Gistiskýrslur - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Gistiskýrslur - 01.08.1995, Blaðsíða 5
Formáli í júní árið 1984 hóf Hagstofan reglubundna söfnun á upp- lýsingum um framboð á gistirými og fjölda gistinátta. Söfnunin tók til allra tegunda gistingar að sumarbústöðum stéttarfélaga undanskildum. Gagnasöfnunin fór hægar af stað en æskilegt hefði verið. Kom tvennt til, verkið reyndist umfangsmeira en ætlað var í fyrstu og skýrsluskil reyndust slök lengi vel. Arið 1994 var gefið út ritið Gistiskýrslur 1984-1993, en áður höfðu gistitölur verið birtar í hagtölu- árbók Hagstofunnar, Landshögum, íHagtíðindum, Norrœnu tölfrœðiárbókinni og meðal gagna á ferðamálaráðstefnum. Gistiskýrslur 1994 er því annað ritið í þessari ritröð Hag- stofunnar en ætlunin er að gistiskýrslur verði gefnar út árlega. Enn reynist erfitt að innheimta gistiskýrslur, sérstaklega frá heimagististöðum, minni tjaldsvæðum, svefnpokagisti- stöðum og skálum á hálendi. Skýrsluskil frá hótelum og gistiheimilum ásamt farfuglaheimilum eru góð en mættu vera reglulegri þar sem markmiðið er að birta gistitölur einnig í mánaðariti Hagstofunnar, Hagtíðindum. Skýrsluskil frá bændum voru mjög góð á síðasta ári miðað við fyrri ár og er það árangur ítrekaðra áskorana bæði ferðamálafulltrúa og Hagstofunnar. Eigendur nýrra gististaða eru greinilega vel upplýstir um mikilvægi gagnasöfnunarinnar því gistiskýrslur frá þeim hafa borist bæði fljótt og vel. Gagnasöfnunin gengur því mun betur en áður og á eflaust eftir að verða enn betri. Af samtölum við þá rekstraraðila sem ekki skila skýrslum hefur komið í ljós að ósjaldan telja þeir gistingu hjá sér svo litla að ekki svari fyrirhöfninni að útbúa skýrslur. Þessar upplýsingar eru þó ekki síður mikilvægar þar sem Hag- stofunni er ekki kunnugt um annað en að gististaðurinn sé opinn og í fullum rekstri. Þá eru þeir sem hika við að afhenda opinberri stofnun upplýsingar um seldar gistinætur. I þessu sambandi skal ítrekað að allar upplýsingar, sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og varða einstaka rekstraraðila, er farið með sem trúnaðarmál. Meginregla Hagstofunnar er að hagskýrsluupplýsingar, er varða einstaklinga eða fyrirtæki, eru aldrei látnar öðrum í té, hvorki opinberum aðilum né einkaaðilum og eru aðeins birtar samandregnar í töflu- yfirlitum. Töflugerðin er við það miðuð að upplýsingarnar verið ekki raktar beint eða óbeint til einstakra aðila. Þá má benda á að upplýsingar þær sem seljendur gistiþjónustu láta Hagstofu í té koma ekki síst þeim sjálfum til góða við skipu- lagningu starfseminnar og markaðsrannsóknir. A Hagstofunni hefur Rut Jónsdóttir haft umsjón með öflun og úrvinnslu gistiskýrslna og samið þetta rit. Asamt henni hefur Guðný Ragnarsdóttir unnið að söfnun gistiskýrslna. Uppsetningu og umbrot annaðist Þyrí M. Baldursdóttir. Hagstofu íslands í ágúst 1995 Hallgrímur Snorrason Preface In June 1984 Statistics Iceland began collecting data on the supply and use of tourist accommodation on a regular basis. The data collection extended to overnight stays in all types of tourist accommodation with the exception of trade-union summer houses. The process of data collection was slow to begin with, primarily as a result of poor response from the providers of such accommodation. This situation, however, has gradually been changing and in 1994 Statistics Iceland publiched its first report on the subject, Tourist Accommo- dation 1984-1993. Prior to that tourist accommodation data had been published sporadically, e.g. in the yearbook, Sta- tistical Abstract oflceland, in Monthly Statistics, Yearbook of Nordic Statistics and in special reports prepared for con- ferences on the tourist industry. Recently tourist accommodation operators have responded much better than before to the institution’s questionnaires althought it still remains difficult to collect all reports, par- ticularly from operators of private-home accommodation, small camping sites, sleeping-bag facilities and highland lodges. Reports from hotels, guesthouses and youth hostels have been fully satisfactory as before, although not always sufficiently regular for the purposes of Statistics Iceland. Last year’s retums from farm guesthouses were a great im- provement over those of previous years. In general, all new operators have faithfully and quickly returned their reports on ovemight stays, and they are obviously aware of the im- portance of having reliable statistics in this field. At Statistics Iceland, Rut Jónsdóttir has been in charge of the collection of tourist accommodation reports and the sub- sequent data processing besides compiling the present sta- tistical report. Guðný Ragnarsdóttir assisted her in collect- ing the reports. The lay-out was in the hands of Þyrí M. Baldursdóttir. Statistics Iceland in August 1995 Hallgrímur Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Gistiskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.