Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 12
10
Forsetakjör 1996
hér á landi eða hafa átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár. 19 Við
þetta komst kjósendatalan upp yfir 30% af mannfjölda og
smáhækkaði síðan eftir því sem aldursmark nýju kjósendanna
lækkaði.
Með nýrri stjórnarskrá árið 1920 var hið sérstaka aldursmark
nýju kjósendanna fellt niður. Þá féll niður það skilyrði að
kjósandi yrði að vera fæddur á Islandi en í stað þess kom að
hann ætti ríkisborgararétt hér á landi og hefði verið búsettur
í landinu síðustu fimm árin fyrir kosningar.20 Hækkaði nú
kjósendatalan svo að hún varð um 45% íbúatölunnar.
Með stjórnarskrárbreytingu árið 1934 var aldursmark allra
kjósenda lækkað í 21 ár. Sveitarstyrkþegar öðluðust nú
kosningarrétt. Þá féll niður það skilyrði að kjósandi þyrfti að
hafa átt lögheimili í kjördæmi sínu eitt ár hið minnsta.21 Urðu
kjósendur þá meiri hluti þjóðarinnar. um 56%. Fæðingum
fækkaði nokkuð á fjórða tug aldarinnar og óx því hlutdeild
fólks á kosningaaldri í íbúatölunni og komst í um 60% í
byrjunfimmtaáratugarins.Ásjöttaáratugnumfjölgaðibömum
mjög en árgangar þeirra, sem náðu kosningaaldri, voru
fámennir. Hlutfall kjósenda á kjörskrá af íbúafjölda fór því
lækkandi allt til ársins 1967 þegar það var um 54%. Eftir að
farið var að byggja kjörskrá á kjörskrárstofnum þjóðskrár, frá
og með árinu 1956, munu nákvæmari tölur um kjósendur
eiga nokkum þátt í að lækka hlutfallið, því líkur á að menn séu
á kjörskrá í fleiri en einni kjördeild hafa minnkað stórlega við
þetta. Frá þeim tíma eiga heldur ekki að vera með í kjósenda-
tölunni þeir sem náðu kosningaaldri eftir kjördag á kosningar-
árinu, en samkvæmt þágildandi kosningalögum voru þeir á
kjörskrá þótt þeir fengju ekki kosningarrétt fyrr en eftir
kjördag. Ekki eiga heldur að vera á kjörskrá þeir sem dánir
em þegar kosning fer fram.
Kosningaaldur var lækkaður í 20 ár með stjómarskrár-
breytingu árið 1968 22 og af þeim sökum hækkaði kjósenda-
hlutfallið í 56% við forsetakjörið það ár. Jafnframt féllu niður
þau skilyrði að kjósendur skyldu hafa verið búsettir hér á
landi síðustu fimm árin fyrir kosningar og væru fjárráðir,
heldur nægði nú að eiga lögheimili á íslandi og vera eigi
sviptur lögræði. Síðan hefur hlutfallið farið síhækkandi þar
sem öll fólksfjölgun á landinu hefur orðið meðal þeirra sem
em á kosningaaldri. Hlutfall kjósenda af íbúatölu landsins
var komið í 64% í alþingiskosningunum 1983.
Árið 1984 var kosningaaldur lækkaður í 18 ár með stjómar-
skrárbreytingu og hafði það fyrst áhrif í alþingiskosningunum
árið 1987. Kosningarréttur var að auki rýmkaður. Annars
vegar var lögræðissvipting ekki lengur látin valda missi
kosningarréttar og óflekkað mannorð varð ekki lengur skilyrði
fyrir kosningarrétti. Hins vegar skyldi taka á kjörskrá þá sem
fullnægðu skilyrðum kosningarréttar og höfðu átt lögheimili
hér á landi á síðustu fjómm ámm talið frá 1. desember næstum
fyrir kjördag.23 Hlutfall kjósenda af íbúatölunni hækkaði í 70%
árið 1987.
Með breytingu á lögum um kosningar til Alþingis árið
1991 var tími sá sem brottfluttir íslenskir rlkisborgarar eiga
sjálfkrafa kosningarétt lengdur úr fjómm ámm í átta ár, talið
19 1. mgr. 10. gr. stjómarskipunarlaga nr. 12/1915.
20 1. mgr. 29. gr. stjómarskrár konungsríkisins íslands nr. 9/1920.
21 1. mgr. 4. gr. stjómarskipunarlaga nr. 22/1934.
22 1. mgr. 1. gr. stjómarskipunarlaga nr. 9/1968.
23 1. mgr. 2. gr. stjómarskipunarlaga nr. 65/1984, sbr. 1. gr. laga nr. 66/1984.
frál.desembernæstumfyrirkjördag. Hafimennáttlögheimili
erlendis lengur en átta ár geta þeir áfram átt hér kosningarrétt
hafi þeir sótt um það til Hagstofu fslands. Sé umsókn
fullnægjandi skal umsækjandi tekinn á kjörskrá í því sveitar-
félagi þar sem hann átti síðast lögheimili hér á landi. Ákvörðun
um að einhver sé þannig tekinn á kjörskrá gildir í fjögur ár frá
1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.24
í 2. yfirliti er sýnd tala kjósenda á kjörskrá sem lögheimili
áttu erlendis í kosningum frá því árið 1987. Sést þar að þeir
sem áttu lögheimili erlendis við forsetakjör 1996 voru 7.766
eða 4,0% kjósendatölunnar og svarar það til 2,9% af íbúa-
tölunni.Þessumkjósendumfjölgaðifráalþingiskosningunum
8. apríl 1995 um 1.435 eða 23%. Þessi fjölgun skýrist af
miklum fólksflutningum til útlanda árið fyrir forsetakjörið.
Kjósendum með lögheimili á fslandi fjölgaði á sama tímabili
aðeins um 1.297 eða 0,7%.
Breytingar á hlutfalli kjósenda af íbúafjölda hafa að hluta
ráðist af íbúaskráningu námsmanna. Þeir sem fara utan til
náms halda yfirleitt lögheimili sínu og kosningarrétti á íslandi.
í lögum um lögheimili segir: „Sá sem dvelst erlendis við nám
eða vegna veikinda, getur áfram átt lögheimili hér á landi hjá
skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem
hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda sé hann
ekki skráður með fasta búsetu erlendis.“ 25 Hliðstætt ákvæði
var í lögheimilislögum frá 1960. 26 ísland gerðist aðili að
Norðurlandasamningi um almannaskráningu í febrúar 1969
er tók gildi 1. október sama ár.27 Núverandi samningur um
þetta efni er frá árinu 1990.28 Samningurinn felur það meðal
annars í sér að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á íbúaskrá
í einu aðildarríki, skal um leið felldur af skrá í því landi sem
hann flytur frá. Til þess að leysa þann vanda um ákvörðun
kosningarréttar sem myndaðist vegna þessa, var sá háttur
hafður árin 1971-1983 að fólk innan tiltekins aldurs (28 ára
og yngra) sem flust hafði til annarra Norðurlanda var tekið á
kjörskrárstofna. Sveitarstjómir felldu þá af kjörskrárstofnum
sem ekki voru námsmenn. Námsmenn sem voru yfir aldurs-
markinu vom teknir á kjörskrá bæm þeir fram ósk um það.
íslensku námsfólki á hinum Norðurlöndunum fjölgaði mikið
á ámnum 1968-1983, og þar sem það kom fram í kjósenda-
tölunni en ekki mannfjöldatölunni hækkaði kjósendahlutfallið
umfram það sem annars hefði orðið.
Með breytingum þeim á kosningalögum sem komu til
framkvæmda árin 1987 og 1991 og fyrr var getið eiga allir
þeir sem flust hafa af landi brott kosningarrétt tiltekinn ára-
fjölda að öðmm lagaskilyrðum fullnægðum. Þar með er fallin
niður hin sérstaka aðferð þjóðskrár til þess að koma náms-
mönnum annars staðar á Norðurlöndum á kjörskrárstofn fyrir
alþingis- og forsetakosningar.
Samkvæmt eldri kosningalögum skyldu menn vera á kjör-
skrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu lögheimili 1. desember
næst á undan þeim tíma er kjörskrár skyldu lagðar fram. Við
forsetakjör25.júní 1988 áttumennþvíkosningarréttþarsem
lögheimili þeirra var 1. desember 1987. Árið 1991 breyttust
kosningalög þannig að þá skyldi taka menn á kjörskrá í því
24 1. og 4. gr. laga nr. 10/1991.
25 1. mgr. 9. gr. laga nr. 21/1990.
26 1. mgr. 10. gr. laga nr. 35/1960.
27 Auglýsing nr. 2/1969 í C-deild Stjómartíðinda.
28 Auglýsing nr. 13/1990 í C-deild Stjómartíðinda.