Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1993, Blaðsíða 11
Sveitarsjóðareikningar 1990
9
kostnaður af ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í grunn-
skólum, greiðist úr ríkissjóði. Til ársloka 1989 var
þessum kostnaði mætt að hluta af sveitarfélögum.
h) Rekstrarkostnaður framhaldsskóla og framhalds-
deilda grunnskóla greiðist af ríkissjóði. Fyrir
breytinguna greiddi ríkissjóður kennaralaun og
helming rekstrarkostnaðar fjölbrautaskóla, en hjá
iðnskólum greiddi hann kennaralaunin og helming af
kostnaði vegna viðhalds á húsnæði og tækjum,
flutningskostnaði og heilbrigðisþjónustu. Annan
rekstrarkostnað þessara skóia greiddu viðkomandi
sveitarfélög til ársloka 1989.
i) Framlög sveitarfélaga til sýsluvegasjóða féllu niður.
Til ársloka 1989 kom stærstur hluti tekna sýslu-
vegasjóða frá ríkinu en hreppsfélög lögðu þó að
jafnaði til um þriðjung af tekjum þein-a.
2. Tilfœrsla verkefna til sveitarfélaga
a) Þátttaka ríkisins í byggi ngu dagvistarheimi 1 a sveitar-
félaga féll niður. Með þeirri breytingu var horfið frá
50% hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgjöldum.
b) Niður var felld 35% kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í
útgjöldum vegna heimilishjálpar.
c) Rekstrarkostnaðurgrunnskólagreiðistallurafsveitar-
félögum að frátöldum kennslulaunum. Aður greiddi
ríkið launakostnað vegna kennslu, stjórnunarstarfa,
bókasafna o.fl. Að auki tók ríkissjóður þátt í ýmsum
kostnaði, svo sem húsaleigu, skyldutryggingum,
heilbrigðisþjónustu og skólaakstri.
d) Stofnkostnaður grunnskóla greiðist allur af sveitar-
félögum, en til ársioka 1989 greiddi ríkissjóður 50%
af stofnkostnaði kennslurýmis og verulegan hluta af
stofnkostnaði við heimavistarrými og kennaraíbúðir.
e) Felld var niður þátttaka ríkisins í launakostnaði
tónlistarskóla. Fyrir breytinguna lagði ríkissjóður til
sem svaraði heimingi af launum skólastjóra og
kennara.
f) Felld var niðurþátttaka ríkisins í stofnkostnaði íþrótta-
mannvirkja á vegum sveitarfélaga, en áður nam
hlutdeild þess 40% af utgjöldum í þessu skyni.
g) Felld var niður þátttaka ríkissjóðs í byggingu félags-
heimila. Fyrir breytinguna gat styrkur úr ríkissjóði
um Félagsheimilasjóð numið allt að 40% af
stofnkostnaðinum.
h) Sérstök framlög ríkisins til vatnsveitna sveitarfélaga
voru felld niður. Með heimild í lögum um aðstoð til
vatnsveitna nr. 93/1947 hefur ríkið styrkt vatnsveitu-
framkvæmdir eftir sérstökum reglum. Að auki var
ríkinu heimilt að styrkja vatnsveitugerð í sveitum
samkvæmt jarðræktarlögum.
i) Felld voru niður lög um landshafnir og sveitarfélög
yfirtaka rekstur þeirra, en áður kostaði ríkissjóður
stofnkostnað þeirra og rekstur.
3. Aðrar breytingar
Með lögum nr. 82/1989 var hlutverki Framkvæmda-
sjóðs aldraðra breytt og hefur sjóðurinn nú heimild til
að styðja uppbyggingu heimaþjónustu í sveitar-
félögum, einkum í dreifbýli. Sjóðurinn styrkir þó
ekki byggingu íbúða fyrir aidraða sem reka á sem
leigubúðir.
Af upptalningunni hér að framan má ráða að verkaskipting
millin'kisogsveitarfélagaermuneinfaldarieftirbreytinguna
en fyrir hana og að hún hefur talsverð áhrif á útgjöld og tekjur
hinna ýmsu málaflokka sveitarfélaga. Ekki er þó unnt að
greina af neinni nákvæmni bein fjárhagsleg áhrif breyttrar
verkaskiptingar milii ríkis og sveitarféiaga á útgjöld þeirra og
tekjur. I yfirliti 2 er reynt að gefa vísbendingu um þessi áhrif
eftir málaflokkum, en í vissum tilvikum eru upplýsingar
ónógar. Einnig má ætla að samanburðurinn geti riðlast af því
að inn í tölur ársins i 990 komi fjárhæðir vegna uppgjöra fyrri
ára. Samkvæmt verkaskiptalögunum ber ríkissjóði að greiða
sveitarfélögum á árunum 1990-1993 framlög vegna áfallinna
skuldbindinga ríkissjóðs við byggingu dagvistarheimila,
grunnskóla, íþróttamannvirkja og félagsheimila miðað við
stöðu framkvæmda í árslok 1989.
I yfirliti 2 er reynt að draga fram útgjöld og þjónustutekjur
þeirra málaflokka er verkaskiptalögin snerta.