Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1993, Blaðsíða 13
Sveitarsjóðareikningar 1990
11
Afkoma sveitarfélaga 1990. Umfang sveitarfélaga eins
og það kemur fram í þessari skýrslu er annað en það sem mælt
er í þjóðhagsreikningum. Munurinn skýrist einkum af því að
hér eru fjármál sveitarfélaga sett fram sérstaklega, en í
þjóðhagsreikningum eru þau talin hluti af starfsemi hins
opinbera í heild. Þetta snertir fyrst og fremst innbyrðis
viðskipti rikissjóðs og sveitarfélaga og þar með hvar útgjöld
af sameiginlegri starfsemi þessara aðila eru talin. I þjóðhags-
reikningum eru tilfærslur frá rikissjóði til sveitarfélaga færðar
sem útgjöld hjá ríkissjóði og koma til frádráttar vergum
(brúttó) útgjöldum sveitarfélaga. I reikningum sveitarfélaga
- og þar með í þessari skýrslu - eru þessar tilfærslur taldar til
tekna hjá þeim og koma þannig á móti vergum útgjöldum
þeirra. Þá koma tekjur af seldri þjónustu sveitarfélaga til
lækkunar á útgj öldum þeirra í uppgjöri þj óðhagsreikninga og
teljast í flestum tilvikum til einkaneyslu. Hjá sveitarfélögum
eru þessar tekjur færðar í tekjuhlið rekstrarreiknings og eru
hluti af ráðstöfunarfé þeirra. Að síðustu eru öll fjármál
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga talin hjá sveitarfélögum í þjóð-
hagsreikningum. I þessari skýrslu kemur fram hjá sveitar-
félögum eingöngu sá hluti af fjármálum Jöfnunarsjóðs. sem
varðar viðskipti hans við þau, en fyrirgreiðsla sjóðsins við
aðra aðila er ekki meðtalin.
I þessari umfjöllun um fjármál sveitarfélaga á árinu 1990
er í yfirlitstöflum reynt að sýna þau í samhengi við afkomu
þeirra árið á undan. Með því móti fæst gleggri mynd en ella
af helstu breytingum sem urðu á fjárhag sveitarfélaganna á
árinu 1990. I 3. yfirliti er gefin nokkur mynd af fjármálum
sveitarfélaganna þessi tvö ár.
3. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1989 og 1990
Table 3. Local govemment revenue and expenditure 1989 and 1990
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfall af VLF"
Million ISK at current prices Per cent ofGDP
1989 1990 1989 1990
Heildartekjur 30.284 31.810 9,8 9,0 Total revenue
Skatttekjur 19.993 22.584 6,5 6,4 Tax revenue
þ.a. beinir skattar 12.055 13.702 3,9 3,9 Direct taxes
þ.a. óbeinir skattar 7.938 8.882 2,6 2,5 Indirect taxes
Þjónustutekjur 4.864 5.350 1,6 1,5 Service revenue
Vaxtatekjur 1.522 1.278 0,5 0,4 Interest
Tekjur til fjárfestingar 3.091 2.117 1,0 0,6 Capital transfers received
Ymsar tekjur 814 481 0,3 0,1 Other revenue
Heildargjöld 32.104 31.829 10,4 9,0 Total expenditure
Rekstrargjöld 20.423 20.498 6,6 5,8 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 2.375 1.730 0,8 0,5 Interest
Gjöld til fjárfestingar 9.306 9.601 3,0 2,7 Investment outlays
Tekjujöfnuður -1.820 -19 -0,6 0,0 Revenue balance
11 Verg landsframleiðsla, en hún var 308.506 m. kr. 1989 og 354.379 m. kr. 1990. Magnaukning VLF var 0,2% fyrra árið og 0,5% það seinna. Gross domestic
product was 308,506 m ISK in 1989 and 354,379 m ISK in 1990, an increase ofO.2% the former year and 0.5% the latter.
Árið 1990 var jafnvægi milli tekna og gjalda hjá sveitar-
félögum í heild. Er það svipuð niðurstaða og var lengst af á
áratugnum á undan en mun betri afkoma en árið 1989 þegar
verulegur halli var hjá sveitarfélögunum í heild. Heildartekjur
og heildargjöld sveitarfélaganna svöruðu til um 9% af
landsframleiðslu árið 1990. Árið á undan nam hlutfall tekna
9,8% af landsframleiðslunni og hlutfall gjalda 10,4%.
Hlutfallslækkunin árið 1990 stafaði einkum af breytingum á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem skýrt var hér að
framan. Áratuginn 1980-1990 hefur umfang sveitarfélaga
mælst á bilinu 9 til rösklega 10% af landsframleiðslu hvers
árs. Á sama tíma jókst landsframleiðslan verulega eða um
30% að raungildi.
Tekjur sveitarfélaganna eru af þrennum toga, þ.e. skatt-
tekjur, eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum. Síðasttaldi
tekjustofninn kemur aðallega frá ríkinu og er vegna greiðslu
á hlutdeild þess í sameiginlegum verkefnum með sveitar-
félögum. I þeim yfirlitum, sem hér eru sýnd, er hugtakið
þjónustutekjur notað sem samheiti fyrir eigin rekstrartekjur
sveitarfélaga af veittri þjónustu auk framlaga frá öðrum til
rekstrar, svo sem vegna kostnaðarhlutdeildar annarra í
sameiginlegum rekstri.
Á níunda áratugnum var hlutfall rekstrar- og fjármagns-
kostnaðar annars vegar og fjárfestingar hins vegar mjög
stöðugt hjá sveitarfélögunum. Af útgjöldum sveitarfélaga
rann um fjórðungur til fjárfestingar á þessu tímabili. Árið
1989 hækkaði hlutfallið í um 29% og enn frekar á árinu 1990
er það nam um 30% af heildarútgjöldunum.
Afkoma sveitarfélaga er afar mismunandi. Þar sem þau eru
mjög breytileg að stærð, legu og íbúafjölda er erfitt að finna
hentugan mælikvarða til að bera fjármál þeirra saman með
góðu móti. Til að fá vísbendingu um mismunandi afkomu