Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 91
BÆKUR
Skjáskot
Bergur Ebbi
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 200
Í annað sinn býður Bergur Ebbi
lesendum sínum með sér í ferðalag
um vangaveltur sínar um tækni
og nútímann. Vangavelturnar
geta verið bæði skynsamlegar og
vel framsettar en einnig óreiðu-
kenndar og ef laust ekki hugsaðar
alveg í gegn en það er líklega óhjá-
kvæmilegt þegar um vangaveltur
er að ræða. Bergur heldur lítið aftur
af sér við skrifin, líkt og í fyrri bók
sinni Stofuhita, og má sjá fyrir sér að
hann setjist niður og skrifi upp hug-
myndir sínar óhindrað í nokkrum
lotum.
Það getur reynst einhverjum erf-
itt að lesa slíkan texta en ef maður
veit að hverju maður gengur ætti
lesandi að geta notið ferðalagsins
ágætlega. Aðalviðfangsefni Bergs,
sem hann viðurkennir sjálfur að
hann sé með á heilanum, er nútím-
inn og tæknin. Samhengi og merk-
ing eru meginstef bókarinnar og
hann veltir fyrir sér hvernig snjall-
síminn og samfélagsmiðlar hafa
gætt allt í kringum okkur merkingu
en einnig falið nauðsynlegt sam-
hengi fyrir okkur.
Í bókinni reynir Bergur því að
skapa samhengi fyrir lesendur sína
og leiða þá í gegnum dimma ganga
stafrænnar upplýsingasöfnunar.
Hljómar kannski ekki spennandi en
Bergur er einstaklega laginn við að
koma vangaveltum sínum um áhrif
snjallsímanotkunar í skemmtilegt
form með frásögnum af sjálfum sér
í bland við sögulegan fróðleik.
Skjáskotið er eitthvað sem
Bergur veltir fyrir sér og táknar
það fyrir honum eins konar leyni-
vopn mannsins gegn tækninni.
Hugmyndin þróast svo í huga hans
í gegnum bókina og verður að eins
konar vopni fólks gegn hvert öðru.
Við notum skjáskotið til að geyma
eitthvað sem einhver sagði á inter-
netinu, liggjum á því og getum síðan
beitt því á hárnákvæman hátt til að
hafa betur gegn fólki í umræðum.
Að lokum er orðið komið með
nýja merkingu fyrir höfundi og
hann veltir upp þeirri hugmynd að
skjárinn fari bókstaflega að skjóta
einn og einn notanda af og til. Þann-
ig fengjum við beinni tengingu við
þann skaða sem snjallsímarnir
valda, svipaða tengingu og við
höfum við áhættuna sem felst í því
að keyra bíl. Ekki svo vitlaus hug-
mynd.
Bergur er skemmtilegur höf-
undur með frjótt ímyndunaraf l.
Hann hefur sterkar skoðanir á því
sem sem hann fjallar um í bókinni
og er ljóst að umfjöllunarefnið er
honum kært. Ef eitthvað ætti að
setja út á bókina væri það helst frá-
gangur hennar sem hefði mátt vera
örlítið betri. Innsláttarvillur hér
og þar um bókina stinga lesanda
stundum en ættu þó ekki að hindra
neinn í að njóta þessa skemmtilega
ferðalags um tækniheima nútímans
með Bergi Ebba.
Óttar Kolbeinsson Proppé
NIÐURSTAÐA: Klárlega bók fyrir alla
sem höfðu gaman af fyrri bók Bergs
Stofuhita.
Rússnesk rúlletta
Á mánudag, hefur göngu sína á ný málfundaröðin Samtal við leikhús þar sem koma
saman fræðimenn og leikhúsfólk
og ræða uppsetningar á leikverkum
sem eru í sýningu hjá leikhúsunum.
Málfundaröðin er samvinnuverk-
efni Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum og
leikhúsanna.
Fyrsta samtalið þetta haustið
verður í Veröld – húsi Vigdísar á
mánudag, 7. október kl. 17.00. Þar
verður rætt um nýja sýningu Þjóð-
leikhússins á Ör (eða Maðurinn er
Samtal við leikhús
Auður Ava Ólafsdóttir, höfundur
verksins Ör. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
eina dýrið sem grætur) eftir Auði
Övu Ólafsdóttur. Skáldsaga Auðar
Övu, Ör, sem hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs árið 2018,
spratt á sínum tíma af uppkasti höf-
undarins að leikriti sem hún hefur
nú lokið við að semja.
Leikritið er sjálfstætt verk sem
lýtur eigin lögmálum, þótt það
byggist á sama grunni og skáldsag-
an. Jónas Ebeneser, fráskilinn karl-
maður á miðjum aldri, fær að vita
að uppkomin dóttir hans, Vatna-
lilja, er í raun barn annars manns.
Vængbrotinn reynir Jónas að átta
sig á hlutverki sínu í heiminum og
skilja konur.
Auður Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur mun fjalla um
verkið og verður svo í pallborði
ásamt Ólafi Agli Egilssyni leik-
stjóra, höfundinum Auði Övu Ólafs-
dóttur og Baldri Trausta Hreinssyni
leikara. Gréta Kristín Ómarsdóttir
dramatúrg stýrir umræðunum.
Þessi nýja málfundaröð Samtal við
leikhús er til heiðurs Vigdísi Finn-
bogadóttur og er ætlað að tvinna
saman tvö af helstu áhugamálum
hennar: leikhús og tungumál.
OPI
Ð
11-1
6
LOKAÐ
Á AKU
REYRI
VEGNA
STAR
FS-
MANN
AFERÐ
AR
MÖRK
IN 3
27” IPS QHD
2560x1440, Flicker-free
QHD
27” B
enq sk
jár á
hæðar
stillan
legum
fæti
49.99
0
VERÐ
ÁÐUR
69.99
0
ONEPL
US 7
Magna
ður sí
mi á
ótrúle
gu ver
ði
79.99
0
VERÐ
ÁÐUR
99.99
0
AF ÖLLUM GIGABYTE MÓÐUR-BORÐUM
20%Afsláttur
AF AUDIO TECHNICA
HEYRNARTÓLUM
20%
AFSLÁTTUR
Allt að
AF ÖLLUM
TURN-
KÖSSUM
50%
Afsláttur
AF PAPPÍR OG BLEKI
FRÁ CANON OG
BROTHER
20%
AFSLÁTTUR
50%
Afslát
tur af
256GB
völdum
SSD d
iskum
4.990
VERÐ
ÁÐUR
9.990
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900
Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
SENDUM FRÍTT
Um land allt allar
vörur allt að 10 kg.
FRÁBÆR TILBOÐ ÚT ALLAN OKTÓBER
5. október 2019 • B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
TILBOÐ
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-3
A
E
0
2
3
F
3
-3
9
A
4
2
3
F
3
-3
8
6
8
2
3
F
3
-3
7
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K