Útvegur - 01.08.2001, Page 48
46
Afli og aflaverðmæti
Mynd 5.8 Meðalverð þorsks eftir mánuðum 2000
Figure 5.8 Average price of cod by months in 2000
Jan.
Febr. March April May June July August Sept.
Oct.
Nov.
Dec.
Gámar In
containers
Markaðir
Markets
Alls
Total
Bein sala
Direct sale
Á yfirliti 1 sést verðþróun þorskafla síðustu þriggja ára í
beinum viðskiptum, gámaviðskiptum og á innlendum
mörkuðum. Þar kemur fram að líkt og á árinu 1999 fór hlutur
beinna viðskipta vaxandi og hækkaði verðið um 5,7% á árinu
2000 eftir um 16,5% hækkun á árinu 1999 og 10% hækkun
1998. Verðið hafði að mestu staðið í stað á árunum 1995-
1997. Gámaviðskipti jukust á árinu 2000 líkt og undanfarin
ár eftir verulegan samdrátt árið 1995 og fóru yfir 7.500 tonn.
Verðið í þessum viðskiptum hefur hækkað mikið undanfarin
þrjú ár, þar af um 22% milli áranna 1997 og 1998 og um 12%
milli 1998 og 1999. Verðhækkunin á árinu 2000 nam 2,4%.
Fram til ársins 1998 var um fjórðungur af öllum þorski seldur
á innlendum markaði. Árið 1998 lækkaði þetta hlutfall í
22,4% og í 20% árin 1999 og 2000. Meðalverð á markaði
hækkaði úr 118,34 krónum á kíló árið 1999 í 123,77 krónur
árið 2000 eða um 4,6%.
Mest veiddist af þorski í botnvörpu, eða um 44% af þorsk-
afla af Islandsmiðum árið 2000. Þetta er nokkru lægra
hlutfall en fyrir árið 1999 en þá veiddust um 48% þorsks á
þennan hátt. Hlutur botnvörpu við þorskveiðar hefur alltaf
verið stór, nærri 60% árið 1991, sem var svipað og árin þar á
undan. Árið 1992 fór hlutur botnvörpu niður fyrir 50% og
hefur ekki síðan náð því marki eins og sést á mynd 5.9, en
þetta hlutfall endurspeglast mjög vel af aflabrögðum hvers
árs því botnvarpa er það veiðarfæri sem mjög stór hluti
fiskiskipaflotans notar.
Línuveiðar drógust nokkuð saman á árunum 1995-1998
en frá 1999 bregður s vo við að veiðar á línu aukast aftur. Árið
2000 er þar engin undantekning og veiddust 21% þorsks á
línu og nálgast óðum það hlutfall sem best hefur verið hefur
verið síðustu árin og hefur hlutur línu ekki verið meiri síðan
1996. Netaveiðar jukust um 3% frá árinu 1999 og eru 21%
þorskaflans árið 2000 veidd í net og virðist sem aukning
þeirra sé á kostnað botnvörpuveiða. Aðrar breytingar á
þorskafla eftir veiðarfærum á Islandsmiðum eru minniháttar
á milli áranna 1999 og 2000