna@stress.is Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstar utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hað í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstar utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerð Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgja í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hað bláa hað Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands DÓMSMÁL Berglind Glóð Garðars­ dóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í f lugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins. Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 millj­ ónir króna til að tryggja að Arn­ grímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeg­ inum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veit­ ingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lög­ maður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blað­ síður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla mats­ gerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur máls­ kostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um f lugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að úti­ loka aðgang efnalítils fólks að dóm­ stólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efna­ hags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðar­ tryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borg­ ara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arn­ gríms í næstu viku. gar@frettabladid.is, adalheidur@frettabladid.is Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Lögmennirnir Friðrik Smárason og Berglind Glóð Garðarsdóttir í dómsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðar- tryggingu, kom því á óvart. Berglind Glóð Garðarsdóttir Arngrímur Jóhannsson. Roslyn Wagstaff. STJÓRNSÝSLA Tvær kvartanir bár­ ust em bætti for seta Ís lands vegna á mælis verðrar hegðunar starfs­ manns for seta skrif stofunnar gagn­ vart sam starfs konum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða kyn ferðis lega á reitni starfs­ mannsins í garð tveggja kvenna. Annað at vikið á að hafa komið upp í starfs manna ferð í París í Frakk­ landi í síðasta mánuði en hitt hér á landi. And rúms loftið á vinnu staðnum er sagt þungt þessar vikurnar, en Örn ólfur Thors son forsetaritari vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann vildi held­ ur ekki upp lýsa um hvernig tekið sé á málum sem þessum og vísaði til laga um opin bera starfs menn. Eftir að frétt um málið var birt á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, sendi Guðni Th. Jóhannesson, for­ seti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem segir að starfsmaðurinn hefði sýnt af sér óafsakanlega hegðun í ferð til Parísar í september. Í kjöl­ farið hafi viðkomandi farið í leyfi og fengið skrif lega áminningu. Starfsmaðurinn bað hlutaðeig­ andi afsökunar og leitaði sér sér­ fræðiaðstoðar. Lauk málinu með sátt. „Formlegu ferli málsins er þannig lokið með samþykki allra þeirra aðila sem málið varðar og starfsmanni var heimilað að snúa aftur til starfa að uppfylltum til­ teknum skilyrðum,“ segir í yfir­ lýsingu forseta Íslands. – ósk, sks Formlegu ferli málsins lokið með sátt Guðni Th. Jóhannesson. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -5 3 9 0 2 3 F 3 -5 2 5 4 2 3 F 3 -5 1 1 8 2 3 F 3 -4 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.