Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Guðmundur Stein- grímsson skrifar um velferð. 9 SPORT Ísland mætir Andorra í undankeppni EM í kvöld. 10 TÍMAMÓT Hátíð er hjá Rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni. 12 LÍFIÐ Vefritið Menningar- smyglið boðar byltingu. 18 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Allskonar nýjasta nýtt Lokadagur KRINGLUKAST 20-50% AFSLÁTTUR Þingkosningar fóru fram í Póllandi í gær. Pólverjar búsettir á Íslandi gátu greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík og nýttu fjölmargir kosningarétt sinn. Stjórnarf lokkurinn Lög og réttlæti heldur völdum samkvæmt útgönguspám. Sjá nánar á síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNSÝSLA Tillögu Dómstóla- sýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svar- að. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttinda- dómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlags- ákvæði og nýir dómarar ekki skip- aðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð. „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í septem- ber,“ segir Benedikt Bogason, for- maður Dómstólasýslunnar. Undrast tómlæti um Landsrétt Dómsmálaráðherra hefur enn ekki brugðist við tillögum Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt. Þó að tillagan gæti leyst vanda Landsréttar og sparað ríkissjóði kostnað er hún ekki óumdeild. Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september. Benedikt Bogason, dómari við Hæstarétt og stjórnarfor- maður dómstóla- sýslunnar Aðspurð segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfis- nefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Lands- réttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að ein- staklingur geti sótt um dómaraemb- ætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. – aá 1 4 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 2 -6 8 B 0 2 4 0 2 -6 7 7 4 2 4 0 2 -6 6 3 8 2 4 0 2 -6 4 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.