Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 13

Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 13
Forsetakjör 1996 11 sveitarfélagi þar sem þeir voru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár sjö vikum fyrir kjördag. 29 Arið 1995 var viðmiðunartíma kjörskrár breytt úr sjö vikum í þrjár vikur fyrir kjördag.30 Samkvæmt því skal taka menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili þremur vikum fyrir kjördag. Kjörskrá fyrir forsetakjör 29. júní 1996 var því miðuð við skráð lögheimili 8. júní 1996 samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár. Hagstofa Islands lætur sveitarstjórnum í té stofn að kjör- skrá 31 sem þær gera síðan svo úr garði að úr verður gild kjörskrá. Hana skal leggja fram eigi síðar en 10 dögum fyrir kjördag.32 Sveitarstjóm ber að leiðrétta kjörskrá fram á kjör- dag berist henni vitneskja um andlát eða að einhver hafi öðlast íslenskt ríkisfang eða misst það, svo og vegna athuga- semda sem við hana em gerðar ef við á. Hins vegar er óheimilt er að breyta kjörskrá vegna flutninga sem hafa ekki verið tilky nntir þj óðskrá fyrir viðmiðunardag kjörskrár þremur vikum fyrir kjördag.33 Með þessum ákvæðum féll niður hin sérstaka kærumeðferð hjá sveitarstjórn eða fyrir dómi sem var í gildi samkvæmt eldri lagafyrirmælum. Fjöldi einstaklinga á kjörskrárstofni hefur ævinlega verið hærrienáendanlegrikjörskrá, enfráárinu 1991 hefurmunað sáralitlu. Stafar það fyrst og fremst af því að ekki eru lengur teknir ákjörskrárstofn aðrir enþeir sem náð hafakosningaaldri á kjördegi. Aðrar ástæður em styttri framlagningarfrestur en áðurogafnámkjörskrárkæra. Flestarbreytingarfrákjörskrár- stofni til endanlegrar kjörskrár verða nú vegna dauðsfalla en ríkisfangsbreytingar geta einnig skipt máli. í 3. yfirliti er sýndur fjöldi einstaklinga á kjörskrá og kjörskrárstofni eftir kjördæmum við forsetakjör 1996. Konur á kjörskrá voru 117 fleiri en karlar. Lögheimili erlendis áttu 7.766 manns eða 4,0% af öllurn einstaklingum á kjörskrá. Kjósendur á kjörskrá með lögheimili erlendis vom tiltölulega flestir í Reykjavík, 5,0% af öllum á kjörskrá þar, en fæstir í Norðurlandskjördæmi vestra, 1,9% af kjósendum á kjörskrá. Kjósendur sem á sínum tíma hefðu ekki getað tekið þátt í kjöri fráfarandi forseta vegna aldurs (ekki orðnir 20 ára á kjördag 1980 eða 18 áraákjördag 1988) vomtalsverðurhluti kjósendanú. Þeir sem vom undirkosningaaldri við forsetakjör árið 1980, en áttu kosningarrétt við forsetakjör 1996, vom 76.781 eða 39,4% kjósenda og þeir sem náðu kosningaaldri eftirforsetakjör 1988 voru 33.456 eða 17,2% þeirra sem voru á kjörskrá nú. I 4. yfirliti er sýnt hvernig kjósendur á kjörskrá, sem lögheimili eiga erlendis, skiptust eftir kyni, aldri og lög- heimilislandi. Tafla 1 á bls. 28-32 sýnir fjölda kjósenda á kjörskrá eftir kyni í hverju kjördæmi, í hverju sveitarfélagi og á hverjum kjörstað þegar þeir eru fleiri en einn. í töflu 2 á bls.33-36 sést einnig fjöldi kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi og sveitarfélagi sem lögheimili áttu hér á landi og erlendis. Á skýrslum þeim til Hagstofunnar sem undirkjörstjómir gera um kosninguna, ber að tilgreina tölu 29 4. gr. laga nr. 10/1991. 30 6. gr. laga nr. 9/1995. 31 14. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 10/1991. 32 1. mgr. 19. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 8. gr. laga nr. 9/1995. 33 1. mgr. 21. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 10. gr. laga nr. 9/1995. kjósenda sem lögheimili eiga erlendis. Nokkur misbrestur hefur orðið á því að þessu væri sinnt sem skyldi. Hér em birtar tölur þessara kjósenda samkvæmt kjörskrárstofnum Hagstofunnar, enda mun fátítt að s veitarstj ómir geri breytingar á kjörskrá varðandi þá. 3. Kosningaþátttaka Participation in the election Við forsetakjörið 29. júní 1996 greiddu atkvæði alls 167.334 kjósendur eða 85,9% af öllum á kjörskrá. Þetta er meiri þátt- taka en við forsetakjör árin 1988 og 1952 en minni en árin 1968 og 1980. I alþingiskosningum hefur þátttaka ekki verið minni síðan árið 1942. Mest varð hún 92,1% árið 1956. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna um niðurfellingu sambandslaga- samningsins og stofnun lýðveldis árið 1944 var þátttakan 98,4%. 11. yfirliti er sýnd kosningaþátttaka frá því árið 1874, fyrir kjósendur í heild og karla og konur sérstaklega. Við forseta- kjörið árið 1996 greiddu atkvæði 84,1% karla sem voru á kjörskrá, en 87,7% kvenna. Árið 1995 var kosningaþátttaka kvenna meiri en karla í fyrsta sinn í alþingiskosningum. Við forsetakjör árin 1980 og 1988 var þátttaka kvenna einnig meiri en karla. Kosningaþátttaka kvenna var nú meiri en karla í öllum kjördæmum og voru atkvæði þeirra 3.594 umfram atkvæði karla á landinu öllu. I töflu 1 er sýnt hve margir kjósendur greiddu atkvæði við forsetakjörið árið 1996 og hlutfallsleg þátttaka þeirra í hverju kjördæmi, hverju sveitarfélagi og hverjum kjörstað á þeim stöðum þar sem kjörstaðir vom fleiri en einn. Hver kjósandi er talinn þar sem hann stóð á kjörskrá en ekki þar sem hann greiddi atkvæði ef hann nýtti sér heimild til þess að greiða atkvæði í annarri kjördeild en sinni eigin (sjá 4. kafla). í töflu 2 er sýnd þátttaka í forsetakjöri 1996 eftir því hvort kjósendur á kjörskrá áttu lögheimili hér á landi eða erlendis. Eins og fram er komið í 2. kafla þessa inngangs hefur fjöldi kjósenda á kjörskrá sem eiga lögheimili erlendis aukist verulega. I heild er þátttaka þessara kjósenda miklu minni en þeirra sem eiga lögheimili á landinu og hefur það áhrif til lækkunar á heildarkosningaþátttöku. 15. yfirliti sést hve kosningaþátttaka var mikil í einstökum kjördæmum. Mest var kosningaþátttaka í Suðurlands- kjördæmi, 88,5%, og þar var jafnframt mest þátttaka karla, 86,6%, og kvenna, 90,5%. f Reykjavík var þátttakan minnst, 84,9%. Hér verður þó að hafa í huga að þar eru tiltölulega flestir á kjörskrá sem eiga lögheimili erlendis og nýta sér kosningarréttinn ekki nema að litlu leyti. Þátttaka karla var minnst í Vestfjarðakjördæmi, 82,9%, og kvenna í Norður- landskjördæmi vestra, 86,2%. Þátttaka kjósenda sem eiga lögheimili hér á landi var 88,6%, meðal karla 86,9% og meðal kvenna 90,3%. Á Suður- landi var hún mest, 90,4%. í Reykjavík var hún nærri lands- meðaltali, 88,2%, en í fjórum öðrum kjördæmum var hún minni en þar og minnst á Norðurlandi vestra, 86,3%. Þátttaka þeirra sem eiga lögheimili erlendis var einungis 22,0%, meðal karla 21,0% og meðal kvenna 23,1 %. Af þeim sem voru sjálfkrafa á kjörskrá vegna þess að þeir höfðu flust af landinu eftir 1. desember 1987 kusu 21,3%, en af þeim sem

x

Forsetakjör

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/1392

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.