Víkurfréttir - 22.08.2019, Qupperneq 9
hjá flestum sjófuglum, sérstaklega hér
á suður- og vesturlandi þar sem sílið
hefur verið af skornum skammti og
sumir tala meira að segja um hrun.
Ég hef oft talað um það að kríur séu
í kreppu. Á sama tíma og kreppa kom
yfir íslenskt samfélag þá kom kreppa
yfir þessa sjófugla. Þær virðast ekki
hafa rétt úr kútnum. Svæðisbundið
virðast vera góð ætissvæði. Fyrir
tveimur árum voru þau við Faxaflóa,
einhver svæði fyrir norðan en heilt
á litið hefur þetta verið afskaplega
lélegt hjá flestum sjófuglum. Það er
eitthvað sem gefur rannsóknum eins
og þessum mikið vægi, að við séum
ennþá að fylgjast með ástandinu.
Rannsóknir með þessum tækjum
gefa okkur upplýsingar miklu hraðar,
frekar en að verja mörgum árum í að
fylgjast með viðkomu og stærðum
sjófuglastofna, heldur líka að skoða
hvað fuglarnir eru að gera og hvert
þeir fara í æti. Þetta sem þú ert að
lýsa rímar nákvæmlega við það sem
við höfum verið að mæla. Þetta er
eitthvað sem er alveg þess virði að
halda áfram að fylgjast með.“
— Hvað gefur þessi búnaður ykkur
langan tíma til að fylgjast með
kríunni?
„Þessi GPS-tæki rita gögnin þann-
ig að við þurfum annað hvort að fá
sendinguna til baka í þennan beini
hér við Norðurkot eða að ná tækinu
til baka til þess að lesa af því. Með
því að hafa það þannig í stað þess að
senda upplýsingarnar upp í gervi-
tungl, þá náum við að safna miklu
fleiri gögnum, heldur en ef við værum
með gervitunglatæki.
Við fáum gögn að minnsta kosti á
15 mínútna fresti á meðan þeir eru
hérna í varpinu. Þann 1. septem-
ber þá breytir tækið um dagskrá
og tekur mælingu fjórum sinnum á
sólarhring. Þá fáum við upplýsingar
fjórum sinnum á sólarhring um
hvar fuglinn er og hver hreyfingin
er. Þetta gefur okkur nákvæmar upp-
lýsingar um hvar kríurnar eru. Þessi
upplýsingaöflun verður í gangi allan
ársins hring þangað til þær koma
aftur hingað til Hönnu Siggu og Palla
næsta vor. Þá náum við tækjunum
aftur eða hlöðum niður frá þeim í
beininn og fáum heilt ár af þessum
upplýsingum. Þá getum við tekið
tækin aftur af kríunni og endurhlaðið
þau, forritað upp á nýtt og sett þau
aftur út. Ef að endurheimtan gengur
vel, sem hefur gengið hingað til, þá
getum við haldið áfram svo lengi sem
við höfum rannsóknarpening, nennu
og getu til að standa í þessu.“
— Hvað vitið þið um kríuna í dag, er
hún trú varpsvæðum sínum?
„Það er alveg ótrúlegt hvað þær eru
nákvæmar. Við erum búin að finna
nítján fugla af þeim sem við merktum
í fyrra á hreiðrum. Það hefur varla
skeikað metra. Sumar fara nákvæm-
lega í sömu skálina og þær voru í í
fyrra. Við erum með sérmerkt hreiður
með GPS-merkingum og vitum ná-
kvæmlega hvar þau voru. Af þessum
nítján fuglum var aðeins einn fugl sem
ákvað að færa sig og hann færði sig
alveg um tvo metra,“ segir Dr. Frey-
dís og brosir.
VERJA UNGVIÐIÐ
AF ÖLLU AFLI
— Hvað er það við kríuna sem er að
heilla þig svona mikið?
„Það er ansi margþætt. Ég kynnist
kríunum fyrst sem krakki á Vest-
fjörðum og svo þegar ég var sjálf í
doktorsnámi fyrir áratug og það var
allt svona á varpstöðum. Árásargirni
er það fyrsta sem mér kemur í hug og
örugglega flestum Íslendingum. Ég
ber svo mikla virðingu fyrir kríunni
vegna árásargirninnar. Það sem þær
eru fyrst og fremst að gera er að berj-
ast fyrir ungviði sínu. Þær eru búnar
að koma alla leið frá Suðurskautinu,
alla leið yfir hnöttinn, og verpa hér.
Ástæðan fyrir því að þær eru að verja
varpið sitt, er að þær verða að koma
þessum ungum á legg á svo rosalega
stuttum tíma. Ég ber virðingu fyrir
þeim, að hafa getu til að gera þetta og
að þær hafi þennan kraft til að passa
upp á ungana sína og koma þeim á
legg. Þetta er ekkert smá mikil vinna.
Svo þessi virðing sem við höfum fyrir
henni, sem erum að læra núna um
ferðalag kríunnar alla þessa leið. Ég
held því að tilfinning mín sé fyrst og
fremst viðring.“
— Ef krían kemur ekki unganum
á legg á tilsettum tíma, er það þá
tilfellið að þær fari án hans?
„Já. Það er tilfellið með öll dýr sem eru
langlíf og koma upp fáum ungviðum
á lífstíð sinni, að þau fórna ekki sínu
eigin heilbrigði fyrir ungana og geta
því tekið þá ákvörðun að reyna bara
á næsta ári. Það er það sem við sjáum
með nánast allar sjófuglategundir,
kríur eru ekkert öðruvísi. Þess vegna
sjáum við það að þegar tíðin er slök þá
verða þær bara að skilja eftir ungann
og verða að halda áfram sínu fari og
geta komið aftur og reynt á næsta
ári. Það er oft nóg fyrir þessa sjó-
fuglastofna til að halda viðkomunni
að þurfa ekki að koma upp ungum á
hverju einasta ári. Þessu er öfugt farið
með ýmsa smáfugla sem hafa bara
einhver fimm ár og þá er lífið búið
og þurfa því að koma upp mörgum í
einu. Sjófuglar lifa lengi og geta því
sleppt ári. Þetta gefur okkur tækifæri
ef við fylgjumst vel með, að þetta segir
okkur til um ástand sjávar. Ef þær eru
að skilja ungana eftir þá er ekkert
að gerast úti í sjónum, ekkert æti og
þess vegna taka þær þessa ákvörðun.“
VORU VIKU OF SEINAR
Þegar við tókum viðtal við Dr. Freydísi
voru ungarnir að byrja að skríða úr
eggjum. Vísindafólkið hafði því verið
við eggjamælingar í tíu daga.
„Þetta leit ekkert vel út í byrjun en
það er líflegra yfir varpinu núna.
Þær voru alveg viku of seinar miðað
við mælingar í fyrra. Árið í fyrra var
ekkert voðalega gott hér á Suð-Vestur-
landi fyrir kríuna. Þó að krían sé sein,
þá er lykilatriði fyrir hana að það sé
æti til staðar þegar unginn klekst út.“
— Eruð þið að sjá hana koma með
æti?
„Já, með tækjunum erum við að sjá
hvert krían er að sækja æti og við
fylgjumst svo með henni hér í varpinu
þegar hún kemur í hreiðrið. Við erum
svo með ljósmyndir af ætinu, þannig
að þetta gæti ekki verið nákvæmara.“
KRÍAN GEFUR
NÁKVÆMA MYND
— Og eru þessar upplýsingar að
nýtast mörgum stofnunum?
„Ekki spurning. Vísindastofnanir sem
vinna með málefni sjávarins. Þetta
nýtist þeim öllum. Þetta nýtist líka
samfélaginu og yfirvöldum. Við fáum
núna gríðarlega nákvæma mynd af
því hvar kríurnar eru að fara í æti. Ef
við komumst að því að þar eru ein-
hverjar aðgerðir af okkar hálfu í gangi
sem gætu haft áhrif á náttúruna, þá
væri það slæm hugmynd. Þessi rann-
sóknaraðferð og þessi tæki og vinna,
hún nýtist mjög vel við verndun haf-
svæða og ákvarðanir sem við tökum
um málefni hafsins, hvort sem það
eru veiðar, verndarsvæði eða hvað
það er sem við myndum ætla að setja
upp á þessum hafsvæðum. Hvort sem
það væru olíuborpallar eða annað,
þá nýtast þessar upplýsingar vel við
svoleiðis ákvarðanatöku.“
Ástandið hjá kríunni var mun skárra
í ár en undanfarin ár. Henni virðist
hafa tekist að koma ungviðinu á legg
í sumar en Dr. Freydís segir það þó
engin merki um að kreppunni hjá
sjófuglunum sé lokið.
Krían er núna nær öll lögð upp í lang-
ferðina til Suðurskautslandsins en
síðustu kríurnar eru þessa dagana að
búa sig til brottfarar frá varpstöðvum
við Norðurkot.
Dr. Freydís Vigfúsdóttir sleppir kríu að loknum
mælingum við Norðurkot. Á myndinni eru
einnig Jo Morten doktorsnemi, Nicole Parr
doktorsnemi, dr. Lucy Hawkes,
Sólveig barnabarn hjónanna í
Norðurkoti og dr. Sara Maxwell.
Hilmar Bragi, blaðamaður Víkurfrétta,
fékk að fylgjast með rannsóknar-
verkefninu dag einn í júní. Hér er
hann með kríu sem hefur verið
merkt og klár til sleppingar.
Kríupar með sandsíli í varpinu við Norðurkot. Að neðan er Dr. Freydís að merkja kríu.
Kríuungi tekur fyrstu skrefin út í lífið. Myndin er úr safni Víkurfrétta frá árinu 2010.
KRÍURNAR Í NORÐURKOTI
Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Á HRINGBRAUT OG VF.IS FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30
Dr. Freydís Vigfúsdóttir.
9MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM