Útvegur - 01.08.2001, Page 50
48
Afli og aflaverðmæti
5.2.2 Ýsa
5.2.2 Haddock
Ýsuafli af Islandsmiðum varð rétt rúmt 41 þús. tonn árið
2000, samanborið við rúm 44 þús. tonn árið 1999 og nemur
samdrátturinn 7,5% í magni en verðmæti ýsuaflans eykst þó
lítillega og er 5.463 milljónir króna en 5.430 milljónir árið
1999. Arið 1999jókst aflinn í fyrsta sinn síðan 1995 en þá var
hann kominn yftr 60 þús. tonn. Nú minnkar aflinn á ný og er
aðeins um 2/3 af veiði ársins 1995.
Mynd 5.10 Ýsuafli 1980-2000. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.10 Haddock catch 1980-2000. Catch from Iceland grounds
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
Meðalverð ýsu hækkaði enn eitt árið, úr 122,05 krónum á
kflóið árið 1999 í 132,82 krónur á kflóið árið 2000. Meðalverð
ýsu hefur þannig hækkað um tæpan fjórðung frá árinu 1998.
Þróun ýsuverðs á árinu, eftir helstu viðskiptaformum, er
sýnd á mynd 5.11. Einnig er athyglisvert að skoða yfirlit 2 til
glöggvunar á þróuninni síðustu árin. V erslað var með nokkuð
minna magn frá fyrra ári. Fimmtungur ýsuaflans var seldur
í beinum viðskiptum eða rúm 8 þús. tonn. A milli ára er þetta
samdráttur upp á 1.100 tonn Gámaviðskipti voru tæplega
15% af heildarviðskiptum, um 6.000 tonn og ríflega 46%
ýsuaflans eða tæp 19.000 tonn fóru á markað sem er aukning
upp á 3%.
Ýsuverð hækkaði mikið milli áranna 1997 og 1999 og hélt
áfram að hækka á árinu 2000. I beinum viðskiptum var
meðalverðið 1999 tæpar 80 krónur á hvert kíló en hækkaði
um 3,4% og var 81,84 krónur á kíló. Verð á innlendum
mörkuðum hefur hækkað, var 105,50 krónur á kílóið árið
1998, 121,81 krónur á kflóið árið 1999 en 132,96 krónur á
kflóið árið 2000. Hækkunin á innlendum mörkuðum er því
ríflega fjórðungur frá árinu 1998 og er þetta fjórða árið í röð
sem ýsuverð á innlendum mörkuðum hækkar. Mynd 5.11
sýnir verðþróunina eftir mánuðum ársins 2000.
Aðferðir við ýsuveiðar hafa breyst og nú er svo komið að
botnvörpuveiðar skiluðu aðeins rúmlega helmingi ýsuaflans
af Islandsmiðum árið 2000 en hlutfall þeirra í veiðinni var um
70%árið 1996. Árið2000sýnirlægstahlutfallbotnvörpunnar
í ýsuveiðum síðastliðin 10 ár og hefur það lækkað með
hverju ári frá 1996. Línuveiðarjukust á árinu 2000 miðað við
árið 1999, dragnótaveiðar jukust lítilsháttar en netaveiðar
stóðu í stað. Þróunin síðustu 10 ár er sýnd á mynd 5.12.