Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Síða 11

Víkurfréttir - 22.08.2019, Síða 11
Ólafsdóttir auk aðkomu Raddlistar, sem er fyrirtæki Bryndísar í talmeina- þjónustu. Þá sáu Cargo flutningar um að koma efninu til skila til leikskóla um allt land ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum. Ánægð með starfsfólk leikskóla Reykjanesbæjar Auk efnisins sem leikskólar landsins hafa nú fengið verða smáforrit Radd- listar í boði fyrir almenning, þeim að kostnaðarlausu, fram í september- lok. Þá er einnig fjöldi myndskeiða á YouTube-rásinni „Lærum og leikum“ þar sem farið er ítarlega yfir það hvernig nota megi efnið. Á afhending- unni þakkaði Bryn- dís starfsmönnum leikskólanna í R e y k j a n e s b æ fyrir samstarfið síðustu ár. „Það hefur verið frá- bært að vinna með ykkur. Ég fylgist vel með og ég er afskaplega ánægð með þann góða árangur sem mér sýnist vera að viðhaldast. Það er ekki síst vegna þess að þið eruð að vinna svo frábært starf.“ Hægt er að fylgjast nánar með verk- efninu á heimasíðunni laerumog- leikum.is. Norðanátt hindrar makrílveiðar smábáta Ekki er nú hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið blíðir undanfarið, því síðustu daga hefur norðanáttin blásið nokkuð duglega og kuldinn eftir því. Þetta hefur haft nokkur áhrif á makrílbátana, sérstaklega þá minnstu. Þegar bátarnir hafa komist út þá hafa þeir fiskað vel af makríl og margir komið með fullfermi í land, til dæmis Guðrún Petrína GK sem kom með 90 tonn í fimmtán róðrum og mest 8,7 tonn. Addi Afi GK kom rétt á eftir með 87 tonn í sextán róðrum og mest 8,2 tonn. Þessir tveir bátar bera nokkuð af varðandi makrílveiðar hjá handfærabátum sem eru að veiða núna og landa á Suðurnesjum. Aðrir bátar eru t.d. Agnar BA með 77 tonn í fjórtán róðrum og mest 8,9 tonn. Ísak AK 55 tonn í ellefu róðrum og mest 8,8 tonn. Svala Dís GK 44 tonn í ellefu róðrum og mest 7,4 tonn. Máni II ÁR 35 tonn í átta róðrum og mest 10,7 tonn. Hreggi AK 34 tonn í 9 róðrum og má geta þess að Ísak AK og Hreggi AK eru sams konar bátar og einu stálbátarnir sem eru á makrílveiðunum á handfærum. Andey GK 21,5 tonn í sex róðrum. Hlöddi VE 36,5 tonn í tíu róðrum. Halla Daníelsdóttir RE 18,5 tonn í tíu róðrum. Tjúlla GK 17,4 tonn í sex róðrum. Fjóla GK 70 tonn í þret- tán róðrum og mest 9,8 tonn. Siggi Bessa SF 65 tonn í 8 og mest 14 tonn. Bergvík GK 58 tonn í 13. Ragnar Al- freðs GK 51 tonn í níu róðrum og mest 8,4 tonn. Dögg SU 49,4 tonn í sjö róðrum og mest 12,8 tonn. Nanna Ósk II ÞH 47 tonn í átta róðrum og mest 10,1 tonn. Lómur KE 41,7 tonn í tíu róðrum. Gosi KE 34 tonn í níu róðrum og mest 8,4 tonn. Sunna Rós SH 35 tonn í ellefu róðrum og Linda GK 17 tonn í tíu róðrum. Það má geta þess að Nanna Ósk II ÞH kemur lengst allra báta til þess að stunda makrílveiðar, alla leið frá Raufarhöfn. Nýtt fiskveiðiár bráðum að hefjast Nú er slippurinn í Njarðvík að tæm- ast hægt og rólega af bátum sem hafa verið þar í nokkurn tíma því það styttist óðfluga í að nýtt fiskveiðiár hefjist. Stóru línubátarnir eru að hefja veiðar hver af öðrum. Sighvatur GK landaði í Grindavík 134 tonnum í einni löndun og af þeim afla þá var keila 112 tonn. Páll Jónsson GK 75 tonn í einum róðri á Djúpavogi. Kristín GK 64 tonn í einum róðri á Grundarfirði. Þar var líka Jóhanna Gísladóttir GK með 53 tonn í einum róðri. Hrafn GK er farinn norður til Siglufjarðar og var með 28 tonn í einum róðri. Nokkrir af minni línubátunum eru úti á landi, bæði fyrir norðan og austan. Óli á Stað GK fékk 54 tonn í níu róðrum á Siglufirði. Daðey GK 47 tonn í átta róðrum, Auður Vésteins SU 58 tonn í níu róðrum. Vésteinn GK 56 tonn í níu róðrum, allir á Nes- kaupstað. Dúddi Gísla GK er eini línubáturinn sem er að landa á Suðurnesjum og hefur hann landað 21.6 tonn í fjórum róðrum og af því þá er langa 9,4 tonn. Dragnótabátarnir eru að skríða á veiðar aftur og eru tveir bátar byrj- aðir á veiðum eftir meira en einn mánuð í stoppi. Benni Sæm GK er með 12 tonn og Siggi Bjarna GK 11 tonn, báðir í þremur róðrum. Reyndar má bæta við að Njáll ÓF er kominn á veiðar og hefur landað 23 tonnum í sex róðrum á Hofsósi og Sauðárkróki en þessi bátur var lengst af Njáll RE sem á sér mjög langa sögu í útgerð á Suðurnesjum og þá aðallega Sandgerði. Af netabátunum er frekar lítið að frétta. Maron GK og Grímsnes GK eru báðir að eltast við ufsann og gengur það brösuglega. Grímsnes GK er kominn með 43 tonn í fjórum róðrum og mest 13,8 tonn og af því er ufsi 39 tonn. Maron GK 30 tonn í tíu róðrum og af því þá er ufsi 8,8 tonn. Aðrir netabátar eru Hraunsvík GK með 14,5 tonn í átta róðrum, Halldór Afi GK 12,1 tonn í ellefu róðrum. Við byrjuðum pistilinn á makríl og endum á makríl, reyndar ekki tengt handfærabátunum heldur frysti- togarana. Hrafn Sveinbjarnarson GK hefur landað 552 tonn í tveimur löndunum og Gnúpur GK kom með 397 tonn eftir tvo róðra og báðir í Grindavík. Það má geta þess að þessir tveir eru einu íslensku frysti- togarnir sem stunda makrílveiðar. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttirvf@vf.is Bryndís með fulltrúum frá öllum leikskólum Reykjanesbæjar ásamt fræðsluráði. Tónleikar í Andrews leikhúsinu REYK JANESBÆ – LJÓSANÓT T MANNAKORN 5. september kl. 21.00 Miðasala: tix.is/mannakorn - Gallerí Keflavík og í síma 862 0700 11MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.