Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Nýleg við-
horfskönnun
Félagsvís-
indastofn-
unar sýnir
sterkan vilja
þjóðarinnar
gegn því
ranglæti sem
felst í mis-
vægi at-
kvæða. Tveir
þriðju vilja
jafnt vægi
allra atkvæða
á landinu.
Það er tími til
kominn að
löggjafinn
hér fylgi
fordæmi
nágranna-
ríkja okkar
og tryggi
réttindi allra
barna á
Íslandi til að
þekkja
uppruna
sinn.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
EKKERT
BRUDL
Bónus Lambakjöt í karrísósu
1 kg - Verð áður 2.298 kr.
kr./stk.1.998
Foreldað
Aðeins að hita
Réttur mánaðarins
Börnum eiga að vera tryggð mannréttindi með lögum, en svo er ekki í öllum tilfellum. Kyn-frumugjafi getur í dag óskað eftir nafnleynd
og börn hafa því ekki sjálfstæðan rétt til að vita um
líffræðilegan uppruna sinn. Uppfæra þarf íslensk
lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja upp-
runa sinn, ef þau óska þess.
Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin
að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur
kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum
foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn
innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna
líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir
eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa,
kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna
sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga
sjúkdóma.
Nágrannaríkin komin lengra
Tæknifrjóvganir eru nýtt fyrirbæri í sögulegu sam-
hengi. Því hefur umræðan um kynfrumugjafir ekki
verið áberandi í íslenskri umræðu. Rökin sem færð
hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumu-
gjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði
afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til
tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni
að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna
ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og
eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja
uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera. Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna varð fullgildur árið 1992 og
lögfestur 2013. Í sáttmálanum felst viðurkenning á
því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin
réttindi óháð réttindum fullorðinna.
Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi for-
dæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra
barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrit-
uð hefur lagt fram tillögu ásamt f leiri þingmönnum,
um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað
og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í
janúar 2020.
Fruman sem varð fullorðin
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
þingmaður
Framsóknar-
flokksins
Hinir skoðanakúguðu
Það voru ófáir skoðanakúgaðir
einstaklingar sem grétu af kæti
yfir Bakþönkum Óttars Guð-
mundssonar um helgina. Oftar
en ekki eru þetta þeir sem fatta
ekki að garg, fordæmingar og
like-samkeppnir á samskipta-
miðlum eru einfaldlega dægra-
dvöl fyrir marga. Engin dæmi
eru um að netfordæmandi vilji
taka símtal um sínar netblamm-
eringar. Fyrir utan að þeir skoð-
anakúguðu eiga það sjálfir til að
móðgast illa þegar einhver fer að
ræða rökleysur í trúarbrögðum
þeirra eða hvers vegna þeir fái
hærri laun en fólk í erfiðari og
mikilvægari störfum. Hvað þá
þegar einhver talar um Gretu
Thunberg eða veganisma.
Sniðganga?
Illugi Jökulsson stingur upp á
því að Íslendingar sniðgangi
fótboltaleikinn við Tyrkland til
að sýna samstöðu með Kúrdum.
Leikurinn á að fara fram í Tyrk-
landi eftir sléttan mánuð og gæti
ráðið úrslitum um EM-draum-
inn. Illugi hefur greinilega
ekki fengið memóið því það er
ekki svona sem við Íslendingar
tæklum hluti. Ef það á að sýna
samstöðu þá tökum við upp
Kúrdafána á vellinum. Jafnvel
fáum Tólfuna til að tromma upp
nokkra Kúrdatakta. Svo er bara
að bíða og sjá hvernig lands-
liðinu muni ganga að komast í
gegnum öryggisleitina á f lug-
vellinum. arib@frettabladid.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingis-maður Viðreisnar, ritaði grein hér í Frétta-blaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar.
Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa
í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sann-
gjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki
grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð
efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að
landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir
jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi
ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði.
Flest erum við því sammála að jafnræði lands-
manna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grund-
vallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er
lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði.
Með því að gera gera landið að einu kjördæmi
tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst
milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auð-
skilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfull-
trúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður
að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu
heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahags-
muna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur
samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn.
Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar
á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir
landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun
kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar.
Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt
er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín
með æ öflugra miðstjórnarvaldi.
Flest hljótum við að vera sammála um að lands-
byggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að
hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum,
rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaum-
ræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti
að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla
þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðis-
kröfu sem jafn kosningaréttur er.
Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum
aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast
að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf
öflugri og stærri sveitarfélög.
Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar
sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem
felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi
allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður
óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum.
Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru
úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda
sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosninga-
rétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Einn maður –
eitt atkvæði
1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
4
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
2
-9
0
3
0
2
4
0
2
-8
E
F
4
2
4
0
2
-8
D
B
8
2
4
0
2
-8
C
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K