Útvegur - 01.08.2001, Page 58
56
Afli og aflaverðmæti
5.2.7 Rækja
5.2.7 Shrimp
Samdráttur hefur verið nokkur og viðvarandi í rækjuveiðum
íslendinga, eftir góða veiði á árunum 1994—1997. Heildar-
veiðin nam 24.035 tonnum árið 2000 og alls hefur veiðin
dregist saman um tæpt 51.000 tonn frá árinu 1997 þegar um
75. þús tonn veiddust. Á árunum 1994-1997 var aflinn 69-
76 þús. tonn svo samdrátturinn er mikill á ekki lengra
tímabili. Á mynd 5.19, sem sýnir þróun rækjuveiðanna frá
árinu 1980, sést að rækjuafli nálgast óðfluga svipað magn og
náðist síðari hluta 9. áratugarins, um helmingi minni en hann
var á síðasta áratug aldarinnar.
Frá árinu 1997 hefur verðmæti rækjuafla dregist saman
um 5,6 milljarða, úr 8.242 milljónum ársins 1997 í 2.652
milljónir fyrir árið 2000. Á milli áranna 1998 og 1999
hækkaði hvert rækjukíló um 4,4% en nú ber svo við að verðið
lækkar milli ára um 18,6% því aðeins fengust 96,95 krónur
fyrir hvert kíló á árinu 2000, samanborið við 119,13 krónur
árið 1999.
Islendingar hafa nú um nokkurra ára skeið stundað rækju-
veiðar á Flæmingjagrunni. Rækjuveiðin á Flæmingjagrunni
var um 2.400 tonn árið 1994, fór í 7.500 tonn 1995 og var
21.000 tonn 1996, þegar hún náði hámarki. Árið 1997 varð
síðan gífurlegur samdráttur í þessum veiðum, einungis veiddust
um 7.200 tonn á Flæmingjagrunni það ár. Árið 1998 minnkaði
veiðin enn, fór í 6.572 tonn sem var 8,7% samdráttur ífá fyrra
ári. Árið 1999 eykst síðan rækjuaflinn á Flæmingjagrunni
aftur, eða um 40% og varð rúmlega 9.000 tonn að verðmæti
1.658 milljónir. Á árinu 2000 fengust 8.832 tonn af rækju
þaðan að verðmæti 1.319 milljónir og er samdrátturinn um
3,4% í magni en um 20% í heildarverðmæti. Samanlagt var
verðmæti rækjuaflans af öllum miðum um 4 milljarðar kr. árið
2000 en var til samanburðar 5,6 milljarðar 1999.
Mynd 5.19 Rækjuafli 1980-2000. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.19 Shrimp catch 1980-2000. Catch from Iceland grounds
1980
1982
1984
1986
1988
1990
1992
1994
1996
1998
2000
5.2.8 Sfld
5.2.8 Herring
Síldarafli íslenskra fiskiskipa er hér flokkaður í síld og
norsk-íslenska síld. Af sfld (líka nefnd sumargotssfld) veiddust
árið 2000 rúmlega 101 þús. tonn sem er lítilsháttar aukning
frá fyrra ári þegar tæplega 95 þús. tonn fengust. Aflaaukningin
var því um 7% en verðmæti sfldarinnar jókst um 2%, úr um
781 milljón kr. 1999 í 798 milljónir kr. árið 2000. Þrátt fyrir
aukið heildarverðmæti sfldaraflans þá fékkst lægra verð fyrir
hvert kíló á árinu 2000 eða 7,84 kr. á móti 8,23 kr. á árinu
1999. Mestallur sfldaraflinn er seldur í beinum viðskiptum.
Síld er veidd á tvennan hátt, annars vegar með nót en með
henni veiddust um 71.000 tonn árið 2000 eða um 70% aflans,
og hins vegar með flotvörpu sem skilaði um 31 þús. tonni eða
um 30% aflans.
Mynd 5.20 sýnir veiðar á sfld og norsk-íslenskri sfld milli
áranna 1980 og 2000.