Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1995, Side 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1994
4. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1993-1994
Summary 4. Local government revenue and expenditure 1993-1994
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Million ISK at current prices Hlutfall af vlfl) Percent of GDP
1993 1994 1993 1994
Heildartekjur 37.731 38.331 9,2 8,8 Total revenue
Skatttekjur 25.484 26.271 6,2 6,1 Tax revenue
Beinir skattar 15.636 19.581 3,8 4,5 Direct taxes
Obeinir skattar 9.848 6.690 2,4 1,5 Indirect taxes
Þjónustutekjur 8.023 9.012 2,0 2,1 Service revenue
Vaxtatekjur 846 548 0,2 0,1 Interest
Tekjur til fjárfestingar 3.364 2.484 0,8 0,6 Capital transfers received
Ymsar tekjur 14 16 0,0 0,0 Other revenue
Heildargjöld 43.442 45.756 10,6 10,6 Total expenditure
Rekstrargjöld 28.856 32.218 7,0 7,4 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 2.350 1.899 0,6 0,4 Interest
Gjöld til fjárfestingar 12.236 11.639 3,0 2,7 Investment outlays
Tekjujöfnuður -5.711 -7.425 -1,4 -1,7 Revenue balance
" Verglandsframleiðsla. Húnnam 410.860 m.kr. 1993 og 433.242 m.kr. 1994 samkvæmt gögnum Þjóðhagsstofnunar. Landsframleiðslanjókst uml,l%að
raungildi fyrra árið og um 2,8% seinna árið. Gross domestic product amounted to 410,860 million ISK in 1993 and 433,242 million ISK iti 1994.
Árið 1994 voru heildargjöld sveitarfélaga 7,4 milljarðar
króna umfram heildartekjur samanborið við 5,7 milljarða
króna halla árið áður. Þetta er mun meiri halli en þekkst hefur
hjá sveitarfélögum um langt skeið og svaraði hann til 15% af
tekjum þeirra fyrra árið og 19,5% það seinna. Heildartekjur
sveitarfélaga námu 8,8% af landsframleiðslu ársins 1994 og
heildargjöld þeirra 10,6%. Áratuginn 1980-1990 mældust
umsvif sveitarfélaga yfirleitt á bilinu 9-10% af landsfram-.
leiðslu hvers árs. Á sama tíma jókst landsframleiðslan um
30% að raungildi.
Tekjursveitarfélagaeru afþrennumtoga; skatttekjur, eigin
rekstrartekjur og framlög frá öðrum. Síðasttaldi tekjustofninn
kemur aðallega frá ríkissjóði vegna greiðslu á hlutdeild hans
í sameiginlegum verkefnum með sveitarfélögum. I þeim
yfirlitum sem hér eru sýnd er hugtakið þjónustutekjur notað
sem samheiti fyrir rekstrartekjur sveitarfélaga af veittri
þjónustu að viðbættum rekstrarframlögum frá öðrum, svo
sem vegna kostnaðarhlutdeildar í sameiginlegum rekstri.
Á níunda áratugnum var hlutfall rekstrar- og fjármagns-
kostnaðar annars vegar og fjárfestingar hins vegar af
heildarútgjöldum sveitarfélaga tiltölulega stöðugt. Á þessu
tímabili rann um fjórðungur af heildarútgjöldum sveitarfélaga
til fjárfestingar. Árin 1989-1992 hækkaði hlutfall fjár-
festingarútgjalda í um og yfir 30%. Það lækkaði í 28% á árinu
1993 og í 25% á árinu 1994.
Afkoma sveitarfélaga er afar mismunandi. Þar sem þau eru
mjög breytileg að stærð, legu og íbúafjölda er erfitt að finna
hentugan mælikvarða til að bera fjármál þeirra saman. Til að
fá visbendingu um mismunandi afkomu þeirra eru hér dregnar
fram ýmsar upplýsingar um tekjur og gjöld sveitarfélaga á
hvem fbúa. Þetta kemur fram í 5. yfirliti en þar em flokkuð
saman sveitarfélög með svipaðan íbúafjöldaog afkoma þeirra
sýnd á hvern íbúa í samanburði við önnur sveitarfélög.