Víkurfréttir - 22.08.2019, Page 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Einn ég sit og sauma ...
Laus herbergi til útleigu
Laus herbergi til útleigu með
sameiginlegu eldhúsi og salerni.
Rafmagn og hiti innifalið.
Sameiginleg þvottaaðstaða.
Verð á mánuði kr. 66.500. ÁSBRÚ ÍBÚÐIR EHF. - leiga@235.is - s. 415 0235
www.asbrufasteignir.is
BÆJARSTJÓRI SAUMAÐI FYRSTA TAUPOKANN FYRIR PLASTLAUSA LJÓSANÓTT
Septembermánuður er plastlaus!
Undirbúningur Ljósanætur stendur nú sem hæst.
Eins og fram hefur komið er stefnt að plastlausri
Ljósanótt. Fyrirtækja- og verslunareigendur
í Reykjanesbæ hafa brugðist vel við viðleitni
bæjaryfirvalda og samtökin Betri bær hófu, ásamt
bæjarstjóra og Bókasafni Reykjanesbæjar, átak
sem miðar að plastlausri Ljósanótt. Markmiðið
er að sauma 1000 taupoka á Bókasafni Reykja-
nesbæjar fyrir Ljósanótt, sem m.a. verði nýttir í
verslunum á Hafnargötu.
Pokastöð Bókasafnsins
Bókasafn Reykjanesbæjar hefur undanfarið ár
starfrækt Pokastöð með taupokum sem fólk getur
fengið að láni og skilað eftir notkun. Í verkefni
safnsins „Saumað fyrir umhverfið“ er markmiðið
að fjölga taupokum í stöðinni. Nú þegar stefnt er
að pokalausri Ljósanótt þurfa margar hendur að
hjálpast að við að fylla Pokastöðina í safninu og
koma taupokum til verslanna í bænum. Dagana
23.–31. ágúst eru íbúar hvattir til að koma á Bóka-
safnið á opnunartíma og taka þátt í verkefninu.
Ekki er krafist að fólk kunni að sauma því hægt
er að leggja því lið með því að klippa niður efni og
merki Pokastöðvarinnar.
Bæjarbúar hvattir til að hjálpa til
Guðný Kristín Bjarnadóttir, starfsmaður Bókasafns
Reykjanesbæjar og liðsmaður í stýrihópi Plast-
lauss september, segir drauminn vera að sauma
1000 taupoka áður en Ljósanótt hefst. „Ég hvet
bæjarbúa til að koma til okkar á opnunartíma
safnsins og leggja verkefninu lið. Það er hægt að
gera með margvíslegum hætti, klippa niður efni
fyrir pokana, klippa niður merki Pokastöðvarinnar
sem saumað er á alla poka, koma með taupoka
sem það á heima og leggja í púkkið, hjálpa okkur
að sauma eða bara sauma sinn eigin poka merktan
Pokastöðinni og tekið með heim. Við verðum með
efni og saumavélar á staðnum.“
Guðný aðstoðaði Kjartan Má Kjartansson bæjar-
stjóra við að sauma
fyrsta pokann í
átakinu en á dag-
inn kom að Kjartan
Már var nokkuð
lunkinn við sauma-
skapinn. „Þannig
var að mamma
saumaði mikið
og ég var oft að
fylgjast með þó ég
hafi ekki sest við
saumavélina. Ég kann því ýmislegt fyrir mér,“
sagði Kjartan Már, sem hóf þegar að greina efnið
í pokanum þegar verkið hófst.
Ljósanótt verði Plastlaus
Umhverfismál eru í brennidepli og hjá Reykjanesbæ
eru þau sífellt í umræðunni. Á síðastliðnum árum
hefur Reykjanesbær tekið þátt í árvekniátakinu
Plastlausum september. Þar er fólk vakið til um-
hugsunar um ofgnótt plasts og skaðsemi þess í
umhverfinu og bent á leiðir til að draga úr notkun
á einnota plasti. Ljósanótt er í september og því er
stefnt að „Plastlausri Ljósanótt“ um alla framtíð.
Undirbúningsnefnd hátíðarinnar hefur verið í
sambandi við flesta stóru hagsmunaðilana sem
allir hafa lýst vilja til að virða þessa stefnu og nú
verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Hér með
er þessari ósk um „Plastlausa Ljósanótt“ komið
á framfæri og öllum þeim sem hyggjast koma að
viðburðum, sölu eða öðru á Ljósanótt, bent á að
taka þarf tillit til „Plastlausrar Ljósanætur“.
Þau atriði sem gripið verður til á Ljósanótt eru m.a.:
• Pokastöð sem sér fólki fyrir margnotapokum.
• Flokkunartunnur á hátíðarsvæðinu.
• Skólamatur býður kjötsúpu í pappírsskálum.
• Átakið Plastlaus september verður með kynn-
ingu á ýmsum valkostum sem við höfum til
að draga úr plastnotkun, t.d. með því að nota
tannbursta úr bambus í stað plasts.
LOKAORÐ
Margeirs Vilhjálmssonar
Mínus 20
Einn best heppnaði viðburður Ljós-
anætur er árgangagangan. Ég eyddi
unglingsárunum, eins og margir af
minni kynslóð, í að mæla Hafnar-
götuna en hús númer 72 fékk enga
sérstaka athygli hjá mér fyrr en
gangan hafði fest sig í sessi. Þá varð
það uppáhalds.
Eftir 20 ára sigurgöngu árganga-
göngunnar hefur ákvörðun verið tekin
um að færa alla árganga fram um 20
húsnúmer. Þannig á minn frábæri
árgangur nú að hittast fyrir framan
hús númer 52. Eftir önnur 20 verð
ég væntanlega kominn að 32, en þar
héngum við gjarnan á unglingsárunum.
Allt er þetta nú örugglega gert með
góðum vilja. Stytta gönguna fyrir þá
eldri og koma að árgöngunum sem
eiga ekki húsnúmer við Hafnargötuna.
Á þessu er samt sá ljóður að þetta tekur
í burtu hinn augljósa einfaldleika. Ég
var farinn að hugsa til þess að það yrði
gaman að hitta krakka fædda 2072
og láta þau ýta mér í hjólastól niður
Hafnargötuna.
Það er gott að staldra öðru hvoru við
og reyna hugsa lengra fram í tímann
en 10-20 ár. Þannig losnum við kannski
við að eignast fleiri minnisvarða eins
og verin í Helguvík.