Útvegur - 01.08.2001, Qupperneq 31
Fiskiskipastóllinn
29
Mynd 4.2 Fiskiskipastóllinn eftir landshlutum 2000
Figure 4.2 The fishingfleet by region 2000
250
Höfuðborgarsv. Suðumes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland
Capital region Southwest West Westjjords Northwest Northeast East South
I I Opnir
— fiskibátar
Undecked
vessels
II Vélskip
Decked
vessels
Togarar
Trawlers
Stærstur hluti fiskiskipastólsins var með skráða heimahöfn
á Vestfjörðum í árslok 2000, eða 393 skip sem samsvarar um
19,7% af fiskiskipastólnum. Munar þar mestu um mikinn
fjölda opinna fiskibáta, sem voru 206 talsins, en einnig voru
flest vélskip skráð á Vestfjörðum, eða 181 skip, sem er mikil
fjölgun frá árinu 1999 þegar þar voru skráð 157 vélskip. A
eftir Vestfjörðum kemur Vesturland, þar sem 15,7% fiski-
skipastólsins var skráður við áramót, þá Norðurland eystra
(14,6%), Austurland (14,1%), höfuðborgarsvæðið (12,3%),
Suðumes (11,6%) og Suðurland (7,4%). Á Norðurlandi
vestra eru aftur á móti einungis skráðir 49 opnir fiskibátar, 32
vélskip og 10 togarar, eða um 4,6% fiskiskipastólsins. Á
mynd 4.2 sést skipting fiskiskipastólsins eftir landshlutum
árið 2000.
Fjöldi skipa segir mikla sögu um þróun sjávarútvegs en
stærð þeirra skiptir einnig miklu máli. Af þeim 1.993
vélskipum, togurum og opnum fiskibátum sem skráðir vom
um áramótin 2000-2001, voru 84 togarar. Af þessum 84
togurum vom 51 undir 1.000 brúttótonnum að stærð en 33
vom yfir 1.000 brúttótonnum.
Flest vélskipin í árslok 2000 voru í minnsta stærðar-
flokknum, þ.e. flokki vélskipa undir 10 brúttótonnum, eða
322 skip. Vélskipin í þessum stærðarflokki voru um 40% af
heildarfjölda vélskipa í lok árs 2000 sem í allt vom 808
talsins. Vélskip á bilinu 11 til 25 brúttótonn voru síðan næst
flest og svo koll af kolli eftir stærðarflokkum þar sem færri
skip voru í hverjum flokki eftir því sem vélskipin vom stærri.
Einungis eru 17 vélskip vom í stærsta flokknum yfir 1.000
brúttótonn.
4.2 Stærð fiskiskipaflotans
4.2 The size of the fishing fleet
Stærð fiskiskipastólsins dróst örlítið saman á árinu 2000 eða
um 740 brúttótonn samanborið við um 6.000 þús. brúttótonna
samdrátt á árinu 1999. Mestur varð samdrátturinn í stærð
togara sem fóm úr tæplega 86 þús. brúttótonnum í árslok
1999 í tæplega 83 þús. brúttótonn í árslok 2000, sem er
samdráttur um 5%. Vélskipin stækkuðu hins vegar á sama
tíma um rúmlega 6 þús. brúttótonn og voru í árslok 2000 um
92 þús. brúttonn. Stærð opinna fiskibáta dróst aftur á móti
saman, líkt og togaranna, eða um 157 brúttótonn og var sá
floti um 5 þús. brúttótonn í lok árs 2000.
Mynd 4.3 sýnir stærðarskiptingu fiskiskipastólsins árið
2000.