Faxi

Årgang

Faxi - 15.12.2016, Side 20

Faxi - 15.12.2016, Side 20
Aldarminning Hermann Jóhannes Eiríksson -11. ágúst 1916 - 6. maí 1974 Markaði djúp spor í sögu samfélagsins Hermann Eiríksson fæddist að Hrauni í Reyðarfirði og voru foreldrar hans Eiríkur Jóhannesson og Þorbjörg Albína Jónsdóttir en faðir hennar var bóndi að Hrauni. Foreldrar hans bjuggu lengst af á Esldfirði og þar ólst Hermann upp. Á Eskifirði starfaði Eiríkur við almenna verkamannavinnu en stundaði einnig sjó- sjókn m.a. sem formaður. Árið 1908 gekk Þorbjörg, ungum frænda sínum Gunnlaugi Markússyni, í móðurstað. Hann var þá tveggja ára og var yngstur níu systkina. Þor- björg giftist síðar Eiríki og eignuðust þau fimm börn. Hermann var elstur, síðan komu systurnar fjórar: Dagbjört (1918-1989), Jónína Sigurbjörg (1921-2016), Gunnhildur (1922-2005) og Ólöf Ingibjörg (1926-2006). Gunnlaugur leit ávallt á þau sem systkini sín og voru sterk tengsl á milli þeirra. Þorbjörg lést 1941 en Eiríkur fluttist skömmu síðar til Keflavíkur og bjó á heimili Hermanns sonar síns síðustu æviárin en hann lést árið 1960. Eftir að Hermann lauk sínu námi í Barna- skóla Eskifjarðar stundaði hann ýmis störf, var m.a. á síld nokkrar vertíðir og lagði hann þá áherslu á að safna fyrir komandi framhaldsnámi því hann var ákveðinn í að afla sér menntunar. Einnig starfaði hann við múrverk og lengi vel greip hann til múr- verksins meðfram öðrum störfum sínum. Það er áhugavert að skyggnast um í sögu byggðarinnar á Eskifirði á þeim tíma sem Hermann var að alast þar upp. Staðurinn á í raun merkilega sögu en hann er einn af þremur elstu verslunarstöðum á Austur- landi sem enn gegna því hlutverki. Mikill uppgangur var í bænum á þeim tíma er Hermann var að slíta barnsskónum sem sést best á því að íbúafjöldinn fór úr 228 manns árið 1902 í 759 árið 1930. Þennan uppgang má fyrst og fremst rekja til þess að vélbátaútgerð hófst á Eskifirði árið 1905 og á næstu áratugum fylgdu stærri bátar og togarar í kjölfarið. Heimskreppan lét á sér kræla Eins og svo víða um landið tók að halla undan fæti þegar leið undir lok þriðja áratugarins og heimskreppan lét á sér kræla. Það dró úr afla og verðfall varð á mörk- uðum erlendis. Útgerðamenn voru alls ekki undir þetta búnir og skuldir jukust. Einnig áttu kaupmenn erfitt um vik vegna mikilla lánaviðskipta. Lánastofnanir tóku að ganga að skuldunautum sínum sem urðu að sjá að baki eigum sínum fyrir brot af fyrra virði þeirra. Eðlilega fylgdi atvinnuleysi í kjölfarið með sínum fylgifiskum - fátækt og húsnæðisvandræðum. Á heimili for- eldra Hermanns bættust síðan við veikindi þannig að ástandið var langt frá því að vera gott. Þau hjónin nutu þess þó að eiga góða að og tvær systur hans voru teknar í fóstur hjá frændfólki þeirra. Hleypir heimdraganum Hermann var tvítugur þegar hann hleypir heimdraganum og flyst til Reykjavíkur. Fyrsta heimili hans í höfuðstaðnum var að Egilsgötu 10 þar sem hann leigði með Friðriki Jónssyni frænda sínum og jafn- aldra. Árið eftir leigði hann risherbergi að Óðinsgötu 4 og þá með félaga sínum og vini Einari Þórðarsyni frá Bolungarvík og eru þeir þá báðir skráðir í manntal Reykjavíkur sem sjómenn. Einar, sem var fimm árum eldri, var starfandi háseti en Hermann vann við ýmis störf auk sjómennskunnar, s.s. múrverk og hreingerningar svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu tvö árin í Reykjavík snérust þó fyrst og fremst um að undirbúa fyrirhugaða Ingigerður Þorsteina Sigmundsdóttir og Hermann Jóhannes Eiríksson. 20 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.