Útvegur - 01.08.2001, Blaðsíða 53
Afli og aflaverðmæti
51
Verðmæti ufsaafla af íslandsmiðum árið 2000 lækkar ef
miðað er við tvö síðustu ár á undan. Verðmæti ársins 1999
var 1.785 milljónir króna, 1.773 milljónum króna árið 1998
en fell í 1.594 milljónir á árinu 2000, þrátt fyrir nokkra
aukningu í afla sem áður er getið.
Meðalverð á ufsa stóð næstum í stað milli áranna 1998 og
1999, var 58,08 krónur á kíló árið 1998 og 58,37 krónur árið
1999 en féll í 48,39 krónur á árinu 2000, þetta jafngildir
tæplega 17% lækkun í verði. Verð var áfram óstöðugt á árinu
2000, varð hæst 56,22 krónur á hvert kíló í febrúar en lægst
40,93 krónur á hvert kíló í júní. Þegar tegundir viðskipta eru
skoðaðar sést að verðið á ufsa í gámum er mjög breytilegt og
sveiflast mikið allt árið. Meðalverð á markaði og í beinni
sölu er hins vegar stöðugra, en er þó hæst í upphafi ársins.
Þróun meðalverðs í gámaviðskiptum, á markaði innanlands,
í beinni sölu og heildarverðs, yftr árið eftir mánuðum, má sjá
á mynd 5.14.
Mynd 5.14 Meðalverð ufsa eftir mánuðum 2000
Figure 5.14 Average price of saithe by months 2000
Jan. Febr. March April May June July August Sept. Oct. Nov. Dec.
Verð á ufsa á innlendum mörkuðum lækkaði umtalsvert á
árinu 2000 eða um rúman fjórðung, það var að meðaltali
55,35 krónur á hvert kíló árið 1999 en 40,05 krónur á hvert
kíló á árinu 2000. Verðið hafði hækkað umtalsvert milli
áranna 1997 og 1998 en hefur farið lækkandi síðan þá og er
verð á innlendum mörkuðum nú komið niðurfyrir verð ársins
1997 en þá fengust tæpar 50 krónur fyrir hvert kiló. Verð
fyrir ufsa í gámum lækkar einnig á milli ára og munar 15,5%
á milli áranna 1999 og 2000. Verslun með ufsa í beinum
viðskiptum til vinnslu innanlands sækir heldur á og er lang
algengasta viðskiptaformið á ufsa. Var um helmingur alls
ufsa seldur á þann hátt, tæpur þriðjungur var frystur um borð
í skipum og ríflega fimmtungur var seldur á innlendum
fiskmörkuðum. Aðrar leiðir í sölu á ufsaafla voru minniháttar
Tæplega 80% ufsaaflans voru veidd í botnvörpu árið 2000
sem er hæsta hlutfall síðan 1991. Ufsi hefur einnig töluvert
verið veiddur í net en netaveiðamar hafa dregist saman
undanfarin ár samhliða því sem botnvörpuveiðar aukast,
þannig vom 15% ufsaaflans veiddur í net 1998 samanborið
við um 20% á árinu 1997. Á árinu 2000 drógust netaveiðar
á ufsa svo enn saman og voru einungis 13,1% ufsaaflans
veidd í net og hefur þetta hlutfall ekki verið lægra í áratug.
Afli á handfæri dróst saman eftir aukningu á síðustu ámm,
rétt rúmlega 4% ufsaaflans fengust á þann hátt árið 2000.
Dragnótarafli dróst einnig saman á árinu 2000 og veiddust
einungis 3% ufsaaflans í dragnót. Mun minna veiddist í
önnur veiðarfæri. Á mynd 5.15 má sjá hlutfallslega skiptingu
ufsaafla eftir helstu veiðarfæmm síðastliðin 10 ár.