Vinnumarkaður - 01.10.1994, Síða 121

Vinnumarkaður - 01.10.1994, Síða 121
Greinargerð um aðferðir og hugtök 119 Ónóg atvinna. Ef svarandi vann minna en 40 klst. í viðmiðunarvikunni og jafnframt minna en hann gerir að jafnaði vegna verkefnaskorts, vinnudeilu eða atvinnuleysis hluta úr vikunni en var jafnframt að leita sér að annarri vinnu eða aukastarfi telst hann hafa ónóga atvinnu. Ef svarandi er í hlutastarfi en vill vera í fullu starfi og heildarvinnutími hans í viðmiðunarvikunni að meðtöldum aukastörfum var undir 40 klst. telst hann einnig hafa ónóga vinnu. Starfsgrein. Starf svarenda eða síðasta starf þeirra er flokkað í samræmi við íslenska starfaflokkun, ISTARF 95, sem byggð er á alþjóðastarfaflokkuninni, ISCO-88. Við flokkunina eru notuð fjögur þrep flokkunarkerfisins en niðurstöður birtar skv. fyrsta þrepi. Starfshlutfall. Svarandi telst vera í fullu starfí ef hann vinnur að jafnaði 35 klst. eða meira á viku. Hann telst vera í hlutastarfi ef hann vinnur 1-34 klst. að jafnaði á viku. Vinnutími. Við útreikning á vinnutíma í viðmiðunar- vikunni er aðeins reiknað með þeim svarendum sem höfðu unnið 1 klst. eða fleiri í aðalstarfi eða aukastarfi. Nokkuð er um brottfall í spumingum um vinnutíma. Þar sem brottfall í vinnutímaspumingum er mismikið eftir starfsstéttum hafa svörin verið bætt með því að setja inn reiknuð gildi. I stað óþekkts svars er sett líklegasta tölugildi sem fundið er með aðhvarfsgreiningu eftir kyni, starfshlutfalli og starfsgrein. Með þessu móti ætti að fást betra mat á meðalvinnutíma. 9.1.5 Vogir, mat á stærðum og ársmeöaitöl Að baki ársmeðaltölum liggja báðar kannanir ársins. Allar heildarstærðir og hlutfallsskiptingar eru metnar með því að vega hvert svar. Vogir em fengnar með eftirfarandi jöfnu: _ ' ^ka Formúla9.1 vkam ~ . * 2 nkam +n*kam þar sem Jj = meðalmannfjöldi á aldrinum 16-74 ára, n = fjöldi svarenda, n* = fjöldi í úrtakinu með lögheimili á Islandi en aðsetur erlendis, k = kyn svaranda, a = aldur svaranda {16,17,18-19,20-24,25-29,.., 65-69, 70-73, 74 ára} og m = {aprílkönnun, nóvemberkönnun}. 9.1.6 Munur á tölum í skýrslunni og áður útgefnum tölum Nokkur munur er á tölum sem hér eru birtar og þeim sem áður hafa birst í fréttatilkynningum, Hagtíðindum og Landshögum. Helstu ástæður em þessar: 1. Fyrri gögn hafa verið samræmd og leiðrétt þar sem skráningarskekkjur hafa fundist. 2. Fyllt er upp í svör við spumingum þar sem svör vantar. Það er gert með reikniaðferðum eða með því að líklegt svar er leitt af öðrum svömm í könnuninni. Þetta hefur aðallega haft áhrif á mat á lengd vinnuviku í fyrstu þremur könnunum. Brottfall í spumingum þar að lútandi var þá hlutfallslega meira en síðar einkum meðal starfstétta með langan vinnudag svo sem bænda og sjómanna. 3. Svör sem em órökrétt miðað við aðrar upplýsingar, t.d. um hjúskaparstétt í þjóðskrá, hafa verið leiðrétt. 4. Flokkun atvinnugreina, starfsgreina og menntunarstigs hefur verið endurskoðuð. 5.Sömu skilgreiningar á hugtökum hafa verið notaðar fyrir allar kannanimar til að gæta samræmis. Þetta hefur m.a. leitt til endurskoðunar á fyrri tölum um skiptingu mannfjöldans milli starfandi, atvinnulausra og utan vinnuafls. 6. Allar tölur eru nú vegnar eftir kyni og aldri skv. upplýsingum um meðalmannfjölda á hverju ári en fyrri tölur voru óvegnar. Þetta hefur einkum aukið vægi 16 og 17 ára fólks í könnuninni og því haft áhrif til lækkunar á mati á atvinnuþátttöku frá fyrri tölum. 7. Allar áætlaðar heildartölur hafa verið umreiknaðar til samræmis við meðalmannljölda á viðkomandi ári að frádregnumfjöldaþeirrasemvinnumarkaðskannanimar gefa vísbendingu um að séu búsettir erlendis en eiga lögheimili á íslandi. Þetta hefur einkum haft áhrif til lækkunar á metnum heildarfjölda fólks á vinnumarkaði. 9.2 Skráð atvinnuleysi og áætlaður mannafli 9.2.1 Uppruni gagna Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins safnar mán- aðarlega upplýsingum frá opinberum vinnumiðlunum um skráða atvinnuleysisdaga. Vinnumálaskrifstofan birtirþessar niðurstöður eftir kyni og landssvæðum í Yfirliti um atvinnuástandið. Þá hefur Hagstofan, frá því árið 1986, safnað ársQórðungslega skýrslum frá sömu aðilum um lengd atvinnuleysis eftir kyni og aldri. Miðað er við lok febrúar, maí, ágúst og nóvember. Frá 1986 t.o.m. febrúar 1988 var miðað við síðasta virkan föstudag í hverjum mánuði. Frá maí 1988 hefur verið miðað við síðasta virkan daghversviðmiðunarmánaðar. Þjóðhagsstofnunhefurárlega áætlað fjölda ársverka. 9.2.2 Þekja og áreiðanleiki Skráð atvinnuleysi. Skráning hjá opinberri vinnumiðlun er forsenda þess að fólk fái greiddar atvinnuleysisbætur. Ekki er öllum atvinnulausum kunnugt um þennan rétt. Sjálfstætt starfandi fólk og þeir sem ekki hafa áður verið á vinnumarkaði, svo sem námsfólk og heimavinnandi fólk, hafa takmarkaðan bótarétt. Ennfremur má gera ráð fyrir að á hverjum tíma séu einhverjir skráðir atvinnulausir sem í reynd eru ekki reiðu- búnir að hefja störf. Þessir meinbugir á opinberri atvinnuleysiskráningu valda því að hún gefur ekki fyllilega rétta mynd af raunverulegu atvinnuleysi í landinu, þ.e. fjölda þeirra sem á hverjum tíma eru að leita sér að vinnu o_g geta hafið störf strax. Áætlaður mannafli. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um mannafla, sem notaðar eru til grundvallar við útreikning á hlutfallslegu atvinnuleysi, eru byggðar á upplýsingum um vinnuvikur samkvæmt gögnum skattyfirvalda. Þessar upplýsingar hafa hins vegar legið frekar seint fyrir og því eru mannaflatölur 1992 og 1993 áætlaðar af Þjóðhagsstofnun. Árið 1991voru vinnuvikur taldar hjá launþegum í völdum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki greiddu samtals sem nam 62,9% af heildarlaunum á árinu 1991. Fjöldi vinnuvikna annarra launþega var áætlaður með hliðsjón af meðaltekjum í hverri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnumarkaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.