Forsetakjör - 01.11.1997, Blaðsíða 9
Inngangur
Introduction
1. Aðdragandi kjörs forseta íslands 1996
Background to the presidential election of 1996
Forseti íslands skal vera þjóðkjörinn og hefst kjörtímabil
hans 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. 1
Forsetakjör skal fara fram síðasta laugardag í júnímánuði
fjórða hvert ár. 1 2 Fram til ársins 1984 var kjördagur síðasti
sunnudagur í mánuðinum.
Frá stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 til 1. ágúst 1996
höfðu fjórir gegnt embætti forseta Islands.
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti fslands (f. 27. janúar 1882,
d. 25. janúar 1952), var þingkjörinn til embættisins við
stofnun lýðveldisins. Hann var síðan þjóðkjörinn tvívegis án
atkvæðagreiðslu, enda einn í framboði, árin 1945 og 1949.
Hann gegndi embætti forseta til dauðadags.
Ásgeir Ásgeirsson (f. 13. maí 1894, d. 15. september 1972)
varkjörinn forsetiíkosningum 29. júní 1952 og endurkjörinn
þrisvar án atkvæðagreiðslu, árin 1956, 1960 og 1964.
Kristján Eldjám (f. 6. desember 1916, d. 14. september
1982) var kjörinn forseti í kosningum 30. júní 1968 og
endurkjörinn tvisvar án atkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1976.
Vigdís Finnbogadóttir, fjórði forseti íslands (f. 15. aprfl
1930), gegndi embættinu fjögur kjörtímabil. Hún var fyrst
kjörinforsetiíkosningum29.júní 1980. Árin 1984 og 1992
var hún sjálfkjörin í embætti forseta íslands en árið 1988 var
hún hins vegar ekki ein í kjöri til embættisins. Var Vigdís
endurkjörin forseti í kosningum 25. júní 1988. Hefur forseti
íslands annars aldrei verið endurkjörinn í kosningum.
í nýársdagsávarpi 1996 lýsti Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, því yfir að hún yrði ekki í framboði til kjörs forseta
íslands fyrir kjörtímabil það sem hefjast skyldi 1. ágúst 1996.
Forsætisráðherra skal auglýsa kjör forseta fslands eigi
síðar en þremur mánuðum fyrir kjördag og tiltaka lágmarks-
og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis í hverjum
landsfjórðungi í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar. 3
Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra
manna og mest 3.000.4
Hinn 18. mars 1996 gaf forsætisráðherra út auglýsingu um
framboð og kjör forseta íslands er fram skyldi fara laugar-
daginn29.júní 1996.5 Þarsagðiaðframboðumtilforsetakjörs
skyldi skila í hendur dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, eigi
síðar en fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. föstudaginn 24. maí
1996, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegum fjölda
meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á
kjörskrá.6 Kosningalögum var breytt árið 1995 þannig að nú
skal leggja fram kjörskrár eigi síðar en tíu dögum fyrir
1 3. og 6. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944.
2 1. mgr. 3. gr. laga um framboð og kjör forseta íslands nr. 36/1945, sbr. 1. gr.
laga nr. 6/1984.
3 1. mgr. 3. gr. laga nr. 36/1945.
4 1. mgr. 5. gr. stjómarskrárinnar.
5 Lögbirtingablað nr. 37, 27. mars 1996.
6 4. gr. laga nr. 36/1945.
kjördag en um langa hríð áður höfðu kjörskrár verið lagðar
fram tveimur mánuðum fyrir kjördag. 7 Samkvæmt þessu lá
engin kjörskrá frammi þegar meðmælendalistum vegna
forsetaframboðs var skilað til yfirkjörstjóma til athugunar.
Hinn 17. maí 1997 varþví ákvæði um vottun yfirkjörstjórna
breytt, í lögum um framboð og kjör forseta Islands, þannig að
í stað vottunar um að meðmælendur séu á kjörskrá votta
yfirkjörstjórnir að meðmælendur séu kosningarbærir svo
sem segir í stjórnarskránni. 81 auglýsingu forsætisráðherra
var ákveðið hvernig meðmælendur skiptust eftir lands-
fjórðungum:
Lágmark Hámark
Sunnlendingafjórðungur (Vestur-Skaftafellssýsla- B orgarfj arðarsýsla) 1.141 2.282
Vestfirðingafjórðungur (Mýrasýsla-Strandasýsla) 88 176
Norðlendingafjórðungur (Vestur-Húnavatnssýsla- Suður-Þingeyjarsýsla) 194 387
Austfirðingafjórðungur (Norður-Þing- eyjarsýsla-Austur-Skaftafellssýsla) 77 155
Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem
fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu
búsetuskilyrði. 9
Hinn 28. maí 1996 auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið 10 hverjir væru í kjöri til embættis forseta:
Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, f. 4. ágúst 1953
Guðrún Agnarsdóttir læknir, Reykjavík, f. 2. júní 1941
Guðrún Pétursdóttur forstöðumaður, Reykjavflt, f. 14.
desember 1950
Olafur Ragnar Grímsson alþingismaður, Seltjamamesi,
f. 14. maí 1943
Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari, Reykjavík, f. 20.
mars 1949.
Guðrún Pétursdóttir tilkynnti 19. júní að hún hefði fallið
frá framboði sínu. Ráðuneytið auglýsti degi síðar 11 að því
yrði kosið milli hinna fjögurra forsetaefnanna.
Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af
þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. 12
7 8. gr. laga nr. 9/1995. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 10/1991 bar að leggja
kjörskrá fram eigi síðar en 24 dögum fyrir kjördag og gilti sú tilhögun við
alþingiskosningamar 1991.
8 1. gr. laga nr. 43/1996.
9 4. gr. stjómarskrárinnar.
10 4. gr. laga nr. 36/1945, sbr. Lögbirtingablað nr. 61, 31. maí 1996.
11 Lögbirtingablað nr. 70, 27. júní 1996.
12 5. gr. stjórnarskrárinnar.