Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 11
Forsetakjör 1996
9
2. yfirlit. Kjósendur á kjörskrá með lögheimili hér á landi og erlendis 1987-1996
Summary 2. Voters on the electoral roll with domicile in Iceland or abroad 1987-1996
Kjósendur á kjörskrá Voters on the electoral roli
Lögheimili á Islandi Domicile in Iceland
Lögheimili erlendis Domicile abroad
Fjölgun frá fyrri kosningum Increase on previous elections
Lögheimili á Islandi Domicile in Iceland
Lögheimili erlendis Domicile abroad
Fjölgun frá fyrri kosningum, %
lncrease on previous elections, percent
Lögheimili á Islandi Domicile in Iceland
Lögheimili erlendis Domicile abroad
Hlutfall kjósenda með lögheimili erlendis, %
Voters with domicile abroad, percent of total
Alþingis- kosningar General elections 1987 Forsetakjör Presidential election 1988 Alþingis- kosningar General elections 1991 Alþingis- kosningar General elections 1995 Forsetakjör Presidential election 1996
171.402 173.829 182.768 191.973 194.705
167.856 170.562 176.890 185.642 186.939
3.546 3.267 5.878 6.331 7.766
20.425 2.427 8.939 9.205 2.732
2.706 6.328 8.752 1.297
-279 2.611 453 1.435
13,5 1,4 5,1 5,0 1,4
1,6 3.7 4,9 0,7
-7,9 79,9 7,7 22,7
2,1 1.9 3,2 3,3 4,0
Við forsetakjör skulu undir- og yfirkjörstjómir vera hinar
sömu og við alþingiskosningar en Hæstarétti eru falin þau
störf sem landskjörstjóm annast við alþingiskosningar. 13
Um kjörskrár til afnota við kjör forseta íslands fer á sama hátt
og við alþingiskosningar.14 Umkosningaathöfn.undirbúning
hennar og atkvæðagreiðslu á kjörstað og utan fer að öðm leyti
samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. 15
2. Kosningarréttur og tala kjósenda á kjörskrá
Suffrage and the number of voters on the electoral roll
Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur
ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram
og lögheimili á hér á landi. Islenskur rikisborgari, sem náð
hefur 18 ára aldri og átt hefur lögheimili hér á landi, á og
kosningarrétt í átta ár frá því að hann flytur lögheimili af
landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Slíkur
nkisborgari á og kosningarrétt eftir þann tíma, enda hafi hann
sótt um það samkvæmt nánari reglum laganna. 16
Við forsetakjör 29. júní 1996 var tala kjósenda á kjörskrá
194.705 eða 72,4% af íbúatölu landsins. Hér er miðað við að
íbúatalan hafi verið 268.900 í júnílok 1996. Tala kjósenda
við almennar alþingiskosningar frá því Alþingi fékk lög-
gjafarvald árið 1874, við þjóðaratkvæðagreiðslur árin 1918
og 1944 og forsetakjör 1952-1996, er sýnd í 1. yfirliti. Þar er
hvorki sýnd tala kjósenda við kosningu landskjörinna þing-
manna fimm sinnum á árunum 1916-1930 né við þjóðar-
atkvæðagreiðslur um bannlög árin 1908 og 1933 og þegn-
skylduvinnu árið 1916 enda giltu kosningarréttarreglur
13 2. gr. laga nr. 36/1945.
14 1. gr. laga nr. 36/1945, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1963.
15 3. mgr. 6. gr. laga nr. 36/1945, sbr. 2. gr. laga nr. 6/1984.
'6 l.gr.lagaumkosningartilAlþingisnr.80/1987.sbr. l.gr.laganr. 10/1991.
alþingiskosninga ekki við þessar kosningar (nema þjóðar-
atkvæðagreiðslumar árin 1908 og 1916 er tala kjósenda var
hin sama og við alþingiskosningamar).
Fram til ársins 1903 nam kjósendatalan (fjöldi kjósenda á
kjörskrá) 9-10% af íbúatölu landsins. Samkvæmt fyrstu
stjórnarskrá Isiands frá 5. janúar 1874 höfðu karlar einir
kosningarrétt og einungis bændur með grasnyt, kaupstaðar-
borgarar er greiddu til sveitar minnst 8 krónur á ári, þurra-
búðamtenn er greiddu til sveitar minnst 12 krónur á ári,
embættismenn og loks þeir sem lokið höfðu tilteknu lærdóms-
prófi. Lágmarksaldur kosningarréttar var 25 ár. Þeir sem
þegið höfðu sveitarstyrk höfðu ekki kosningarrétt nema þeir
hefðu endurgoldið hann eða hann verið gefinn þeim upp. Þá
gat heldur enginn átt kosningarrétt nema hann hefði óflekkað
mannorð og væri fjár síns ráðandi og hefði þar að auki búið
í kjördæmi sínu eitt ár þá er kosning fór fram. 17
Kosningarrétti varbreytt með breytingu stjórnarskrárinnar
árið 1903.1 stað ákvæða um kaupstaðarborgara, sem greiddu
til sveitar minnst 8 kr. á ári, og þurrabúðarmenn, sem greiddu
minnst 12 kr. á ári, var kosningarréttur veittur öllum karl-
mönnum, sem ekki voru háðir öðmm sem hjú og greiddu að
minnsta kosti 4 kr. á ári sem aukaútsvar.18 Árin 1908-1914
var kjósendatalan 14-15% af íbúatölunni.
Konur og hjú fengu takmarkaðan kosningarrétt með
breytingu á stjómarskránni árið 1915. Lágmarksaldur þeirra
var 40 ár en skyldi lækka um eitt ár árlega næstu 15 ár uns
aldursmark þeirra yrði 25 ár, eins og þeirra sem höfðu
kosningarréttfyrir. Jafnframtvar4krónaaukaútsvarsgreiðsla
felld niður sem skilyrði fyrir kosningarrétti. En við kosningar-
réttarskilyrðin var því bætt að kjósandinn yrði að vera fæddur
17 17. gr. stjómarskrár um hin sérstaklegu málefni íslands, sbr. 1.-5. gr. laga
um kosningar til alþingis nr. 16/1877.
18 1. mgr. 6. gr. stjómarskipunarlaga nr. 16/1903.