Gistiskýrslur - 01.08.1995, Page 17

Gistiskýrslur - 01.08.1995, Page 17
Gistiskýrslur 15 9. yfirlit sýnir fjölda farfuglaheimila ásamt fjölda gistinátta og hlutfall gistinátta erlendra ferðamanna af heildarfjölda gistinátta á þessum stöðum. Farfuglaheimilin voru 30 talsins árið 1994 eða 11 fleiri en árið 1985. Árin 1985-1987 fjölgaði gistinóttum úr rúmlega 27 þúsund í 37 þúsund. Síðan hefur fjöldi gistinátta verið á bilinu 31-39 þúsund. Útlendir gestir eru í miklum meirihluta á farfuglaheimilum. Hlutfall gisti- nátta erlendra gesta hefur verið á bilinu 78-87%, var lægst árið 1994. Á mynd 7 sést hvemig fjöldi gistinátta hefur breyst undanfarin ár og hve hlutfall erlendra gesta er hátt. Svefnpokagisting. Árið 1986 var byrjað að afla upplýsinga um svefnpokagistingu utan eiginlegra hótelherbergja svo sem í félagsheimilum, íþróttahúsum og skólastofum. Árin 1984 og 1985 má ætla að þær hafi annað hvort verið ótaldar eða blandast gistinóttum í herbergjum. Heimtur upplýsinga voru góðar frá þeim stöðum sem Hagstofan vissi af. Við útkomu Gistiskýrslna 1984-1993 urðu margir til að gera athugasemdir við fjölda svefnpokagististaða. I kjölfarið komu ábendingar um fleiri staði sem bjóða upp á svefnpokagistingu. Heimtur skýrslna árið 1994 urðu álíka og árin á undan en mun fleiri staðir hafa bæst við sem ekki hefur tekist að fá skýrslur frá. Lítið er vitað um gistirými svefnpokagististaða og því erfitt að áætla á þá staði sem ekki skila skýrslum. Þess vegna eru ekki birtar gistitölur heldur upplýsingar um samsetningu gesta eftir rfkisfangi á þeim stöðum sem hafa skilað gistiskýrslum. 10. yfírlit. Hlutfallsleg skipting skráðra gistinátta á svefnpokagististöðum eftir ríkisfangi gesta 1986-1994 Summary 10. Percent distribution of reported overnight stays at sleeping-bag facilities by citizenship ofguests 1986-1994 Fjöldi gististaða Hlutfallsleg skipting gistinátta, % Percent distribution of overnight stays Number of Norðurlönd Önnur lönd Ár reporting Alls ísland Nordic Þýskaland Frakkland Other Year facilities Total Iceland countries Germany France countries 1986 22 100,0 61,7 6,8 8,2 6,5 16,8 1987 24 100,0 59,4 14,8 2,9 8,1 14,8 1988 24 100,0 43,5 18,2 6,5 11,5 20,2 1989 25 100,0 51,9 16,8 6,8 7,3 17,2 1990 28 100,0 39,9 19,6 8,9 11,1 20,5 1991 31 100,0 40,5 7,3 17,8 10,3 24,2 1992 40 100,0 44,6 8,2 17,6 9,8 19,7 1993 32 100,0 44,6 6,9 19,5 9,3 19,7 1994 57 100,0 51,5 7,0 17,8 6,3 17,5

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.