Gistiskýrslur - 01.08.1995, Page 9

Gistiskýrslur - 01.08.1995, Page 9
Inngangur Introduction 1. Gistináttatalning Hagstofu íslands 1. Statistics on overnight stays Gistiskýrslur eru nú gefnar út í annað sinn. Gistiskýrslur 1984-1993 komu út árið 1994. í því riti eru birtar gistitölur frá árinu 1984, en þá hófst gistináttatalning Hagstofunnar. I inngangi þessa rits eru yfirlitstöflur fyrir árin 1984-1994 en í töfluhlutanum eru dýpri sundurliðanir áranna 1992-1994. Upplýsingaöflun Hagstofunnar fer þannig fram að gisti- stöðum og öllum þeim er selja gistiþjónustu eru send skýrslueyðublöð til útfyllingar en á þau skal færa fjölda gistinátta skipt eftir ríkisfangi gesta. Auk ákvæða í lögum um Hagstofu íslands nr. 24/1913 er réttur Hagstofu til að krefja seljendur gistiþjónustu upplýsinga byggður á 10 gr. laga um veitinga- og gististaði, nr. 67/1985. Þar segir: “Rekstraraðilar, er undir þessi lög falla, skulu veita stjóm- völdum upplýsingar skv. nánari fyrirmælum Hagstofu fslands. Slíkar upplýsingar skulu einungis notaðar til könnunar og skipulagningar á ferðaþjónustunni almennt og/ eða rekstri veitinga- og gistihúsa sérstaklega sem atvinnu- greinar.” I samræmi við þessa lagagrein og venjur skuld- bindur Hagstofan sig til að fara með allar upplýsingar um starfsemi einstakra gististaða sem trúnaðarmál og lætur að- eins í té upplýsingar í töflum eins og fram kemur í þessu riti. Skýrslueyðublöðin, sem Hagstofan sendir seljendum gistiþjónustu til útfyllingar, eru tvenns konar, eyðublað sem ætlað er öllum gististöðum öðrum en farfuglaheimilum í Bandalagi íslenskra farfugla, BÍF, og sérstakt eyðublað fyrir farfuglaheimili. Astæðan fyrir tveim tegundum eyðublaða er sú að BÍF er hluti af alþjóðlegum samtökum sem gera kröfu um ítarlegri upplýsingar um ríkisfang gesta en Hag- stofan fer fram á. A eyðublöðin skal skráfjölda gistinátta í hverjum mánuði eftir ríkisfangi næturgesta. A fyrrtalda eyðublaðinu eru fyrst, ásamt Islandi, talin þau 10 lönd í Evrópu sem flestir ferðamenn koma frá, síðan önnur Evrópu- lönd, þá Bandaríkin og loks öll önnur lönd. Gistinætur skal færa inn samkvæmt þessari sundurliðun. Þá er einnig beðið um upplýsingar um fjölda útleigðra herbergja í mánuðinum og gistirými. 2. Flokkun gististaða 2. Classification of tourist accommodation Gistiþjónusta í landinu er fjölbreytt. I úrvinnslu Hagstof- unnar er henni skipt í sjö meginflokka. Fyrsti flokkur er hótel og gistiheimili. Hann telur hótel, hótelíbúðir og gistiheimili starfandi allt árið, Edduhótel, önnur sumarhótel og sumargistiheimili. I þessum flokki eru öll hótel og gististaðir (lítil hótel eru oft kölluð gisti- heimili) án tillits til stærðar en að því tilskildu að á staðnum sé sérstök gestamóttaka. Þessi flokkur tekur til stærsta hluta allrar gistiþjónustu í landinu. Tveir þriðju hlutar þeirra gistinátta sem Hagstofan hefur upplýsingar um eru á gististöðum í þessum flokki. Annar flokkur gististaða eru bœndagististaðir. Flestir þeirra eru innan Ferðaþjónustu bænda. Þar er oftast um að ræða sveitaheimili sem selja gistingu heima á bæjum (almenn gisting) eða í sumarhúsum. Sú þjónusta er flokkuð sem starfsemi bændagististaða en önnur gistiþjónusta, sem auglýst er á vegum ferðaþjónustunnar, er flokkuð eftir því hvernig gistingu er um að ræða. Þannig eru tjaldstæði á vegum bænda talin með öðrum tjaldstæðum í þessari skýrslu. Sama gildir um farfuglaheimili og stærri gististaði sem auglýst hafa í bæklingum Ferðaþjónustunnar, þeir eru flokkaðir með gistiheimilum eða stöðum með svefnpoka- gistingu eftir því sem við á. Þriðji flokkur gististaða eru farfuglaheimili. Farfugla- heimili bjóða upp á gistingu í rúmum með sæng og kodda en gestir þurfa að hafa með sér sængurföt eða leigja þau á staðnum. Gestir geta einnig notað eigin svefnpoka. Öll farfuglaheimili eru í Bandalagi íslenskra farfugla sem er aðili að alþjóðasamtökum farfugla (IYHF). Fjórði flokkur gististaða eru svefiipokagististaðir. Hér er um að ræða sumarhótel, félagsheimili og skóla sem selja gistingu í svefnpokum á gólfdýnum í stærri vistarverum. Ymsir gististaðir hjóða upp á svefnpokagistingu í rúmum en sú gisting telst með gistingu í uppbúnum rúmum. Fimmti flokkur gististaða eru tjaldsvœði og skálar. Til þessa flokks teljast þau tjaldsvæði og gistiskálar á hálendi þar sem er gjaldtaka. Þeim er skipt í tjaldsvæði í þéttbýli, í dreifbýli og á hálendi og skála á hálendi. Sjötti flokkur gististaða er heimagisting. Þar er um að ræða misstórt gistirými á einkaheimilum í þéttbýli, mest á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þessi rekstur er oft í tengslum við hótel sem vísa gestum í slíka gistingu um háannatímann. Upplýsingar um fjölda heimagististaða í Reykjavík eru frá Lögreglustjóraembættinu en leyfi lögreglustjóra þarf til reksturs gistiþjónustu. Gistiskýrslur hafa skilað sér illa frá þessum gististöðum og er því einungis birtur áætlaður heildarfjöldi gistinátta í heimagistingu í 13. yfirliti en engin nánari sundurliðun. Loks má nefna sjöundu tegund gistingar, leigu orlofs- húsa. Sárafáar skýrslur hafa borist frá eigendum orlofshúsa annarra en innan bændagistingarinnar. Ekki hefur enn verið reynt að afla upplýsinga frá sumarbústaðasvæðum stéttar- og starfsmannafélaga. Hér verður því hvorki gerð grein fyrir gistirými né gistinóttum í orlofshúsum. 3. Helstu niðurstöður 3. Main results Hér á eftir eru helstu niðurstöður gistináttatalningar Hag- stofunnar settar fram í yfirlitstöflum fyrir hvern flokk gisti- staða. Upplýsingar um fjölda gististaða og gistirými eru birtar eftir árum. Gistinóttum og nýtingartölum er skipt eftir mánuðum þar sem því verður við komið. Þá er landinu skipt í níu hluta sem fylgja kjördæmum að öðru leyti en því að Reykjavík og Reykjaneskjördæmi er skipt í Suðurnes og höfuðborgarsvæði. Níundi landshlutinn er hálendið.

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.