Vinnumarkaður - 01.06.1998, Page 197
Greinargerð um aðferðir og hugtök
195
Tíðni kannana og ársmeðaltöl. Vinnumarkaðskannanir
Hagstofunnar eru aðeins gerðar tvisvar á ári. Það getur leitt
til ónákvæmni við mat á stærðum sem eru háðar árstíða-
sveiflum. Mat á meðalatvinnuleysi á ári er dæmi um slíka
stærð þar sem atvinnuleysi einnar viku í apríl og einnar viku
i nóvember er notað til að meta meðallj ölda atvinnulausra allt
árið. Ef sveiflur í skráðu atvinnuleysi undanfarinna tuttugu
ára eru skoðaðar virðist þó sem meðaltal mánaðanna apríl og
nóvember geft allgóða mynd af meðalatvinnuleysi hvers árs
(sjá mynd 9.1). Á þessu tuttugu ára tímabili var munurinn á
meðaltali þessara mánaða og meðaltali alls ársins mest 316
einstaklingar. Yfirleitt var meðalatvinnuleysi í apríl og
nóvember nokkru lægra en ársmeðaltalið, einkum fram til
ársins 1988. Frá 1988 hefur meðalfrávik þessara mánaða frá
ársmeðaltalinu verið innan við 1 %. Það er því ekki tilefni til
að ætla annað en að skekkjur í vinnumarkaðs-könnunum
Hagstofunnar af þessum sökum séu ekki meiri en viðunandi
sé.
Endurnýjun úrtaksins. Fjórðungur úrtaksins er endur-
nýjaður í hvert skipti sem könnun fer fram og hefur þetta
áhrif á aldursskiptingu úrtaksins. Á hverju vori er t.d. enginn
eftir í úrtakinu í aldurshópnum 16 ára. Þeir sem áður voru 16
ára hafa nú elst um eitt ár. Endumýjun úrtaksins veldur því
að 16 ára aldurshópurinn er aðeins ljórðungur af því sem
hann ætti að vera ef úrtakið væri allt valið í einu. Skekkjan
erhelmingi minni fyrir 17 ára aldurshópinn og hverfur frá og
með 18. aldursárinu. Þetta getur leitt til ofmats á fjölda fólks
á vinnumarkaði þar sem lítil atvinnuþátttaka tveggja yngstu
aldurshópanna ætti að öllu jöfnu að hafa áhrif til lækkunar á
mati á atvinnuþátttöku heildarinnar. Við þessu hefur verið
bmgðist með því að taka sérstakt tillit til 16 og 17 ára fólks
þegar úrtakið er vegið. Eins og getið var hér að framan var
úrtökurammanum breytt í nóvember 1994 til að þessir tveir
aldurshópar skili sér hlutfallslega rétt í úrtakið.
Frequency of the surx’ey and annual estimates. As the
labour force survey is only conducted twice each year,
estimates of totals which are subject to seasonal variations
can differ frorn the tme totals. Using registered unemploy-
ment in April and November 1975-1996 as compared with
the annual averages in this period as a benchmark, the
estimates of the annual total using only these two months
seem to be somewhat conservative on the average and
approximately non-biased during the period from 1988-
1996 (cf. Figure 9.1).
Renewal ofthe sample. As each rotation group is selected
by a simple random sampling with equal sampling fraction
across age cohorts, the two youngest age groups are
underrepresented in the sample. This results in biased esti-
mates of the total labour force participation rate as these age
cohorts have a lower labour force participation than the
average. This has been dealt with by using a weighting
scheme with age groups 16,17,18-19 and thereaffer at five-
year intervals. As mentioned above, from November 1994
the sampling scheme was altered in order to ensure propor-
tionate representation of these two age cohorts.