Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 30
Kynferðisofbeldi 1. hluti af 5 Í byrjun maí 2017: n Málið er kært til lögreglu. Í lok ágúst 2017: n Málið telst upplýst og rannsókn hætt. Í lok janúar 2018: n Málið sent til héraðssak- sóknara. En sent strax aftur til lögreglu með beiðni um frekari skýrslu- töku. Í lok maí 2018: n Ákæra gefin út. Það líður heilt ár þangað til dómur fellur, biðin reynist þolanda mjög erfið. Tímalína frá ákæru til dagsins í dag Í lok maí 2019: n Dómur fellur. Gerandi er dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Í lok júní 2019: n Málinu er áfrýjað til Lands- réttar. ?Í byrjun október 2019 Móðir og dóttir fara á fund lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins þar sem þær fá þær skýringar að tafir séu á því að ljúka málinu vegna tveggja óskyldra umfangs- mikilla mála í rann- sókn. Í fimm mánuði spyr móðirin hvers vegna málið sé ekki sent til héraðssaksóknara. En fær þau svör að verið sé að hnýta lausa enda. Á þessum tíma kvartar móð- irin yfir töfum í rann- sókn og kuldalegri fram- komu lögreglu við dóttur sína. Dóttir hennar þarf til dæmis ítrekað að endur- taka framburð sinn og sálfræðimati er ekki fylgt eftir. MÁLSMEÐFERÐAR- TÍMI VIÐ RANNSÓKN Á NAUÐGUNUM ER 239 DAGAR. Í lok apríl 2018: n Málið sent aftur frá lögreglu til héraðssak- sóknara. ekki gerð krafa um hæfni í mann­ legum samskiptum. Þessa hæfni skorti þessa konu sem rannsakaði mál hennar. Hjá lögreglu var dóttir mín kennitala á blaði með máls­ númer en ekki manneskja af holdi og blóði með tilfinningar. Dóttir mín var að ganga í gegnum verstu martröð lífs síns og þá skyldi maður ætla að starfsmenn kyn­ ferðisbrotadeildar hefðu sérstakt verklag í því hvernig komið er fram við þolendur. Málið er kært til lögreglu í byrjun maí 2017 og sumarið varð óbæri­ legt. Það fengust litlar sem engar upplýsingar um gang mála. Réttar­ gæslumaður hennar hafði ekkert frumkvæði og gerði lítið nema sér­ staklega væri eftir því leitað. Eftir sumarið var fenginn nýr réttar­ gæslumaður henni til handa. Eftir að málið taldist upplýst hjá lögreglu í lok ágúst, tók við margra mánaða bið. Og á meðan ýtti ég á eftir því að málið færi á ákæru­ svið lögreglu og þaðan til héraðs­ saksóknara. Það liðu fimm heilir mánuðir þangað til málið var sent til saksóknara. Svörin sem ég fékk var að það væri verið að hnýta alla lausa enda. Annað átti eftir að koma í ljós því um leið og málið barst héraðssaksóknara var það sent aftur til lögreglu og beðið um skýrslutöku af tveimur aðilum til viðbótar. Lögregla tók sér margar vikur í verkið og ég óskaði þess að fá fund með lögreglustjóra höfuð­ borgarsvæðis um framganginn og orsakir fyrir töfum. Ég og dóttir mín fórum saman á fundinn og kvörtuðum yfir vinnubrögðum lögreglu. Þar fengum við þau svör að mál dóttur minnar hefði tafist vegna þess að lögreglumenn væru allir uppteknir í tveimur öðrum óskyldum málum. Tveir karlmenn væru í gæsluvarðhaldi og allt tiltækt lið ynni að rannsókn þeirra mála. Við fengum líka að heyra að rann­ sókn á brotum gegn dóttur minni hefði í raun gengið hraðar fyrir sig en í öðrum svipuðum málum vegna þess þrýstings sem ég beitti. Þetta fannst mér sláandi upp­ lýsingar. Þetta er kerfisvilla og léleg verkefnastjórnun. Að mál sem er upplýst og farið til saksóknara tefj­ ist aftur hjá lögreglu í 9 vikur vegna annarra óskyldra mála. Mál hennar lenti aftast í forgangsröðinni þó það hafi verið forgangsmál hjá hér­ aðssaksóknara. Það þarf varla að hafa orð á því hvernig henni og fjöl­ skyldu hennar leið á meðan. Hvað ef önnur stærri mál hefðu komið upp í kjölfarið. Hefði hún þurft að bíða enn lengur? Hvað finnst lögreglu og ráðherra ásættanlegt í þessum efnum? Í lok maí 2018 var gefin út ákæra. Þá tók við önnur bið, því það tók heilt ár að fá niðurstöðu dóms. Gerandinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrotin gagnvart dóttur minni í maí á þessu ári. Þeirri niðurstöðu áfrýjaði hann og við vitum ekki hvað þarf að bíða lengi eftir því að Landsréttur taki málið fyrir. Ég hef fengið að vita að miðað við stöðu mála hjá réttinum í dag gæti biðin orðið allt að 16 mán­ uðir. Það er ekki hægt að bjóða þol­ endum alvarlegs of beldis þessi vinnubrögð og það er ekki nóg að koma á fót hverri nefndinni á eftir annarri sem ætlar sér að bæta úr meðferð þessara mála. Ég get nefnt þá staðreynd að í umboði dóms­ málaráðuneytis starfar nefnd sem vinnur tillögur um að bæta ferli og vinnu í þessum málaflokki. Enn eru engar niðurstöður nærri ári seinna. Það þarf framkvæmdir og algjöra viðhorfsbreytingu. Það skal eng­ inn efast um það að þeim sem kæra kynferðisof beldi til lögreglu er það þungbær og erfið reynsla. Þeir sem gera það eru hetjur í mínum huga. Það getur enginn gengið einn slíka þrautagöngu og því miður eiga ekki allir aðstandanda sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein til þess að hringja símtölin, mæta á fundi og þrýsta á kerfið. Ég fór einnig á fund Höllu Gunn­ arsdóttur, sem leiðir starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðisof beldi og ítrekaði fyrir henni mín sjónarmið. Þeir þol­ endur sem á eftir koma verða að fá betri meðferð. Upplýsingagjöf til þeirra þarf að vera betri. Þeir eiga að vera aðilar máls en ekki vitni. En mergur málsins er þessi. Það þarf meira fjármagn, það þarf f leira fólk, það þarf viðhorfsbreytingu hjá lög­ reglu og betri verkefnastýringu til þess að ljúka rannsóknum þessara mála á viðunandi hátt. Enginn á að vera aftast í bunkanum. Kæri dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, það er einlæg von mín sem móður að þú takir þennan málaf lokk á hærra plan og látir verkin tala. Ég trúi því og treysti, miðað við fjölda mála sem kærð eru, að við sem samfélag getum gert betur. Og að við getum komið fram af virðingu við þol­ endur of beldis. Enginn telji sig vera einan í þrautagöngunni.“ MÁL HENN- AR LENTI AFTAST Í FORGANGS- RÖÐINNI. NÍU HEILAR VIKUR Í LÍFI DÓTTUR MINNAR. Í LOK MAÍ 2018 VAR GEFIN ÚT ÁKÆRA. ÞÁ TÓK VIÐ ÖNNUR BIÐ, ÞVÍ ÞAÐ TÓK HEILT ÁR AÐ FÁ NIÐUR- STÖÐU DÓMS. Lögregla vill bæta stöðu rannsókna Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, LRH, er fullyrt að rannsóknir kynferðis- brota og heimilisofbeldismála hafi á síðustu árum verið settar á oddinn hjá embættinu. Ný við- mið hafi verið sett á síðasta ári um þann fjölda mála sem er til afgreiðslu eða rannsóknar hverju sinni. Hófu átak 2018 „Viðmiðin voru sett út frá flæði mála inn og út úr deildinni. Þannig eru viðmiðin núna að opin mál séu ekki fleiri en 140 til 160 hverju sinni og reynt að halda í við þann fjölda mála sem í deildina berast og helst gott betur,“ segir Ævar Pálmi Pálma- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Árið 2018 hófst átak sem miðaði að því að efla rannsóknir kynferðisbrota og tryggja af- greiðslu þeirra. Munurinn á fjölda afgreiddra mála er sá að árið 2017 voru afgreidd 35% færri mál en komu inn til rannsóknar. Árið 2018 tókst að snúa þessari þróun við þannig að á því ári tókst að afgreiða 9% fleiri mál en komu inn. Það verður að teljast ágætis árangur þar sem kærur vegna kynferðisbrota árið 2018 voru 34% fleiri en meðaltal þriggja undanfarinna ára. Þrettán stöðugildi Varðandi fjölda rannsóknar- lögreglumanna sem að mála- flokknum koma, þá eru þrettán stöðugildi í kynferðisbrotadeild. Af þeim er einn aðstoðaryfirlög- regluþjónn, þrír lögreglufulltrúar og níu rannsóknarlögreglumenn. En hafa verður í huga að fleiri koma að rannsóknum og þar ber fyrst að nefna tvo ákærendur og einn starfsmann í stoðþjónustu. Með aukinni fjárveitingu til málaflokksins, sem kom í kjölfar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota, var fjölgað um sex starfsmenn hjá LRH frá 1. apríl 2018; fjóra rannsóknar- lögreglumenn, einn ákæranda og einn starfsmann í stoðþjónustu. ÁRIÐ 2018 TÓKST AÐ SNÚA ÞESSARI ÞRÓUN VIÐ ÞANNIG AÐ Á ÞVÍ ÁRI TÓKST AÐ AFGREIÐA 9% FLEIRI MÁL EN KOMU INN. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -4 4 C 0 2 3 F 3 -4 3 8 4 2 3 F 3 -4 2 4 8 2 3 F 3 -4 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.