Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1993, Blaðsíða 9
Inngangur
Introduction
1. Fjármál sveitarfélaga 1990
The development oflocal government fmances in 1990
Sveitarfélög 1990. Á árinu 1990 tóku málefni sveitarfélaga
allnokkrum breytingum sem má einkum rekja til gildistöku
nýrra laga í ársbyrj un um breytta verkaskiptingu milli ríkis og
sveitarfélaga. Auk þess fækkaði sveitarfélögum nokkuð við
samruna fámennra sveitarfélaga, ýmist við önnur slík eða við
fjölmennari sveitarfélög. Árið 1989 voru sveitarfélögin 213
að tölu og hafði þeim fækkað um eitt frá árinu á undan.
Sveitarfélögunum fækkaði um níu á árinu 1990 og voru því
204 í lok þess árs. Frá árinu 1983 hefur sveitarfélögunum
fækkað úr 224 eða um 20. Eins og fjöldi sveitarfélaga hér á
landi gefur til kynna eru flest þeirra tiltölulega lítil og
fámenn. Af þeim sökum er fjárhagur þeirra nokkuð þröngur
og miðast fjármálastjórn þeirra við að hann sé sem næst í
jafnvægi.
Skýrslur Hagstofu um fjármál sveitarfélaga byggja á
ársreikningum þeirra. Á undanförnum árum hefur verið lagt
hart að sveitarfélögum að standa skil á reikningum sínum en
skilin hafa verið með misjöfnum hætti og því tafið
skýrslugerðina. Skýristþað meðal annars af þvíhve mörg og
fámenn sveitarfélög eru hér á landi. Skilin hafa þó batnað
verulega á síðustu árum og hefur tekist að afla gagna frá
langflestum sveitarfélaganna. Eftirfarandi yfirlit sýnir
skiptingu sveitarfélaganna og íbúafjölda þeirra ásamt skilurn
þeirra á ársreikningum.
1. yfirlit. Sveitarfélög 1989 og 1990. Skil ársreikninga
Table 1. Local government in 1989 and 1990. Annual accounts returned
Allt landið Whole country Höfuð- borgar- svæðið'* Capital regionn Önnur sveitarfélög eftir íbúafjölda Other municipalities by number ofinhab.
>3.000 1.000- 3.000 400- 999 <400
Árið 1989 1989
Heildarfjöldi sveitarfélaga 213 9 7 20 22 155 Municipalities, total
Hlutfallsleg skipting 100,0 4,2 3,3 9,4 10,3 72,8 Percentage break-down
Heildarfjöldi íbúa 253.430 143.794 41.407 30.336 13.682 24.211 Inhabitants, total
Hlutfallsleg skipting 100,0 56,7 16,3 12,0 5,4 9,6 Percentage break-down
Skil ársreikninga Annual accounts returned
Fjöldi sveitarfélaga 206 9 7 20 22 148 Municipalities
Hlutfall af heildarfjölda 96,7 100,0 100,0 100,0 100,0 95,5 Per cent oftotal
Fjöldi íbúa 252.673 143.794 41.407 30.336 13.682 23.454 Inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda 99,7 100,0 100,0 100,0 100,0 96,9 Per cent oftotal
Árið 1990 1990
Heildarfjöldi sveitarfélaga 204 9 7 19 25 144 Municipalities, total
Hlutfallsleg skipting 100,0 4,4 3,4 9,3 12,3 70,6 Percentage break-down
Heildarfjöldi íbúa 255.708 145.980 41.673 29.504 15.694 22.857 Inhabitants, total
Hlutfallsleg skipting 100,0 57,1 16,3 11,5 6,1 8,9 Percentage break-down
Skil ársreikninga Annual accounts returned
Fjöldi sveitarfélaga 200 9 7 19 25 140 Municipalities
Hlutfall af heildarfjölda 98,0 100,0 100,0 100,0 100,0 97,2 Per cent oftotal
Fjöldi íbúa 255.391 145.980 41.673 29.504 15.694 22.540 Inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda 99,9 100,0 100,0 100,0 100,0 98,6 Per cent oftotal
Höfuðborgarsvæðið nær yfir þéttbýlissveitarfélögin og nærliggjandi sveitarfélög frá Hafnarfirði að Hvalfjarðarbotni. Capital region includes capital area
and the neighbouring district.