Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 5

Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 5
Formáli Skýrslaþessi um forsetakjörið 1996 er48. kosningaskýrslan frá upphafi. í C-deild Stjómartíðinda árið 1882 var birt skýrsla um alþingiskosningar 1880 og aukakosningar 1881. Skýrslu- gerðin féll svo niður eftir það, uns Klemens Jónsson samdi eftir fáanlegum heimildum skýrslu um allar almennar þing- kosningar 1874-1911, og birti í Landshagsskýrslum 1912. Við stofnun Hagstofunnar árið 1914 tók hún við gerð kosningaskýrslna. Fyrstu kosningaskýrslur hennar voru um alþingiskosningar árin 1908-1914 og vora birtar í ritröðinni Hagskýrslur Islands. I þeirri ritröð hafa með þessari skýrslu um forsetakjörið verið gefin út 32 rit um kosningar. Af þeim era 24 um 29 almennar alþingiskosningar, fimm um forseta- kosningar, tvö um þjóðaratkvæðagreiðslur og eitt um sveitar- stjórnarkosnignar. Skýrslur um þrjár aðrar þjóðaratkvæða- greiðslur fylgdu skýrslum um alþingiskosningar sem fóra fram á sama tíma, en fyrir kosningum landskjörinna alþingis- manna 1916-1930 og aukakosningum var gerð grein í skýrslu um næstu almennar alþingiskosningar. Þá hefur Hagstofan tekið saman skýrslur um sveitarstjórnarkosningar frá árinu 1930 og lengst af birt í Hagtíðindum. En frá og með sveitar- stjómarkosningum 1990 eru þær gefnar út sérstaklega sem hluti af Hagskýrslum Islands. Frekari grein er gerð fyrir kosningaskýrslum á bls. 40-41. Árið 1988 gaf Hagstofanútítveimurbindumallarskýrslur sem gerðar höfðu verið um kosningar til Alþingis og sveitar- stjórna, forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur tímabilið 1874-1987. Þessar skýrslur voru alls 43 að tölu. Lög um framboð og kjör forseta Islands eru frá árinu 1945 og hafa efnislega lítið breyst. Skýrsluefnið er því að mörgu leyti hið sama en skýrslurnar hafa tekið nokkram breytingum í áranna rás því að um flest er lýtur að forsetakjörinu fer samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til Alþingis. Þau lög hafa tekið allmiklum breytingum á síðustu áratugum, t.d. hvað varðar gerð kjörskrár, kosningarrétt, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og kjördæmaskipan. Heimildir þær um forsetakjör 29. júní 1996, sem þessi skýrsla byggist á, eru eftirfarandi: 1. Tölur um kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði eru eftir skýrslum undirkjörstjórna, sem þær gera á eyðublöð, sem Hagstofan lætur í té. 2. Upplýsingarum forsetaefni ogtilskildatölu meðmælenda era eftir auglýsingum forsætisráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis. 3. Tölur um kosningaúrslit eru fengnar úr skýrslu Hæsta- réttar. Á Hagstofunni hefur Guðni Baldursson annast gagna- söfnun, úrvinnslu og gerð þessarar skýrslu en Sigurborg Steingrímsdóttir annast umbrot ritsins. í nóvember 1997 Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri

x

Forsetakjör

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/1392

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.