Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Side 4

Víkurfréttir - 22.08.2019, Side 4
Skrifuðu undir samstarf um heilsu- eflandi samfélag á Suðurnesjum ❱❱ Fyrsta svæðið sem starfar saman með þessum hætti Bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkurbæjar og Voga ásamt forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, framkvæmdastjóra Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum og landlækni undirrituðu í síðustu viku viljayfirlýsingu um að starfa saman að Heilsueflandi samfélagi á Suður- nesjum. Athöfnin fór fram í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikil fólksfjölgun hefur verið á svæðinu undanfarin ár en Suður- nesin standa vel hvað varðar ýmsa þætti sem hafa áhrif á vellíðan íbúa. Samkvæmt m.a. Lýðheilsuvísum 2019 eru hins vegar sóknarfæri til að gera betur. Í samræmi við megin- markmið Heilsueflandi samfélags er tilgangur verkefnisins að greina með markvissum hætti stöðuna og samein- ast um að leita lausna sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa á Suðurnesjum. Suðurnesin eru fyrsta svæðið sem ákveður að starfa saman að Heilsu- eflandi samfélagi með þessum hætti. Samstarfið mun meðal annars nýtast við undirbúning Sóknaráætlunar Suðurnesja 2020–2024. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagðist hlakka til samstarfsins við hin sveitarfélögin. „Við höfum verið að vinna að verkefn- inu Heilsuefling 65+ sem er verkefni með elsta fólkinu okkar og það hefur algjörlega slegið í gegn. Það vantar ekkert upp á vilja og áhuga okkar hjá Reykjanesbæ og ég efast ekki um það hjá hinum sveitarfélögunum líka þegar þau eru komin í þetta samstarf með okkur. Við vorum að ganga frá því að ráða til okkar lýðheilsufræðing. Við þurfum að virkja allt samfélagið, íþróttahreyfinguna, skólana, félaga- samtök, fyrirtæki, atvinnulíf, alla, því það er verk að vinna og við ætlum að gera það.“ Berglind Kristinsdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjunum, sagði Suðurnesin vera í sóknarfæri þegar lýðheilsu- vísar svæðisins væru skoðaðir. Það fælust auðlindir í því að eiga ungt samfélag. „Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis. Við stöndum á tíma- mótum og okkur fannst þetta verkefni smellpassa inn í nýja sóknaráætlun. Ég hlakka til.“ Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir við undirritunina á HSS á dögunum. Lýðheilsufræðingur ráðinn hjá Reykjanesbæ Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttur í starf lýðheilsufræðings á velferðar- sviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsu- vísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem hjúkr- unarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýð- heilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf á haustmánuðum. Þórdís Ósk ráðin forstöðumaður Súlunnar Þórdís Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Súl- unnar hjá Reykjanesbæ. Tólf hæfir einstaklingar sóttu um starfið en Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir, svo sem atvinnumál, menningar- mál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefna- stjórnun. Þórdís Ósk er með BA gráðu í hús- gagnaarkitektúr og meistaragráðu í verkefnastjórnun. Í starfi forstöðu- manns Súlunnar felst meðal annars ábyrgð á innleiðingu verkefnastjórn- unar sem stjórnunaraðferð í starf- semi Reykjanesbæjar, ábyrgð á inn- leiðingu og vinnu með stefnumótun Reykjanesbæjar á verkefnasviði Súlunnar og efling og samræming á kynningar- og markaðsmálum bæjarins. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 15. ágúst kom þetta fram: „Meirihluti bæjarráðs samþykkir að ráða Þórdísi Ósk Helgadóttur sem forstöðumann Súlunnar. Mar- grét Þórarinsdóttir styður tillögu meirihlutans. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, og Gunnar Þórar- insson, Frjálsu afli, sitja hjá.“ Skrifstofur Súlunnar verða í Gömlu búð Bæjarráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemdir við að ákveðið hafi verið að nýta Gömlu búð alfarið undir starfsemi Súlunnar, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála. Unnið hefur verið að endurbygg- ingu hússins undanfarin ár og sér nú fyrir endann á þeirri fram- kvæmd. Menningarfulltrúi og verk- efnastjóri menningarmála hafa báðar haft vinnuaðstöðu í húsinu um tveggja ára skeið og er þetta eðlilegt framhald á því skrefi sem þá var stigið. Gamla búð verður opin og til sýnis almenningi á sunnudeginum á Ljósanótt. F.v. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Markús Eiríkur Ingólfsson, forstjóri HSS, Alma D. Möller landlæknir, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Guðrún Magnúsdóttir er nýr lýðheilsufræðingur hjá Reykjanesbæ. Talsvert af lausum tímum hjá læknum á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir frá því á Facebook-síðu sinni að það sé talsvert framboð af viðtölum heilsu- gæslulækna HSS á dagvinnutíma á næstu dögum. Hávær umræða hefur lengi verið nokkuð ríkjandi að erfitt sé að fá tíma hjá lækni í Keflavík. HSS bendir á að til séu hefðbundnir viðtalstímar sem og 10 mínútna við- töl sem hægt sé að bóka í síma eftir klukkan 8:00 á hverjum degi. Minnt er á að hægt er að bóka tíma í gegnum Heilsuveru á https://www. heilsuvera.is/ KYNNINGARFUNDUR & LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Kynningarfundur og leiklistarnámskeið fyrir farsann Fló á Skinni verður haldinn í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 þann: 26. ágúst frá 19:00 til 23:00 27. ágúst frá 19:00 til 23:00 Hvetjum alla áhugasama, 18 ára og eldri (fædd 2001), til að mæta. Allir sem hafa áhuga á því að leika, dansa, syngja eða taka þátt í verkinu með einhverjum hætti eru hjartanlega velkomnir. Leikstjóri verksins er Karl Ágúst Úlfsson. Fló á sKInNi 4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.