Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.05.1998, Blaðsíða 20
18
Utanríkisverslun 1997 - vöruflokkar og viðskiptalönd
11. yfirlit sýnir útflutning eftir atvinnugreinum, ÍSAT 95.
Eins og ætla má er matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
mikilvægasta útflutningsgreinin með 71 % hlutdeild en næst
kemur framleiðsla málma með 15% hlutdeild, þar sem
álframleiðsla ber stærstan hlut. Af einstökum atvinnugreinum
jókst útflutningsverðmæti mest í framleiðslu málma vegna
aukins útflutnings úr áliðnaði en einnig varð aukning í
útflutningi úr framleiðslu farartækja, vegna skipasmíða, og
á útflutningi úr matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, aðallega
vegna mjöl- og lýsisvinnslu. Nánari sundurliðun útflutnings
eftir atvinnugreinum er birt í töflu 7.
11. yfirlit. Útflutningur eftir atvinnugreinum (ÍSAT 95) árin 1996 og 1997
Fob-verð á gengi hvors árs 1996 1997 Breyting frá fyrra ári, %
Millj. kr. % Millj. kr. %
Samtals 125.690 100,0 131.213 100,0 4,4
01 Landbúnaður og dýraveiðar 701 0,6 561 0,4 -20,0
02 Skógrækt, skógarhögg og tengd biónusta 0 0,0 - - -
05 Fiskveiðar 4.679 3,7 4.630 3,5 -U
14 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu 978 0,8 916 0,7 -6,3
15 Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður 91.645 72,9 92.814 70,7 1,3
17 Textíliðnaður 1.005 0,8 1.106 0,8 10,1
18 Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna 1.286 1,0 1.292 1,0 0,5
19 Leðuriðnaður 35 0,0 39 0,0 10,8
20 Trjáiðnaður 13 0,0 28 0,0 118,7
21 Pappírsiðnaður 249 0,2 208 0,2 -16,5
22 Utgáfustarfsemi og prentiðnaður 54 0,0 74 0,1 37,0
23 Framleiðsla á koxi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti 76 0,1 78 0,1 1,7
24 Efnaiðnaður 629 0,5 547 0,4 -12,9
25 Gúmmí- og plastvöruframleiðsla 383 0,3 524 0,4 36,9
26 Gler-, leir- og steinefnaiðnaður 153 0,1 189 0,1 23,8
27 Framleiðsla málma 16.460 13,1 19.554 14,9 18,8
28 Málmsmíði og viðgerðir 211 0,2 258 0,2 22,1
29 Vélsmíði og vélaviðgerðir 1.928 1,5 1.888 1,4 -2,1
30 Framleiðsla á skrifstofuvélum og tölvum 37 0,0 16 0,0 -57,6
31 Framl. og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og -tækja 93 0,1 39 0,0 -57,9
32 Framleiðsla og viðgerðir úarskiptabúnaðar og -tækja 3 0,0 3 0,0 28,5
33 Framl./viðhald á lækningat., mæli- og rannsóknart., úrum o.fl. 293 0,2 485 0,4 65,6
34 Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla 13 0,0 32 0,0 158,5
35 Framleiðsla annarra farartækja 4.171 3,3 5.305 4,0 27,2
36 Húsgagnaiðn., skartgripasmíði og annar ótalinn iðnaður 12 0,0 12 0,0 5,0
92 Tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi 92 0,1 88 0,1 -3,9
98 Otilgreind starfsemi 492 0,4 527 0,4 7,1
í 12. yfirliti eru birtar tölur um innflutning eftir atvinnu-
greinum. Mesta hlutdeild, 12% af heildarinnflutningi, átti
innflutningur úr atvinnugreininni vélsmíði og vélaviðgerðir
(stórir liðir eru framleiðsla og viðhald véla til almennra nota
og annarra sérhæfðra véla). Næstmesta hlutdeild átti
innflutningur úr framleiðslu vélknúinna ökutækja og þar jókst
innflutningur einnig mest milli ára í krónum talið. Einnig
jókst innflutningur vörutegunda úr atvinnugreinunum fram-
leiðsla og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla- og tækja
og vélsmíði og vélaviðgerðir. A móti kom að innflutningur
úr framleiðslu annarra farartækja (skipasmíði) dróst saman.
Nánari sundurliðun innflutnings eftir atvinnugreinum er að
finna í töflu 8.