Útvegur - 01.08.2001, Page 33
Fiskiskipastóllinn
31
4.4 Aldur fiskiskipastólsins
4.4 The age of the fishing fleet
Meðalaldur íslenska fiskiskipastólsins var 18,8 ár í árslok
2000. Meðalaldur opinna fiskibáta var 18,3 ár, vélskipa 19,2
ár en meðalaldur togaraflotans var um 21 ár.
Meðalaldur þilfarsskipaflotans var 19,4 ár í árslok 2000
líkt og í lok árs 1999 en hafði hækkað nokkuð stöðugt milli
áranna 1993-1997. Meðalaldur þilfarsskipaflotans hefur
hins vegar verið nokkuð stöðugur undanfarin þrjú ár. Meðal-
smíðaár þilfarsskipaflotans um áramótin 2000-2001 var árið
1981, en miðtala aldurs hans gefur smíðaárið 1983. Þróunin
frá árinu 1991 sést vel á mynd 4.5
Þegar á heildina er litið hefur fiskiskipastóll Islendinga
stækkað nokkuð á árinu 2000. Vélskipum fjölgaði umtalsvert
og vel umfram þann samdrátt sem varð í togaraflotanum.
Fjöldi opinna fiskibáta dróst hins vegar saman. Stærð
heildarflotans í brúttótonnum dróst örlítið saman og munar
þar mestu um þá 11 togara sem afskráðir voru á árinu.
Meðalaldur flotans er sá sami og undanfarin ár.
Mynd 4.5 Þilfarsskipaflotinn 1991-2000. Miðtala aldurs og meðalaldur
Figure 4.5 Decked vessels and trawlers 1991-2000. Median age and average age
I
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Miðtala
aldurs
Median age
| Meðalaldur
Average age
4.5 Opnir fiskibátar, vélskip og togarar sem lögðu upp
afla á árinu 2000
4.5 Undecked vessels, decked vessels and trawlers that
landed catch in 2000
Á árinu 2000 lögðu 1.539 opnir fiskibátar, vélskip og togarar
upp afla á íslandi. Þar að auki lögðu þrjú rannsóknarskip og
sex skemmtibátar upp lítið magn afla. Þetta þýðir að um 77%
af fiskiskipastólnum við árslok 2000 (1.993 skip) hafi landað
afla á árinu. Skipin 1.539 skiptast þannig að opnir fiskibátar
voru 729, vélskip voru 725 og togaramir voru 85. Opnir
fiskibátar sem lögðu upp afla á árinu 2000 voru um 66% af
heildarfjölda skráðra fiskibáta við árslok 2000, vélskipin um
90% en einungis tveir togarar af þeim sem skráðir voru í
skipaskrá við árslok 2000 lögðu ekki upp afla á árinu. Rétt er
að geta þess að skip sem afskráð voru fyrir áramót en lögðu
upp afla á árinu eru skráð í töflu 4.4.