Útvegur - 01.08.2001, Page 47
Afli og aflaverðmæti
45
Hér á eftir verður fjallað um afla og aflaverðmæti helstu
tegunda sem bera uppi heildarafla Islendinga. Stuðst er við
tölur af Islandsmiðum nema annað sé tekið fram. Það á
einnig við um myndir og töflur nema annað sé sérstaklega
tekið fram.
5.2.1 Þorskur
5.2.1 Cod
Heildarþorskafli íslenskra fiskiskipa af öllum miðum árið
2000 var 238.324 tonn og er það samdráttur upp á 8,6% frá
árinu áður. Aflinn af íslandsmiðum var 234.362 tonn sem er
10,4% minni afli frá fyrra ári. Hér er um viðsnúning að ræða
því stígandi hafði verið í þorskafla af Islandsmiðum frá 1995
til 1999. Nokkuð meira veiddist á fjarlægum miðum árið
2000 eða 3.962 tonn samanborið við 1.985 tonn árið 1999.
Afli af fjarlægum miðum er því um 1,7% þorskaflans. Arið
1996 veiddist 7,3% þorskaflans á fjarlægum miðum, árið
1997 um 3%, árið 1998 fór hlutfallið niður í 0,6% og var
svipað á árinu 1999 eða 0,7%.
Mynd 5.7 Þorskafli 1980-2000. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.7 Codcatch 1980-2000. Catch from Iceland grounds
1980
1982
1984
1986
1988
1990
1992
1994
1996
1998
2000
Þorskafli af íslandsmiðum jókst ár frá ári 1984—1987, og
komst í 390 þús tonn það ár. A árunum 1988-1995 dróst
aflinn aftur á móti jafnt og þétt saman og var aflamagnið árið
1995 orðið tæpur helmingur þess sem það var árið 1987.
Milli áranna 1995 og 1999 jókst þorskaflinn á nýjan leik og
var aukningin hlutfallslega nokkuð mikil. Aukningin var
mun meiri milli áranna 1997-1998 en milli áranna 1996-
1997 (12%) og áranna 1998-1999 (7%) eða rúm 19%.
Aflasamdráttur upp á 10,4% er því greinilegur viðsnúningur
á annars jákvæðri þróun þorskafla af Islandsmiðum síðustu
árin
Verðmæti þorskaflans í heild (af öllum miðum) var um
25,7 milljarðar króna árið 2000, samanborið við um 26,6
milljarða árið 1999. Samdrátturinn er því 3,4% eða um 900
milljónir króna. Verðmæti þorsks af íslandsmiðum var 25,2
milljarðar árið 2000 en 26,4 milljarðar árið 1999.
Samdrátturinn í aflaverðmæti af íslandsmiðum er 1,2
milljarðar króna eða um 4,5%. Samdrátturinn í heildarverð-
mætum milli ára er öllu minni en samdrátturinn í magni,
3,4% samanborið við 8,6%, sem skýrist af hærra verði.
Meðalverð á þorski af Islandsmiðum til útgerðar var
107,53 krónur á kíló á árinu 2000 og er þá tekið tillit til allra
viðskipta, þ.e. hvort heldur fiskurinn er ferskur, frosinn,
seldur beint á markað o.s.frv. Þetta er rúmlega 5 krónum
hærra verð á kíló en fékkst fyrir þorsk á árinu 1999. A mynd
5.8 sést meðalverð þorsks eftir mánuðum árið 2000 skipt
niður eftir beinni sölu, útfluttum í gámum eða seldum á
markaði.