Faxi

Volume

Faxi - 15.12.2016, Page 15

Faxi - 15.12.2016, Page 15
EYKJANESBÆR Við erum ekki u bara framtíðin heldur líka nútíðin jósm. Reykjanesbœr Komið þið sæl. Við Berglín og Jón Ragnar erum formenn ungmennaráðs í Reykjanesbæ og við erum í ungmennaráði Menntamálastofnunar. Við höfum bæði áður verið í ungmennaráði Reykjanesbæjar en ungmennaráð Menntamálastofnunnar er nýtt af nálinni. I ungmennaráði Menntamálastofn- unar munum við m.a vera, ásamt öðrum ungmennum hvaðanæva af landinu, ráð- gefendur um framtíðarsýn í þeim málum sem varða okkar aldurshóp. Við munum t.d. fara yfir útgáfu námsefnis og námsmats og ef tími og ráðgjafar leyfa, einnig starfs- fólki Menntamálastofnunar innan handar í eintökum verkefnum. Einnig munum við sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum Menntamálastofnunar, skrifa greinar í blöð og funda með ráðamönnum. Okkur þykir mikilvægt að ungmenni fá tækifæri til að tjá sig og koma skoðunum og hugmyndum á framfari. Það sem að full- orðnir og ungmenni þurfa að vita er það að við erum ekki bara framtíðin, við erum líka nútíðin. Við höfum rödd og skapandi hug- myndir og vitum meira heldur en fullorðnir á vissum sviðum. Það sem við í ungmenna-ráði gerurn tvisvar á ári er að segja hvað mætti bæta í okkar samfélagi og hvað sé að ganga vel. Það gerum við á sérstökum fundum með bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Við hvetjum ungmenni til þess að deila sínum skapandi hugmyndum með okkur! Berglín Sólbrá Bergsdóttir Jón Ragtiar Magnússon

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.