Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 91

Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 91
BÆKUR Skjáskot Bergur Ebbi Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 200 Í annað sinn býður Bergur Ebbi lesendum sínum með sér í ferðalag um vangaveltur sínar um tækni og nútímann. Vangavelturnar geta verið bæði skynsamlegar og vel framsettar en einnig óreiðu- kenndar og ef laust ekki hugsaðar alveg í gegn en það er líklega óhjá- kvæmilegt þegar um vangaveltur er að ræða. Bergur heldur lítið aftur af sér við skrifin, líkt og í fyrri bók sinni Stofuhita, og má sjá fyrir sér að hann setjist niður og skrifi upp hug- myndir sínar óhindrað í nokkrum lotum. Það getur reynst einhverjum erf- itt að lesa slíkan texta en ef maður veit að hverju maður gengur ætti lesandi að geta notið ferðalagsins ágætlega. Aðalviðfangsefni Bergs, sem hann viðurkennir sjálfur að hann sé með á heilanum, er nútím- inn og tæknin. Samhengi og merk- ing eru meginstef bókarinnar og hann veltir fyrir sér hvernig snjall- síminn og samfélagsmiðlar hafa gætt allt í kringum okkur merkingu en einnig falið nauðsynlegt sam- hengi fyrir okkur. Í bókinni reynir Bergur því að skapa samhengi fyrir lesendur sína og leiða þá í gegnum dimma ganga stafrænnar upplýsingasöfnunar. Hljómar kannski ekki spennandi en Bergur er einstaklega laginn við að koma vangaveltum sínum um áhrif snjallsímanotkunar í skemmtilegt form með frásögnum af sjálfum sér í bland við sögulegan fróðleik. Skjáskotið er eitthvað sem Bergur veltir fyrir sér og táknar það fyrir honum eins konar leyni- vopn mannsins gegn tækninni. Hugmyndin þróast svo í huga hans í gegnum bókina og verður að eins konar vopni fólks gegn hvert öðru. Við notum skjáskotið til að geyma eitthvað sem einhver sagði á inter- netinu, liggjum á því og getum síðan beitt því á hárnákvæman hátt til að hafa betur gegn fólki í umræðum. Að lokum er orðið komið með nýja merkingu fyrir höfundi og hann veltir upp þeirri hugmynd að skjárinn fari bókstaflega að skjóta einn og einn notanda af og til. Þann- ig fengjum við beinni tengingu við þann skaða sem snjallsímarnir valda, svipaða tengingu og við höfum við áhættuna sem felst í því að keyra bíl. Ekki svo vitlaus hug- mynd. Bergur er skemmtilegur höf- undur með frjótt ímyndunaraf l. Hann hefur sterkar skoðanir á því sem sem hann fjallar um í bókinni og er ljóst að umfjöllunarefnið er honum kært. Ef eitthvað ætti að setja út á bókina væri það helst frá- gangur hennar sem hefði mátt vera örlítið betri. Innsláttarvillur hér og þar um bókina stinga lesanda stundum en ættu þó ekki að hindra neinn í að njóta þessa skemmtilega ferðalags um tækniheima nútímans með Bergi Ebba. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Klárlega bók fyrir alla sem höfðu gaman af fyrri bók Bergs Stofuhita. Rússnesk rúlletta Á mánudag, hefur göngu sína á ný málfundaröðin Samtal við leikhús þar sem koma saman fræðimenn og leikhúsfólk og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum. Málfundaröðin er samvinnuverk- efni Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum og leikhúsanna. Fyrsta samtalið þetta haustið verður í Veröld – húsi Vigdísar á mánudag, 7. október kl. 17.00. Þar verður rætt um nýja sýningu Þjóð- leikhússins á Ör (eða Maðurinn er Samtal við leikhús Auður Ava Ólafsdóttir, höfundur verksins Ör. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsaga Auðar Övu, Ör, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 2018, spratt á sínum tíma af uppkasti höf- undarins að leikriti sem hún hefur nú lokið við að semja. Leikritið er sjálfstætt verk sem lýtur eigin lögmálum, þótt það byggist á sama grunni og skáldsag- an. Jónas Ebeneser, fráskilinn karl- maður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatna- lilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í heiminum og skilja konur. Auður Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur mun fjalla um verkið og verður svo í pallborði ásamt Ólafi Agli Egilssyni leik- stjóra, höfundinum Auði Övu Ólafs- dóttur og Baldri Trausta Hreinssyni leikara. Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg stýrir umræðunum. Þessi nýja málfundaröð Samtal við leikhús er til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur og er ætlað að tvinna saman tvö af helstu áhugamálum hennar: leikhús og tungumál. OPI Ð 11-1 6 LOKAÐ Á AKU REYRI VEGNA STAR FS- MANN AFERÐ AR MÖRK IN 3 27” IPS QHD 2560x1440, Flicker-free QHD 27” B enq sk jár á hæðar stillan legum fæti 49.99 0 VERÐ ÁÐUR 69.99 0 ONEPL US 7 Magna ður sí mi á ótrúle gu ver ði 79.99 0 VERÐ ÁÐUR 99.99 0 AF ÖLLUM GIGABYTE MÓÐUR-BORÐUM 20%Afsláttur AF AUDIO TECHNICA HEYRNARTÓLUM 20% AFSLÁTTUR Allt að AF ÖLLUM TURN- KÖSSUM 50% Afsláttur AF PAPPÍR OG BLEKI FRÁ CANON OG BROTHER 20% AFSLÁTTUR 50% Afslát tur af 256GB völdum SSD d iskum 4.990 VERÐ ÁÐUR 9.990 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 SENDUM FRÍTT Um land allt allar vörur allt að 10 kg. FRÁBÆR TILBOÐ ÚT ALLAN OKTÓBER 5. október 2019 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl TILBOÐ M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -3 A E 0 2 3 F 3 -3 9 A 4 2 3 F 3 -3 8 6 8 2 3 F 3 -3 7 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.